Vetrartíminn á bókasafninu

Bókasafn Grundarfjarðar byrjar vetrarvinnuna mánudaginn 20. ágúst. Þá er alltaf opnað kl. 15:00 virka daga en starfsfólk er við vinnu fyrir hádegi og hægt að nálgast það á bókasafninu eða með tölvupósti bokasafn (hjá) grundarfjordur.is. Síminn er 430 8570 eða sími grunnskólans s. 430 8550. Bókasafnið veitir nemendum Fjölbrautaskóla Snæfellinga og öðrum nemendum úr byggðarlaginu aðstoð og fyrirgreiðslu eftir föngum. Upplýsingaþjónusta, safnfræðsla, efnisskrár, myndir af safnkostinum, verkefni bókasafnsins, afþreying o.fl.

Tvöhundruð tuttugu og eitt ár liðið frá því Grundarfjörður fékk kaupstaðarréttindi

Þann 18. ágúst 1786, fyrir 221 ári síðan, gaf Danakonungur út tilskipun um að sex verslunarstöðum væri veitt kaupstaðaréttindi. Kaupstaðirnir voru Grundarfjörður, Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar. Kaupstaðirnir sex áttu að verða miðstöðvar verslunar, útgerðarog iðnaðar hver í sínum landshluta. Auk þess áttu þeir að vera aðsetur ýmissa opinberra embættismann og stofnana.  

Skólastarf haustannarinnar að hefjast

Þann 9. ágúst sl. hóf Leikskólinn Sólvellir starfsemi að nýju eftir sumarhlé.  Grunnskóli Grundarfjarðar verður settur þriðjudaginn 21. ágúst n.k. kl. 17.00 í íþróttahúsinu.   Ragnheiður Þórarinsdóttir verður skólastjóri á næsta skólaári þar sem Anna Bergsdóttir hefur fengið námsleyfi fyrir það tímabil.  Kennsla hefst í grunnskólanum skv. stundaskrá miðvikudaginn 22. ágúst n.k.   Fjölbrautaskóli Snæfellinga verður settur miðvikudaginn 22. ágúst n.k. en hluti af kennslu í skólanum hefst þegar um komandi helgi.  Tónlistarskóli Grundarfjarðar verður settur innan skamms.   Nemendum og starfsfólki skólanna er óskað velfarnaðar í mikilvægum störfum komandi skólaárs.

Hjólin að fara að snúast

 Af vef Skessuhorns Það var í nógu að snúast hjá áhöfninn á Sóley SH frá Grundarfirði í gærmorgun, er þeir voru að gera klárt á veiðar á ný eftir sumarfrí, en látið verður úr höfn á morgun. Sumarfríið var notað til þess að skvera skipið upp hjá Skipavík í Stykkishólmi. Áhöfnin var að setja trollið á rock hoparann þegar ljósmyndara Skessuhorns bar að. Einn bátur hefur þegar landað eftir sumarstopp og var það línubáturinn Grundfirðingur SH sem landaði um 20 tonnum á mánudag.

Breyttur opnunartími í sundlauginni

Frá og með mánudeginum 20. ágúst verður sundlaugin opin frá 7-8 á morgnana og frá 16-21 á kvöldin.

Krákan í Grundarfirði fær viðurkenningu

Af vef Skessuhorns. Veitingastaðurinn Krákan í Grundarfirði fékk óvæntan glaðning á dögunum þegar eigendur staðarins, hjónin Halla Elimarsdóttir og Friðfinnur Friðfinnsson fengu bréf frá fyrirtækinu The Rough Guide To Iceland þar sem þeim var veitt viðurkenning fyrir matinn sinn. Fyrirtækið gefur út um 300 blöð um ferða- og veitingastaði víða um heiminn og aðeins þau fyrirtæki sem standa upp úr fá umrædda viðurkenningu.  „Við vissum ekkert af þessum manni sem kom frá þeim og munum ekki einu sinni eftir honum. Hann var hér eins og hver annað ferðamaður,“ sagði Halla í samtali við Skessuhorn og bætti jafnframt við að í bréfinu sem þau fengu hafi verið greint frá því að þetta væri einn af hans uppáhalds veitingastöðum.  

Leikskólakennari óskast

Við leikskólann Sólvelli  vantar leikskólakennara til starfa. Vinnutími 9:00-17:00   Hæfniskröfur: Leikskólakennarmenntun, Færni í mannlegum samskiptumFrumkvæði í starfi, Jákvæðni og áhugasemi, Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn  starfmaður með sambærilegamenntun og/eða reynslu með börnum. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við leikskólastjóra  í leikskólanumeða í síma 438 6645.   Umsóknarfrestur er til 24. ágúst. 

Hljómsveitin Feik frá Grundarfirði í Paimpol

  Hljómsveitin Feik frá Grundarfirði spilaði á hátíð í Paimpol vinabæ Grundafjarðar um síðustu helgi. Hátíðin ,,Chant de Marin” er tileinkuð sjómannasöngvum og sækja hátíðina listamenn víðs vegar að og koma yfir eitthundraðþúsund gestir á hátíðina. Feik vakti mikla athygli fyrir líflegan flutning. Hljómsveitina skipa Emil Sigurðsson, Kristján Oddsson og bræðurnir Elvar og Ragnar Alfreðssynir.  

Unglingalandsmót 2009 verður í Grundarfirði

Unglingalandsmót 2009 verður í Grundarfirði Björn B. Jónsson formaður UMFí, tilkynnti það á Unglingalandsmótinu á Hornafirði að stjórn UMFÍ hefði ákveðið að Unglingalandsmótið 2009 verði haldið í Grundarfirði. Unglingalandsmótið 2008 verður hins vegar haldið í Þorlákshöfn. 

Tvö Skemmtiferðaskip í Grundafjarðarhöfn í gær

Tvö skemmtiferðaskip komu í Grundafjarðarhöfn í gær annað skipið er Le Diamant eða Demanturinn og kemur það frá Frakklandi hitt skipið er frá Portúgal og heitir það Stjarnan. Portúgalska skipið gat þó ekki komið að landi að sökum veðurs og var það frá að hverfa    Hér má sjá myndir af skipunum