58. Stjórnarfundur

58. stjórnarfundur Eyrbyggja 15.mars 2005  kl 20:00 í Lágmúla 6, í Reykjavík.   Viðstaddir: Bjarni Júlíusson, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Benedikt Ívarsson

Stærðfræðikeppni og upplestrarkeppni

  Stærðfræðikeppni grunnskóla á Vesturlandi   Úrslit stærðfræðikeppninnar á Vesturlandi voru gerð kunn í Fjölbrautaskóla Vesturlands síðastliðinn laugardag.  Þrír nemendur frá Grunnskóla Grundarfjarðar náðu þeim árangri að vera meðal 10 efstu í sínum árgangi.  Hér fylgja nöfn þessara nemenda og sætin sem þau lentu í:  

Tónlist fyrir alla

Verkefnið „Tónlist fyrir alla“ er orðið vel þekkt en ár hvert eru valdir tónlistarmenn sem koma í skóla landsins með tónlistardagskrá.  Í gærmorgun fékk Grunnskóli Grundarfjarðar Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, söngkonu og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, píanóleikara í heimsókn og voru þær með skemmtilega dagskrá í kirkjunni fyrir nemendur skólans. Ekki var hægt að sjá annað en allir hafi skemmt sér vel enda um frábæran flutning að ræða hjá þeim stöllum.  Hér fylgja myndir af  tónleikunum:   Diddú og Anna Guðný

Páskaföndur í leikskólanum

Foreldrafélag leikskólans var með páskaföndur í leikskólanum laugardaginn 12. mars sl. Búnar voru til páskakanínur úr blómapottum og vattkúlum.   Ágústa Hrönn að búa til páskakanínu með dyggri aðstoð móður sinnar, Helenu Maríu

Skemmtiferðaskip sumarið 2005

Von er á 10 skemmtiferðaskipum sumarið 2005 til Grundarfjarðar. Á síðasta ári lögðust 13 skemmtiferðaskip að bryggju í Grundarfjarðarhöfn. Heildarstærð skipanna í ár er þó sú sama og í fyrra, en hafnargjöld og tekjur hafnarinnar af slíkum skipum miðast við stærð (rúmlestir) skipanna.   Skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn í júlí 2004   

Norræna Atlantsnefndin auglýsir eftir styrkumsóknum

NORA, Norræna Atlantsnefndin, hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli Íslands og hinna NORA landanna þ.e. Grænlands, Færeyja og í strandhéruðum vestur og norður  Noregs. Umsóknarfrestur er til 1. apríl næstkomandi.

Bæjarstjórnarfundur

Bæjarstjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 10. mars kl. 17.00 í samkomuhúsinu. Á dagskrá eru fundargerðir bæjarráðs, íþrótta- og tómstundanefndar, umhverfisnefnar og hitaveitunefndar, seinni umræða 3ja ára fjárhagsáætlunar, tillaga um heimild til lántöku, tillaga um breytingar á samþykkt um kattahald, tillaga að gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit og erindi um íbúðir fyrir eldri borgara auk annarra gagna til kynningar.   Bæjarstjóri   

Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi.

Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi var haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 23. febrúar sl.   Þrír nemendur úr Grunnskóla Grundarfjarðar voru meðal 10 efstu í sínum árgangi og er það frábær árangur. Þeir voru:   8. bekkur     Elín Sigurðardóttir 9. bekkur     Hafdís Lilja Haraldsdóttir 10. bekkur   Jóhannes Fannar Einarsson  

Vetrartölt hjá Hesteigendafélagi Grundarfjarðar í gær

Í gær, sunnudaginn 6. mars, var opið töltmót á félagssvæði  Hesteigendafélags Grundarfjarðar.   Gústav Ívarsson, formaður, Jóna Lind, Gunnar, Jón Bjarni, Helga og Kolbrún   Keppt var í tveimur flokkum, fullorðinsflokki og barna- og unglingaflokki.  Átta keppendur voru í flokki fullorðinna en einn keppandi í yngri flokki. Úrslit urðu eftirfarandi:    

Nemendur leikskólans Sólvalla í heimsókn á bókasafnið

Í febrúar og mars fara elstu nemendur leikskólans í heimsókn á bókasafnið einu sinni í viku. Þar tekur starfsmaður bókasafnins á móti þeim og sýnir þeim hvernig þau geta notað safnið. Þau taka bók að láni til að fara með og skila henni síðan viku seinna.     Salbjörg Nóadóttir, starfsmaður bókasafnsins, sýnir börnunum safnið