Skipulagsfundur miðvikudagskvöld - MUNA

Fundur í samkomuhúsinu miðvikudagskvöldið 15. mars kl. 20.00. Kynntar verða skipulagshugmyndir sem Zeppelin arkitektar hafa unnið fyrir skipulagshóp Grundarfjarðarbæjar.   Um er að ræða skipulag miðbæjar, íbúðarsvæði við vestanverða Grundargötu, skipulag íþróttasvæðis, íbúðabyggð í Grafarlandi, tengingar milli svæða og fleira. Íbúar hvattir til að kynna sér tillögurnar og leggja sitt af mörkum til skipulagsvinnunnar.  

Rétt svar við spurningu vikunnar

Grundarrétt var hlaðin úr grjóti árið 1907. Alls tóku 85 þátt og voru 36 eða 42% með rétt svar.

Nýr starfsmaður á bæjarskrifstofu

Kristín Pétursdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustufulltrúa á bæjarskrifstofunni. Hún hefur störf þriðjudaginn 14. mars. Vinnutími hennar verður á opnunartíma skrifstofunnar, mánudaga-fimmtudaga kl. 9.30-15.30 og föstudaga kl. 9.30-14.

Nýr opnunartími á bæjarskrifstofu

Frá og með mánudeginum 20. mars breytist opnunartími á bæjarskrifstofunni þannig að opið verður í hádeginu alla daga en lokað verður kl. 14 á föstudögum.   Bæjarskrifstofan verður því opin sem hér segir: Mánudaga til fimmtudaga kl. 9.30-15.30 og föstudaga kl. 9.30-14.00.   Skrifstofustjóri

Nýtt hjá Bókasafni Grundarfjarðar

Alltaf bætist eitthvað við á vefsíðu bókasafnsins í hverri viku. Ný kynning á málefni og vefsíðu og ýmsu sem er á döfinni er endurnýjað nokkrum sinnum í mánuði. Hér eru nokkur málefni sem komið hafa við sögu í bæjarfélaginu síðustu vikur.  

Opinn kynningarfundur um skipulagsmál

Skipulagshópur Grundarfjarðarbæjar boðar til opins kynningar- og umræðufundar um skipulagsmál í samkomuhúsinu miðvikudagskvöldið 15. mars n.k. kl. 20.00.    

Hverfisvæn leið um Grundargötu

Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar 9. mars sl. samþykkti bæjarstjórn að leita eftir því við Vegagerðina að árangur af verkefninu ,,hverfisvæn leið um Grundargötu" verði metinn, jafnframt því sem hugað verði að nauðsynlegum úrbótum/lagfæringum áður en fullnaðarfrágangur fer fram.  

Grundarfjarðarhöfn á skemmtiferðakaupstefnu í Miami

Mynd: Mats Wibe Lund   Grundarfjarðarhöfn mun á næstu dögum taka þátt í kaupstefnu fyrir rekstraraðila skemmtiferðaskipa, en hún er haldin í Miami í Bandaríkjunum 13. til 16. mars n.k.   Grundarfjarðarhöfn hefur á undanförnum árum gert átak í að fjölga komum skemmtiferðaskipa og á síðustu 4 árum höfum við tekið á móti 35 skemmtiferðaskipum.  

Lausagangur bifreiða

Ágætu íbúar!   Eins og kunnugt er hafa sveitarfélögin á Snæfellsnesi sett sér sameiginlega umhverfisstefnu og verið í vottunarferli Green Globe 21. Þar er áhersla lögð á sjálfbæra þróun, en hún hefur verið skilgreind sem: ,,Þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að stofna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta sínum þörfum.”              

Bæjarstjórnarfundur

66. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtud. 9. mars kl. 17.00 í samkomuhúsinu. Á dagskrá eru meðal annars fundargerðir nefnda og ráða, rekstraryfirlit jan-feb, tillaga í húsnæðismálum smíðakennslu grunnskóla, hverfisvæn leið um Grundargötu, tillaga félagsmálanefndar Snæfellinga um breytingar á reglum, breyting á samþykkt um fráveitu í Grundarfirði, breyting á gjaldskrá um gatnagerðargjöld, tvær tillögur um heimild til bæjarstjóra vegna sölu/kaupa á fasteignum og ýmis gögn til kynningar. Fundurinn er öllum opinn.   Bæjarstjóri