Munið að panta grænu tunnurnar

85 manns hafa svarað því játandi að þeir myndu vilja græna tunnu en ekki hafa jafn margir pantað tunnu heim ennþá.  Nú er um að gera að drífa í að panta tunnu svo tilskilinn fjöldi náist og að þetta verkefni komist í gang.  Áhugasamnir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við bæjarskrifstofuna og panta tunnu sem allra fyrst. 

Helgina 14. og 15. Júlí nk. verður ERRÓ-sýning í félagsheimilinu Klifi Ólafsvík

Helgina 14. og 15. Júlí nk. verður ERRÓ-sýning í félagsheimilinu Klifi Ólafsvík í tilefni 75 ára afmælis listamannsins öðru nafni Guðmundar Guðmundssonar, en hann er fæddur í Ólafsvík og erum við ólsarar ákaflega stolt af honum og þykir okkur því við hæfi að heiðra hann með þessum hætti. Lista- og menningarnefnd Snæfellsbæjar stendur fyrir þessari sýningu og hefur fengið Þorbjörgu Gunnarsdóttur til að útfæra sýninguna. Í þetta verkefni fengum við styrk frá Menningarráði Vesturlands og Sparisjóði Ólafsvíkur, auk þess sem Snæfellsbær stendur vel á bak við okkur til að gera okkur þetta kleift.  Þetta er tækifæri sem engin ætti að láta fram hjá sér fara, og einstaklega skemmtilegt að skoða verkin eftir þennan litríka og fjölbreytta listamann í hans fæðingarbæ. Sýningin er opin frá kl. 13-17. Verið velkomin. Kveðja Þórdís Björgvinsdóttir Lista- og menningarnefnd Snæfellsbæjar.  

Þjóðlagatónlist frá Austur-Evrópu í Grundarfirði

Dagana 28. júní -11. júlí verður hljómsveitin Narodna Musika á hljómleikaferðalagi um landið. Sveitin er skipuð valinkunnum hljóðfæraleikurum frá Búlgaríu, Svíþjóð og Íslandi. Efnisskráin er samansett af búlgörskum þjóðlögum í eldfjörugum tempóum. Forsprakki verkefnisins er hinn rómaði

Bæjarstjórnin í sumaleyfi, bæjarráðið afgreiðir málin á meðan

Síðasti fundur í bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar fyrir sumarleyfi var haldinn 14. júní sl.  Bæjarstjórnin kemur næst saman til reglulegs fundar í september.  Bæjarráðið heldur fundi eins og þörf verður fyrir á meðan og hefur umboð til endanlegrar afgreiðslu mála á tímabilinu.  Næsti fundur í bæjarráðinu verður á morgun miðvikudaginn 4. júlí kl. 17.00 á bæjarskrifstofunni.  Dagskrá fundarins er birt á heimasíðunni og er hlekkur á hana neðarlega í hægra dálki síðunnar.

Málun gatna og bílastæða

Í dag og næstu daga munu götur og bílastæði í Grundarfjarðarbæ verða máluð.  Íbúar og aðrir vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að sýna málurunum tillitssemi við vinnu þeirra.  Vonast er til þess að ekki verði truflun fyrir umferðina á meðan þetta stendur yfir.

Byggðakvóti Grundarfjarðarbæjar og fleiri byggða

Sjávarútvegráðuneytið hefur, með vísan til 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 439, 15. maí 2007 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2006/2007, samþykkt sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirtöldum sveitarfélögum: Grundarfjarðarbæ, Fjarðabyggð, Strandabyggð, Norðurþing, Grímseyjarhrepp, Seyðisfirði og Vopnafjarðarhrepp sbr. meðfylgjandi skjal. Auk byggðakvóta ofangreindra sveitarfélaga sem úthlutað verður samkvæmt sérstökum skilyrðum er hér auglýst úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins Ölfus. Samkvæmt auglýsingu Fiskistofu, sem birtast mun víðar á næstunni, er hægt að sækja um byggðakvóta þessara sveitarfélaga með því að fylla út meðfylgjandi eyðublað og senda til Fiskistofu. Umsóknarfrestur er til 11. júlí nk.    Auglýsing um staðfestingu sérreglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta. 

Til hamingju Herdís

Grundfirskur verðlaunahundur 29. júní 2007 Íslenski fjárhundurinn Kirkjufells-Kappi varð íslenskur meistari á sumarsýningu Hundaræktarfélags Íslands sem haldin var um síðustu helgi í reiðhöllinni í Víðidal. Eigandi og ræktandi hundsins, Herdís G. Tómasdóttir í Grundarfirði var að vonum bæði glöð og stolt yfir titlinum. Til þess að hljóta þessa viðurkenningu þarf hundur að hafa unnið þrjú meistarastig hjá þremur mismunandi dómurum á þremur sýningum. Til gamans má geta þess að hálfsystir Kappa frá sama ræktanda vann hvolpaflokk 7-9 mánaða hvolpa af tegundinni íslenskur fjárhundur og hafnaði í fjórða sæti sem besti hvolpur sýningar.    Frétt í Skessuhorni. 

Frábær sumarhelgi í Grundarfirði

                                      Sumar, sól, golf, sund, gönguferðir og ótal margt annað = Grundarfjörður á góðri sumarhelgi.  Spáin er frábær fyrir helgina og útsýnið er eins og myndin sýnir sem tekin var um kl. 08.00 í morgun.  Betra verður það ekki.  

Grill hjá vinnuskólanum

    Grill var hjá  vinnuskólanum í gær, grillveislan var haldinn í þríhyrning. Krakkarnir eiga eftir að vinna til 4 júlí, en þá líkur starfi hjá fyrri hóp bæjarvinnunnar í sumar. Seinni hópurinn mun svo hefja störf 2. júlí n.k. Hér má sjá fleyri myndir frá grillinu

Sumarveður og framkvæmdagleði í Grundarfirði

  Undanfarna daga og vikur hefur veðrið leikið við Grundfirðinga.  Bjartviðri, sól og hlýindi hafa einkennt veðrið um nokkurt skeið.  Helst er að vantað hafi rigningu stund og stund fyrir gróðurinn sem líður fyrir langvarandi þurrkatíð.   Góða veðrið er nýtt til hins ýtrasta til þess að framkvæma og koma sem mestu í verk.  Unnið er að byggingu frystihótels á landfyllingu við Grundarfjarðarhöfn og er það farið að taka á sig mynd enda er áætlað að það taki til starfa í haust.  Fyrirhuguð er bygging saltskemmu í sumar á landfyllingu við Grundarfjarðarhöfn sem verður komin í fulla notkun með haustinu.  Samkaup eru að byggja yfir verslun sína í Grundarfirði og verður hún væntanlega komin í nýja húsnæðið í haust eða vetur.  Fólk dyttir að húsum sínum og lóðum og drífur í að ljúka við nýframkvæmdir á meðan góða veðrið varir.  Bæjarfélagið er að ganga frá nokkrum opnum svæðum sem unnið var í á síðasta ári og fyrr með jöfnun, þökulagningu og sáningu grasfræja.  Fyrirhuguð er gerð gangstétta við nýjar götur og endurnýjun eldri gangstétta að hluta.  Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í dag í veðurblíðu eins og hún gerist best.