Sagnakvöld

Rökkurdagar, menningarhátíð Grundfirðinga hófst í gær með sagnakvöldi í Sögumiðstöðinni. Ingi Hans Jónsson, Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Jón Ásgeir Sigurvinsson sögðu sögur frá ýmsum löndum.   Ingi Hans sagði sögur af innlifun

Rökkurdagar

Í kvöld, 26. október kl. 21:00 verður menningarhátíð Grundfirðinga, Rökkurdagar, sett í Sögumiðstöðinni.   Dagskrá hátíðarinnar hefst með sagnakvöldi þar sem Ingi Hans Jónsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir segja ævintýri frá ýmsum löndum. Þá mun Jón Ásgeir Sigurvinsson blaða í Biblíunni. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Aðalfundur SSV

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) verður haldinn á Hótel Stykkishólmi á morgun, miðvikudaginn 27. október. Á fundinum verður m.a. rætt um sameiningu sveitarfélaga og framtíðarsýn Vesturlands þar sem lögð verða fram drög að vaxtasamningi. Á heimasíðu SSV má sjá dagskrá fundarins 

Félagsmiðstöðin Eden

Starfið hefur farið vel af stað í vetur. Mæting hefur verið góð og hefur frekar verið að aukast eftir því sem fleiri heyra að skipulögð dagskrá er farin í fullan gang! Krakkarnir geta ávallt séð hvaða dagskrá er í boði tvær vikur fram í tímann því hún er alltaf skrifuð upp á töflu í andyri Eden. Einnig verður hægt að nálgast hana hér á vefnum í framtíðinni.

Taizé-messa sunnudagskvöld í Grundarfjarðarkirkju

Taizé-messa verður í Grundarfjarðarkirkju sunnudaginn 24. október kl. 20. Boðið verður upp á kvöldte að messu lokinni. Allir eru velkomnir. Taizé-messa er ekki hefðbundin guðsþjónusta, heldur n.k. kyrrðarstund, þar sem staldrað er við í asa hversdagsins og andartakið tekið frá til að eiga stund með Guði og sjálfum sér. Kirkjukórinn mun flytja sérstaka taizé-tónlist. En hvað er taizé?

Fjölbrautaskóli Snæfellinga fær gjöf frá bæjarstjórn Akraness

Á miðvikudaginn 20. október barst skólanum glæsileg gjöf frá bæjarstjórn Akraness. Fulltrúi bæjarstjórnarinnar, Jón Gunnlaugsson, færði skólanum fallegt málverk og á meðfylgjandi mynd sést Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari taka við gjöfinni.   Af vef Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Árshátíð starfsmanna Grundarfjarðarbæjar

Árshátíð starfsmanna Grundarfjarðarbæjar var haldin laugardaginn 9. október í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Gísli Einarsson, fréttamaður, var veislustjóri, veitingahúsið Kaffi 59 sá um matinn og Hljómsveitin Sviss lék svo fyrir dansi að borðhaldi loknu. Árshátíðin heppnaðist í alla staði vel og flestir sammála því að gera þennan viðburð árlegan. Meðfylgjandi eru myndir frá skemmtuninni.     Undirbúningsnefnd; Katrín, Sólrún, Kolbrún, Salbjörg og Jökull

Tólf sporin - andlegt ferðalag

Boðið verður upp á Tólf spora hópastarf í Grundarfjarðarkirkju í vetur. Starfið hefst föstudaginn 22. október  kl. 18-21 með samveru í Grundarfjarðarkirkju.  Síðan verður sameiginlegur kvöldverður (kostar 300 kr.) og að því loknu verður byrjað að fara yfir kynningarefni og haldið áfram á laugardeginum kl. 9:30.  

Slökkvilið Grundarfjarðar aðstoðar Slökkvilið Ólafsvíkur við stórbruna

Gríðarlegt tjón varð í eldsvoða á bænum Knerri í Snæfellsbæ í gærkvöld og brunnu hundruð fjár inni. Eldurinn var tilkynntur klukkan 19.55 til lögreglunnar í Snæfellsbæ og var Slökkvilið Ólafsvíkurog Grundarfjarðar kvatt á vettvang. Aðgengi að vatni var mjög takmarkað og þurfti að sækja það um 1 km leið að næsta bæ. Ljóst var um klukkan 22.30 að ekki tækist að bjarga fjárhúsi, vélageymslu og hlöðu en áhersla var lögð á að bjarga íbúðarhúsinu.  

Fyrstu snjókornin í byggð

Það var kuldalegt um að litast í Grundarfirði í morgun, eins og reyndar víðast hvar á landinu. Fjallahringurinn var grár niðrí miðjar hlíðar og snjókorn festi á götum bæjarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af svölum bæjarskrifstofunnar um miðjan dag.