Góð mæting á íbúaþingið

Liðlega 100 manns komu á íbúaþing sem haldið var 5. mars. Fjörugar umræður urðu í öllum hópum og talsverð vinna framundan við úrvinnslu þeirra fyrir kynninguna sem verður haldinn á fimmtudaginn, 10. mars, kl. 20:30 í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.   Á íbúaþinginu voru kynntar skemmtilegar hugmyndir og skoðanir nemenda í Grunnskólanum. Smellið hér.   Nánar verður sagt frá íbúaþinginu síðar.

Íbúaþing - fyrir alla!

Vakin er athygli á því að boðið er upp á barnagæslu (lágmarksaldur: yngstu leikskólabörnin) í Leikskólanum Sólvöllum á meðan foreldrarnir taka þátt í þinginu.   Kaffiveitingar eru í boði KB-banka í Grundarfirði og það eru foreldrar 9. bekkjar Grunnskóla Grundarfjarðar sem tóku að sér snúðabakstur og umsjón með veitingum á þinginu, gegn styrk í Frakklandsferðasjóð bekkjarins.  

Álagning fasteignagjalda 2005

Undanfarna daga hafa álagningarseðlar og greiðsluseðlar fasteignagjalda verið sendir greiðendum.   Grunnur álagningar er í flestum flokkum gjalda fasteignamat húsnæðis. Alls eru fasteignir í Grundarfjarðarbæ metnar á liðlega 3,3 milljarða kr. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkaði um 10% frá fyrra ári og 6% hækkun varð á fasteignamati atvinnuhúsnæðis.  

Vakin athygli á auglýsingu um styrkveitingar

Vakin er athygli á auglýsingu frá Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Sjóðurinn styrkir einstaklinga, verkefni og félög til mennta, framfara, athafna og keppni- ekki síst á alþjóðlegum vettvangi. Umsóknarfrestur er til 31. mars 2005. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna hér.   

Reykofninn breytir húsnæði fyrir sæbjúgnavinnsluna

Reykofninn-Grundarfirði ehf. (RG) er fyrirtæki sem vinnur verðmæti úr sæbjúgum. Sæbjúgu hafa ekki verið nýtt hér á landi, en eru þekkt matvara meðal margra Asíuþjóða. Fyrirtækið hefur lagt í mikla þróunar- og markaðsvinnu vegna vinnslu og sölu sæbjúgnanna, enda sannarlega í nýsköpun eins og það heitir.   Lárus Sverrisson og Ólafur Jónsson vinna við breytingar á húsnæði

Breytingar á heimasíðunni

Þær breytingar hafa orðið á heimasíðunni að í stað flipans "Heilsugæsla" er kominn flipinn "Þjónusta". Þar undir er síðan heilsugæslan og fleiri upplýsingar munu birtast þar innan tíðar. Þar má nefna kirkju og safnaðarstarf, félags- og skólaþjónustu, slökkvilið, ásamt ýmsum gagnlegum upplýsingum um þjónustu sem í boði er í sveitarfélaginu.  

Hvert viljum við stefna?

Nú eru tæpir tveir dagar í íbúaþing. Þar er ætlunin að fá fram skoðanir íbúa á ýmsu því er snertir skipulag bæjarins og umhverfi, sem og því hvernig samfélagi við viljum búa í.   Kolgrafafjarðarbrú á Snæfellsnesi

Útivist á Jöklinum – hvað finnst þér?

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull boðar til opins fundar um umgengni og umferð á Snæfellsjökli. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 7. mars kl. 20 í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík.  

Af sameiningarmálum

Í tengslum við sameiningarverkefni félagsmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga, skipuðu sveitarfélögin á Snæfellsnesi, á síðasta ári, samstarfsnefnd til að meta kosti og galla sameiningar.   

Styrkir til atvinnumála kvenna

Félagsmálaráðuneyti og Vinnumálastofnun hafa auglýst eftir umsóknum um styrki til atvinnumála kvenna.   Árið 2005 er fjárveitingin alls 25 millj. kr. og er tilgangur styrkveitinga einkum: