Landnemaskólinn hefst í dag

Landnemaskólinn, sem  er námskeið á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaðnum, sem ekki á íslensku að móðurmáli, hefst í dag í  Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Tilgangur skólans er að auðvelda þeim að laga sig að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi. Í skólanum verður kennd Íslenska, samfélagsfræði, tölvuvinnsla og sjálfsstyrking.Um 16 þátttakendur hafa skráð sig til leiks og eru þeir allir búsettir hér í Grundarfirði. Skólinn er 120 kennslustundir og lýkur 11. maí nk.

Þorrablót Leikskólans Sólvalla

Þorrablót Leikskólans Sólvalla verður haldið þann 8. febrúar nk.  kl. 11:00. Þorrablótið byrjar í samkomuhúsinu þar sem nemendur verða með skemmtiatriði. Að skemmtiatriðum loknum verður boðið upp á þorramat í leikskólanum.   Foreldrar og aðrir gestir eru velkomnir!   Leikskólastjóri  

Rétt svar við spurningu vikunnar

Neshúsin í Grafarnesi   Fyrsta húsið var byggt í Grafarnesi árið 1906 ásamt skansi í fjörunni til fisklöndunar og hófst þá útgerð þaðan, en eiginleg þéttbýlismyndun hefst ekki fyrr en upp úr 1940  (úr Árbók Ferðafélags Íslands 1986).

Kynning á vefsíðu

Hið gullna jafnvægi Samhæfing atvinnu og fjölskyldulífs. Í tilefni af vinnslu fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar má benda á vefsíðu áhugahóps um samhæfingu vinnu og einkalífs sem meðal annars er ætluð „einstaklingum sem vilja sinna vel öllum þáttum tilverunnar: vinnunni, heimilinu, fjölskyldunni, ættingjum og öðrum ástvinum, náminu, félagsstörfum og áhugamálum“.  

Þorrablót Hjónaklúbbs Eyrarsveitar

Þeir sem eiga pantaða miða á þorrablót hjónaklúbbsins eru vinsamlegast beðnir um að sækja þá og greiða fyrir kl. 22:00 í kvöld (miðvikudag). Ennþá eru örfá sæti laus. Áhugasamir hafi samband við Kollu, Fagurhólstúni 9, í síma 438-6626.   Stjórnin