Jólastemming Norska hússins í Stykkishólmi

Í Norska húsinu í Stykkishólmi er jólablærinn að færast yfir húsið. Sett hefur verið upp sýning frá ýmsum tímaskeiðum á jólatrjám, jólaskrauti, jólakortum og öðru sem tengist jólum og jólahaldi.  

Bókasafnið - stærsta setustofan í bænum

Tilvalin til að setjast niður í friði og ró á aðventunni og lesa tímaritin eða skrifa jólakortin. Gott útsýni frá lesborðum.  

Nýr vegur yfir Kolgrafafjörð opnar í byrjun desember

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er stefnt að opnun nýs vegar yfir Kolgrafafjörð í byrjun desember. Verið er að ljúka vinnu við grjótvörn meðfram veginum. Á næstunni verður unnið að frágangi vegarins í báða enda og á uppfyllingunni sjálfri, en þar á eftir að laga veginn eftir þungaflutninga á grjóti undanfarið. Ekki er víst að bundið slitlag verði lagt yfir fjörðinn fyrr en næsta vor.  

Æskulýðsball í Borgarnesi

Síðastliðinn fimmtudag var Eden boðið upp í dans. Þ.e. okkur var boðið að koma á ball á Hótel Borgarnesi, sem er nú orðinn árlegur viðburður og  frá okkur  fóru 47 krakkar í 8. - 10. bekk. Ballið er haldið á vegum íþrótta - og tómstundanefndar í Borgarnesi og mættu á staðinn 15 skólar/félagsmiðstöðvar.

Breytingar á gatnakerfi og umferð við Grunnskólann

Í samræmi við deiliskipulag Ölkeldudals hefur vegur fyrir framan grunnskólann verið færður til og heldur hann nú áfram og tengist annars vegar Ölkelduvegi og hins vegar vegi að íþróttamannvirkjum og tónlistarskóla.  Þá hafa bílastæðin við grunnskólann einnig verið færð til.  Með þessu nýja fyrirkomulagi breytast akstursleiðir við grunnskólann en miklu máli skiptir að umferð við skólann gangi greiðlega fyrir sig, einkum á álagstímum sem eru fyrir kl. 8 á morgnana og um hádegisbil.  

Aðalfundur Héraðsnefndar Snæfellinga

Aðalfundur Héraðsnefndar Snæfellinga var haldinn í gær, 22. nóvember 2004, í Samkomuhúsinu í Grundarfirði. Aðilar að héraðsnefnd eru öll sveitarfélög í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, þ.e. Kolbeinsstaðahreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Stykkishólmsbær, Helgafellssveit, Grundarfjarðarbær og Snæfellsbær.

Snjómokstur

Til að greiða fyrir því að snjómokstur gangi sem best eru bæjarbúar hvattir til, eftir því sem við verður komið, að leggja ekki bílum sínum úti á götu.  Byggingarfulltrúi

Viðhorfskönnun meðal nemenda í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Viðhorfskönnun var gerð meðal nemenda dagana 27. – 29. október sl. 99 nemendur af 133 svöruðu könnuninni, sem er 74,4% svarhlutfall. Vert er þó að taka fram að 24 nemendur af þessum 133 eru óreglulegir nemendur í hlutanámi en án þeirra er svörunin 90,8%. Sjá helstu niðurstöður á vef skólans.

Frá hugmynd að veruleika

Jóna Pálsdóttir deildarstjóri á þróunarsviði menntamálaráðuneytisins átti stóran þátt í mótun þeirrar hugmyndafræði sem Fjölbrautaskóli Snæfellinga byggir á. Jóna vinnur nú að meistaraprófsritgerð við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakar það hvernig til tekst að hrinda þessari hugmyndafræði Fjölbrautaskólans í framkvæmd.

Rökkurdagar taldir

Nú er "Rökkurdögum", menningarhátíð Grundfirðinga, lokið. Í sumum miklu stærri sveitarfélögum eru svona hátíðir haldnar yfir eina litla kvöldstund og kannski fram á nótt en hér í Grundarfirði duga ekkert minna en þrjár vikur! Hátíðin tókst mjög vel og aðsókn var góð á flesta viðburði.