Staða hitaveitumála í Grundarfirði

Fréttatilkynning frá Orkuveitu Reykjavíkur:   Ýmis atvik hafa orðið þess valdandi að framkvæmdir við hitaveitu í Grundarfirði munu taka lengri tíma en áformað var í upphafi.  Áform Orkuveitu Reykjavíkur um að klára verkefnið hafa hins vegar ekki breyst.   

Aðalfundur Eyrbyggja

Aðalfundur Eyrbyggja, hollvinasamtaka Grundarfjarðar verður haldinn laugardaginn 18. febrúar nk. kl. 17:00 í Eyrbyggju Sögumiðstöð, Grundargötu 35. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál.  

Rétt svar við spurningu vikunnar

Franski útgerðarmaðurinn sem gerði fiskiskútur út frá Grundarfirði (Grundarkampi), verkaði þar saltfisk og átti þar eignir hét Sylvain Allenou. Hann var frá Paimpol á Bretagne-skaga í Frakklandi.  

„Gatnagerð í Hjaltalínsholti - botnlangi frá Fellabrekku“ opnun tilboða“

Í dag kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið „Gatnagerð í Hjaltalínsholti - botnlangi frá Fellabrekku“. Alls bárust fjögur tilboð í verkið. Kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á 8.444.400 kr. Komið hefur í ljós eftir opnun tilboða að liður 1.2 „girðing um vinnusvæði“ hefur fallið út í kostnaðaráætlun. Tilboðin sem bárust voru eftirfarandi:    

Landaður afli í janúar

Landaður afli í janúar 2006 var 1573 tonn samanborið við 1671 tonn í janúar árið 2005. Gæftir voru erfiðar framan af mánuðinum en þær löguðust smám saman þegar líða tók á mánuðinn. 100 tonnum minna var landað nú í janúar heldur en í janúar í fyrra og munar þar mest um ýsuafla.   Tegundir 2006 2005 Þorskur 413.697 436.460 kg Ýsa 147.907 288.504 kg Karfi 41.347 34.598 kg Steinbítur 245.167 167.126 kg Ufsi 21.318 31.523 kg Beitukóngur 5.525 29.875 kg Rækja 0 0 kg Langa  1.427 2.061 kg Keila 3.756 727 kg Gámafiskur 632.750 650.668 kg Aðrar tegundir  60.770 29.696 kg Samtals 1.573.664 1.671.238 kg  

Jarðvegslosunarstaðir „tippir“

Á haustdögum 2005 var skipaður starfshópur, sem var falið að gera tillögur að mótun „Hönnugils“. Í tillögum starfshópsins var m.a. gert ráð fyrir að fylla í gilið með jarðvegi, sem til félli á næstu misserum, og hafa þessar tillögur hlotið samþykki bæjaryfirvalda.  Áætlað er að nýta þennan tipp fram að miðju ári 2007. Jarðvinnuverktökum stendur til boða að nýta sér þetta svæði, en rétt er þó að geta þess að þessi tippur er erfiður í blautu tíðarfari m.t.t. þess að koma efni frá sér.  

Þorrablót leikskólans í gær

Börn fædd 2001, F.v. Björg, Margeir, Arna Jara, Alexandra Björk, Freyja Líf, Lydía Rós, Áslaug Stella og Svanhvít Unnur   Í gær, miðvikudaginn 8. febrúar, var þorrablót Leikskólans Sólvalla haldið. Blótið byrjaði í samkomuhúsinu þar sem börnin voru með skemmtiatriði fyrir foreldra og aðra gesti. Að loknum skemmtiatriðum var öllum boðið yfir í leikskólann og snæddur þorramatur. Meðfylgjandi myndir voru teknar á þorrablótinu.  

65. fundur bæjarstjórnar

65. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 9. febrúar 2006 kl. 17.00 í Grunnskólanum. Fundurinn er öllum opinn og er dagskrá hans eftirfarandi:  

Umsjónarmenn samkomuhúss

Ráðið hefur verið í starf umsjónarmanns samkomuhússins sem auglýst var laust til umsóknar í janúar. Ráðin voru Eygló B. Jónsdóttir og Arnar Guðlaugsson sem deila starfinu. Þau hafa nú þegar tekið til starfa og sjá um bókanir í húsið sem hefur verið á bæjarskrifstofunni um nokkra hríð. Síminn hjá þeim er 863 0185.

Gámastöð í Grundarfirði - opnun tilboða

Í dag kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið „Gámastöð í Grundarfirði“. Tvö tilboð bárust, frá Kjartani Elíassyni og Almennu umhverfisþjónustunni ehf. Kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á 23.586.357 kr. Tilboðin voru eftirfarandi:   Kjartan Elíasson, 22.735.780 kr., 96% af kostnaðaráætlun. Almenna umhverfisþjónustan, 28.020.174 kr., 119% af kostnaðaráætlun. Almenna umhverfisþjónustan, frávikstilboð, 26.760.174 kr., 113% af kostnaðaráætlun.