Opnun tilboða í „Landfyllingu við Stórubryggju, grjótvörn“

Í dag, þann 22. febrúar 2006, voru opnuð tilboð í verkið „Landfylling við Stórubryggju, grjótvörn“. Kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á 33.983.460 kr. Alls bárust fjögur tilboð í verkið:   Berglín ehf.: 21.298.200 kr., 62,7% af kostn.áætlun. Rávík ehf. og Dodds ehf.: 23.225.400 kr., 68,3% af kostn.áætlun. Tígur ehf.: 25.984.470 kr., 76,5% af kostn.áætlun. Norðurtak ehf.: 32.938.000 kr., 96,9% af kostn.áætlun.

„Stúdíódagar“ í Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Nú stendur yfir þemavika í Tónlistarskólanum. Þemað að þessu sinni er hljóðupptökur og fékk vikan því nafnið „Stúdíódagar“. Fyrirkomulag þemadaganna er þannig að hver nemandi fær að spila eitt lag inn á upptökutæki. Með þessu fá nemendur innsýn í vinnu í hljóðveri auk þess sem hollt er fyrir þau að hlusta á sinn eigin hljóðfæraleik.  

Nýjar tölvur í grunnskólanum

Í síðustu viku voru settar upp nýjar tölvur í grunnskólanum. Annars vegar voru endurnýjaðar tölvur í tölvustofunni en auk þess voru keyptar fartölvur og sett upp þráðlaust net sem hefur þann kost að hægt er að nýta tölvur til kennslu í öllum kennslustofum skólans.  

Mýrarkerlingin

Þekkir einhver söguna um Mýrarkerlinguna? Hún er sögð vera með silungakippu á bakinu og stendur efst í Mýrarhyrnu vestur af bænum Grundarfirði. Þessi þjóðsaga hefur ekki fundist þrátt fyrir leit í ýmsum þjóðsagnabókum eða á netinu. Nú vantar hana í verkefni í þemaviku grunnskólans.

Snæfrost - stofnfundur

Laugardaginn 18. febrúar 2006 var haldinn í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði stofnfundur hlutafélags um byggingu og rekstur frystihótels (frystigeymslu) í Grundarfirði. Félagið gengur undir vinnuheitinu Snæfrost en nokkrir aðilar hafa unnið að undirbúningi þess.

Rétt svar við spurningu vikunnar

Árið 1965 gengu Grundfirðingar til atkvæðagreiðslu og ákváðu að leggja niður heitið Grafarnes og taka upp Grundarfjörður, sem heiti á þéttbýlinu.  

Styrkir til atvinnumála kvenna árið 2006

Eftirfarandi auglýsing um styrki til atvinnumála kvenna árið 2006 birtist á vef Byggðastofnunar 16. febrúar: Gengur þú með viðskiptahugmynd í maganum? Vinnumálastofnun/Félagsmálaráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2006. Heildarfjárhæð til úthlutunar er kr. 25.000.000.Umsóknarfrestur er til 20. mars 2006. Sjá nánar hér.   

Hugmyndir um skipulag

Í september sl. samdi bæjarstjórn við Zeppelin arkitekta í Garðabæ, stofu í eigu Orra Árnasonar, um skipulagsvinnu fyrir bæinn. Um er að ræða umfangsmikil verkefni við deiliskipulagningu og tilteknar breytingar á gildandi aðalskipulagi.    

Kynning á vefsíðum og efni á erlendum tungumálum

Nýtt á heimasíðu Bókasafns Grundarfjarðar Take a look at the information in the "Library service's" site. Hljóðbækur Safnfræðsla Bóka- og efnisskrá Eyrarsveitar Hið gullna jafnvægi. Samhæfing atvinnu og fjölskyldulífs.

Nýrri fráveituútrás komið fyrir við höfnina

Lögninni komið fyrir í skurðinum   Í gær, þann 13. febrúar, var verið að koma fyrir nýrri fráveituútrás við höfnina, sem kemur í stað þeirrar sem fyrir er, en hún lendir inní landfyllingunni sem búið er að bjóða út. Þessi nýja landfylling er frá ísverksmiðjunni að beinamjölsverksmiðjunni, norðan Stórubryggju.