Samstarf um umhverfismál sjávarútvegsfyrirtækja í Grundarfirði

Nokkur helstu sjávarútvegsfyrirtæki í Grundarfirði, Grundarfjarðarbær og Grundarfjarðarhöfn, hafa tekið höndum saman um verkefni þar sem ætlunin er að meta stöðu og mögulegar lausnir varðandi umhverfismál fyrirtækjanna. Meistaranemendur frá Alþjóðlegu umhverfisstofnuninni við Lundarháskóla eru nú á vorönninni að vinna verkefni með fyrirtækjunum og munu fjórir nemendur ásamt kennara vera í Grundarfirði í lok mars.  Sérstaklega er horft á fráveitumál og lífrænan úrgang frá sjávarútvegsfyrirtækjunum, m.t.t. mismunandi kosta.

71. Stjórnarfundur

71. Stjórnarfundur Eyrbyggja 7. mars 2006 kl. 20:00 að Dalvegi 4, Kópavogi.   Viðstaddir:  Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson, Atli Már Ingólfsson, Ásthildur Kristjánsdóttir, Ásrún Jónsdóttir, Gíslína Ólafsdóttir.   Dagskrá: 1. Nýjir stjórnamenn settir inn í embætti. 2. Staða efnis í næstu bók. 3. Peninga- og markaðsmál. 4. Önnur mál.  

Vélstjórnarnám í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Þann 23. febrúar sl. hófst nám á vélstjórnarbraut 1. stigs við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Um 20 nemendur eru skráðir í námið víðs vegar af Snæfellsnesi. Fyrstu fögin sem kennd verða eru málmsuða og smíðar og koma kennarar frá Fjöltækniskóla Íslands til með að kenna þessa áfanga. Af vef Fsn.

Forstöðumaður við rannsóknarsetrið við Breiðafjörð

Dr. Erla Björk Örnólfsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns við fyrirhugað rannsóknarsetur við Breiðafjörð og tekur hún til starfa í júlí næstkomandi. Hlutverk rannsóknarsetursins er að efla rannsóknir á lífríki sjávar í víðasta skilningi, með megináherslur á vistkerfið í Breiðafirði, til þess að auka þekkingu á vistkerfinu í þeim tilgangi að auka nýtingu auðlindarinnar og arðsemi.

Gámastöðin flytur tímabundið!

Á meðan á framkvæmdum stendur við uppbyggingu nýrrar gámastöðvarinnar að Ártúni 6, mun gámastöðin á iðnaðarsvæðinu við Kverná, flytjast tímabundið yfir á aðra lóð í þessu hverfi, en sú lóð er við götuna Hjallatún. Ekið er til hægri, inn götuna Hjallatún, þegar komið er fram hjá trésmiðju Gráborgar sem stendur við Ártún 2.

Landaður afli í febrúar

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í febrúar var 1.974 tonn. Í febrúar í fyrra var landaður afli 2.334 tonn. Í meðfylgjandi töflu má sjá aflann sundurliðaðan eftir tegundum bæði árin.   Tegundir 2006 2005 Þorskur 666.160 793.077   kg Ýsa 218.720 264.858   kg Karfi 147.895 200.607   kg Steinbítur 219.842 250.329   kg Ufsi 49.187 47.527   kg Beitukóngur 0 0   kg Rækja 0 0   kg Langa  2.476 1.854   kg Keila 1.250 559   kg Gámafiskur 630.907 718.374  kg Aðrar tegundir  37.190 56.906  kg Samtals 1.973.627 2.334.091  kg 

Rétt svar við spurningu vikunnar

Kirkjufellið er 463 m á hæð. Alls voru greidd 162 atkvæði og voru 112 þeirra rétt eða 69%. 

Skipulagshugmyndir

Eins og fram hefur komið er um þessar mundir unnið að umfangsmiklum skipulagsverkefnum. Skipulagshópur á vegum bæjarins hefur unnið að endurskoðun á hluta þéttbýlisins, en það eru Zeppelin arkitektar, Orri Árnason og félagar, sem eru hönnuðir þess. Þar er um að ræða hönnun á nýju íbúðahverfi vestan Hjaltalínsholts, endurskoðun á skipulagi miðbæjar, íþróttasvæði m.t.t. nýrra mannvirkja og Grafarland - framtíðarskipulag, auk tenginga á milli svæða.   Frumdrög hugmynda að skipulagi Grafarlands og tengingar út frá því.  

Nemendur tónlistarskólans spila á UT ráðstefnu í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Nokkrir nemendur tónlistarskóla Grundarfjarðar spiluðu fyrir gesti UT ráðstefnunnar sem nú stendur yfir í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Um var að ræða 30 mínútna tónleikadagskrá og spiluðu nemendur skemmtileg lög á meðan ráðstefnugestir voru að koma sér fyrir.   Ólöf Rut og Diljá úr 10. bekk spila á UT ráðstefnu

Stúdíódögum lokið

Emil Smith við upptökur   Þá er þemaviku tónlistarskólans lokið og nú er þegar hafin eftirvinnsla á öllum upptökum. Stúdíódagar tókust mjög vel og allir sem einn ánægðir með sitt framlag. Það var skólanum til mikils sóma hvað allir voru þolinmóðir og  rólegir því stundum getur orðið bið vegna tækninnar sem getur strítt manni.