Búið að bora 174 metra

Borun eftir heitu vatni sem hófst í liðnni viku, gengur vel. Í dag, 23. mars, er búið að bora niður á 174 metra af 900 metrum sem áætlað er. Upplýsingar af gangi mála verða reglulega settar inn á heimasíðuna.

Umsókn um leyfi til kattahalds

Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur gert breytingu á eldri samþykkt um kattahald í þéttbýlinu. Sækja þarf um leyfi til kattahalds á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu bæjarins og hér á vefnum.

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 12 – 14 ára var haldið helgina 5 – 6 mars í Fífunni í Kópavogi.  Frá UMFG fóru 7 krakkar að keppa af rúmlega 20 keppendum frá HSH en það er langt síðan að jafn margir hafa keppt fyrir hönd HSH á einu móti.  Af  UMFG krökkunum náði Hermann Þór Haraldsson bestum árangri en hann náði í gull, silfur og brons ásamt því að komast í úrslit í 60 m hl.  Þau voru flest að keppa á sínu fyrsta stóra móti en það voru um 300 keppendur á mótinu, en okkar krakkar stóðu sig öll með sóma.  

Samæfing í frjálsum íþróttum

Samæfing í frjálsum íþróttum á vegum UMSB, HSH og UDN var haldin í Borgarnesi föstudaginn 25 feb. síðastliðin fyrir 11 – 14 ára.  Þetta er liður í því að koma á fót úrvalshóp Vesturlands með krökkum frá þessum þrem félögum.  Stefnt er að því að hafa fleiri samæfingar og jafnvel að fara með þau í stutt keppnisferðalag í sumar.  

Götusópun - rýmum göturnar!

Nú fegrum við bæinn!   Vorið kemur óvenju snemma í ár. Hópur unglinga hefur þegar farið um bæinn og hreinsað rusl af götum og opnum svæðum. Fyrsta hreinsunarhelgin var um liðna helgi þar sem íbúar voru hvattir til að hreinsa lóðir sínar.  

Borun hefst!

Á þriðjudag í síðustu viku var byrjað að bora vinnsluholu fyrir væntanlega hitaveitu. Gert er ráð fyrir að borunin taki nokkrar vikur. Áætlað er að bora um 900 metra djúpa holu. Á föstudag var búið að bora niður á 60 metra.   Hér á heimasíðunni verður verkinu gerð regluleg skil á sérstökum tengli á forsíðunni.    

Fréttatilkynning um íbúaþing

Laugardaginn 5. mars var haldið íbúaþing Grundfirðinga, undir yfirskriftinni „Bjóðum tækifærunum heim!“  Ríflega 130 íbúar sóttu þingið og tóku virkan þátt í umræðum um framtíðarsýn bæjarins í skipulagsmálum og málefnum fjölskyldunnar.  

Munum hreinsunarhelgina

Fyrsta hreinsunarátak ársins. Munum að taka til hendinni í görðum og umhverfi okkar og setja rusl í pokum út fyrir lóðamörk. Verður hirt á mánudaginn. Gerum bæinn snyrtilegan fyrir páskana!  

Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar 2005

Tekjur og gjöld Í fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2005 er gert ráð fyrir að heildartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja bæjarins (hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, vatnsveita/fráveita/sorp) verði 434 millj. kr. Tekjur bæjarsjóðs eins eru rúmar 305 millj. en þar af eru útsvarstekjur áætlaðar 183,6 millj. kr., framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga áætluð um 95 millj. kr. og fasteignaskattar og lóðarleiga rúmar 26 millj. kr.   

Snyrtilegasti bærinn?

Það vorar snemma þetta árið! Undan snjónum kemur ýmislegt, s.s. rusl og drasl í görðum og á opnum svæðum. Og þá er ekkert annað að gera en að hefja vorverkin. Í síðustu viku fór her unglinga úr 9. bekk um þéttbýlið í hreinsunarferð fyrir Grundarfjarðarbæ og var það um leið fjáröflunarferð vegna væntanlegrar Frakklandsferðar. Krakkarnir skiptu með sér hverfum og náðu að safna töluverðu magni af rusli af götum, gangstéttum og opnum svæðum. Ætlunin er að taka sérstaklega vel á því í hreinsun og snyrtimennsku í sumar og nú er komið að fyrstu skipulögðu hreinsunarferðinni. Tökum næstu daga í að hreinsa garða og umhverfi okkar og gerum bæinn snyrtilegan fyrir páskana!