Um daggæslu í sveitarfélaginu

Á fundi fræðslunefndar bæjarins 13. mars sl. var rætt um skipan daggæslumála, stuðning sveitarfélagsins við daggæslu ungra barna og kynningu á úrræðum. Hér koma nokkrir punktar um daggæslumálefni í Grundarfirði.    

Rétt svar við spurningu vikunnar

Framkvæmd við að byggja Suðurgarð, eða hafnargarð, var hafin árið 1978. Alls tóku 90 þátt þessa vikuna og voru 17 eða 19% með rétt svar! 

Heimasíða fyrir hitaveitu í Grundarfirði

Orkuveita Reykjavíkur hefur útbúið vefsíðu fyrir hitaveituverkefnið í Grundarfirði. Á síðunni er hægt að fylgjast með fréttum af gangi rannsókna sem nú standa yfir, ýmsar skýrslur auk þess sem gagnvirkur tengill er fyrir spurningar og svör um verkefnið. Hægt er að sjá síðuna með því að smella hér. 

Ný gjaldskrá um gatnagerðargjald

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 9. mars sl. breytta gjaldskrá um gatnagerðargjald í Grundarfirði. Helsta breytingin er sú að við úthlutun lóða eftir samþykkt verður ekki lengur miðað við rúmmál bygginga heldur verður ákveðið verð á hvern fermetra lóðar. Mun þetta leiða til töluverðrar einföldunar við útreikninga og unnt verður að ,,verðmerkja" einstakar lóðir strax.  

Opið hús fyrir 16-20 ára

Miðvikudagskvöldið 15. mars sl. var opið í sögumiðstöðinni fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára. Þrátt fyrir frekar leiðinlegt veður mættu um 24 hress og kát ungmenni. Flestir settust makindalega fyrir framan skjáinn og horfðu á mynd og aðrir spiluðu á spil.  

Frumkvöðull ársins 2005 á Vesturlandi

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir tilnefningum um einstaklinga sem eru þess verðir að hljóta sæmdarheitið frumkvöðull ársins 2005 á Vesturlandi. Sjá nánar hér. 

Tilkynning frá Rarik

Rafmagnslaust verður á öllu Snæfellsnesi aðfararnótt 17 mars á milli kl. 03.00 og 04.00 

Auglýsing um sveitarstjórnarkosningar 2006

Félagsmálaráðuneytið hefur birt auglýsingu um sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 27. maí 2006.   Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar er til kl. 12 á hádegi 6. maí 2006. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 3. apríl 2006.   Sjá auglýsingu félagsmálaráðuneytisins. 

Íbúafjöldi 31. desember 2005

Hagstofa Íslands hefur gefið út endanlegar mannfjöldatölur 31. desember 2005. Samkvæmt þeim voru íbúar í Grundarfirði 975 talsins, en skv. bráðabirgðatölum 1. desember voru íbúarnir 974. Sú nýjung er á vef Hagstofunnar að nú er hægt að skoða fjölda íbúa eftir götum. Þess má geta að 27% íbúa í þéttbýli Grundarfjarðar búa við Grundargötu, 13% við Sæból og 8% við Eyrarveg. Sjá nánar á vef Hagstofunnar.

Minningartónleikar í Stykkishólmskirkju

Minningartónleikar um Sigrúnu Jónsdóttur skólastjóra Tónlistarskóla Stykkishólms og fyrrum organista og kórstjóra Stykkishólmskirkju verða haldnir í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 19. mars n.k. og hefjast tónleikarnir kl. 16:00.