Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í nóvember

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í nóvember var 1.324 tonn samanborið við 1.512 tonn í nóvember í fyrra. Meðfylgjandi tafla sýnir skiptingu aflans eftir tegundum:   Tegundir 2005 2004 Þorskur 197.267 kg 316.764 kg Ýsa 249.301 kg 336.226 kg Karfi 90.705 kg 82.680 kg Steinbítur 147.169 kg 26.248 kg Ufsi 57.997 kg 51.829 kg Beitukóngur 60.206 kg 38.065 kg Skötuselur 9.781 kg 0 kg Langa  20.350 kg 2.548 kg Keila 2.918 kg 2.408 kg Gámafiskur 475.211 kg 515.827 kg Aðrar tegundir  13.101 kg 139.099 kg Samtals: 1.324.006 kg 1.511.694 kg

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn

Sjötta bindi bókarinnar Fólkið, fjöllin, fjörðurinn er komin út. Eyrbyggjar, Hollvinasamtök Grundarfjarðar, sáu um útgáfuna. Meðal efnis er:   Fuglalíf í Melrakkaey Hestamannafélagið í 30 ár Manntalið 1950 Annáll 2004 Upphaf hestamannskunnar í Eyrarsveit Holdsveikraspítalinn á Hallbjarnareyri Munnmælasögur úr Eyrarsveit Öndverðareyri Ball í þinghúsinu Grund Myndir úr safni Bærings Cecilssonar   Bókin kostar 2.500 kr. og munu nemendur 9. bekkjar Grunnskóla Grundarfjarðar ganga í hús og selja bókina í vikunni. Bókina er einnig hægt að nálgast hjá Önnu Maríu í s: 869-6076. Einnig er hægt að panta bókina á heimasíðu Eyrbyggja með því að senda póst á eyrbyggjar@grundarfjordur.is.   Sjá kápu bókarinnar hér.

60% fleiri innlit á vefsíðuna

60% fleiri innlit hafa verið á vefsíðu Grundarfjarðar það sem af er árinu 2005 en voru allt árið 2004. Alls hafa innlitin verið liðlega 108 þúsund eða tæp 10 þúsund á mánuði að jafnaði.   Mánaðarleg innlit 2004-2005

Fundur um mótun fjölskyldustefnu

Miðvikudagskvöldið 30. nóvember sl. var haldinn í samkomuhúsinu opinn fundur um mótun fjölskyldustefnu. Fundurinn var liður í vinnu sem fram fer á vegum Grundarfjarðarbæjar og stefnt er að því að ljúki um miðjan mars n.k. með samþykkt fjölskyldustefnu Grundfirðinga.  

Einkunnir úr samræmdu prófunum í 4. og 7. bekk 2005

Samræmdu prófin í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk voru lögð fyrir í október. Nú hafa einkunnir borist nemendum og skólum landsins.   Meðaleinkunnir að þessu sinni líta svona út:

Örnefnaskilti Eyrbyggja

Eyrbyggjar, hollvinasamtök Grundarfjarðar, hafa afhent Grundarfjarðarbæ örnefnaskilti. Skiltið var sett upp á nýja áningarstaðnum við Kolgrafafjörð á vígsludegi nýju brúarinnar og vegarins þann 21. október sl. Eyrbyggjarnir, með Hermann Jóhannesson í fararbroddi, létu útbúa skiltið skv. hönnun Hermanns, en skiltið er að formi til eins og opin bók. Í bókinni má lesa um Eyrbyggja hina fornu, örnefni í firðinum og gönguleiðir á svæðinu.   Hermann Jóhannesson Eyrbyggi og Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri við skiltið  

Aðventutónleikar kórs Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Kór Fjölbrautaskóla Snæfellinga mun halda aðventutónleika sunnudaginn 4. desember kl. 20:00 í  Grundarfjarðarkirkju.   Efnisskráin verður mjög  fjölbreytt, bæði jólalög og þekkt íslensk sönglög.  Einnig mun Mattías Arnar Þorgrímsson syngja einsöng.  Undirleikari á tónleikunum er Valentina Kay.  Stjórnandi Hólmfríður Friðjónsdóttir.  

Fullveldisdagurinn

Í dag er fáni dreginn að hún á fánastöngum við bæjarskrifstofuna og heilsugæslustöðina. Tilefni þessa fánadags er að fyrir 87 árum, 1. desember 1918, tóku sambandslög Íslands og Danmerkur gildi. Lögin mörkuðu þáttaskil í sjálfstæðisbaráttunni, Ísland varð fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku.