Takk fyrir okkur!

UMFG stóð fyrir dósasöfnun í vikunni. Ágætis mæting var hjá krökkunum, hefði mátt vera betri en þau sem mættu komu flest með foreldra sína með og því tók söfnunin aðeins um einn og hálfann tíma. Alls safnaðist um 100.000 kr og þökkum við Grundfirðingum fyrir frábærar móttökur. Sérstakar þakkir fá Hótel Framnes, Kaffi 59, Lions og Ragnar og Ásgeir. Nokkrir sem ekki voru heima þegar söfnunin fór fram hafa hringt og beðið um að dósapokar verði sóttir og er ekkert nema sjálfsagt að verða við því.  

Stendur fyrir alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Grundarfirði

2. ágúst 2007 Meðal þeirra aðila sem fengu styrk frá Menningarráði Vesturlands fyrr á þessu ári var ungur Grundfirðingur, Dögg Mósesdóttir. Hún ætlar að setja upp alþjóðlega kvikmyndahátíð í heimabæ sínum fyrstu helgina í febrúar á næsta ári. Um stuttmyndahátíð verður að ræða þar sem einnig verða sýnd tónlistarmyndbönd, en gerð þeirra blómstrar um þessar mundir. Einnig á að vera með eina kvikmynd í fullri lengd. Í fyrstu var ætlunin að hafa hátíðina um sumar en Dögg færir sterk rök fyrir því af hverju hún skipti um skoðun. Hugmyndir Daggar eru metnaðarfullar. Rætt er við Dögg í Skessuhorni sem kom út í gær. Frétt á vef Skessuhorns 2. ágúst 2007.

Frá bæjarstjóra að lokinni hátíðinni "Á góðri stund"

Hátíðin "Á góðri stund" var haldin með miklum glæsibrag um síðustu helgi.  Mikill fjöldi gesta sótti bæinn heim.  Bæði var um brottflutta Grundfirðinga að ræða og gesti frá öðrum byggðarlögum.  Allir þessir gestir eru okkur kærir og setja mikinn og skemmtilegan svip á hátíðina.  Í stuttu máli var yfirbragð hátíðarinnar gott og öllum þátttakendum til sóma.  Félag atvinnulífsins í Grundarfirði (FAG) stendur fyrir hátíðinni með dyggum stuðningi fyrirtækja og bæjarins.  Þannig sameina þessir aðilar krafta sína í skemmtilegu framtaki sem hefur verið að bæta við sig og stækka undanfarin ár.  Íbúafjöldi bæjarins margfaldaðist um helgina og mikið þurfti til svo vel færi um alla.  Margir gistu í heimahúsum hjá ættingjum og vinum en mikill fjöldi fólks kom með viðlegubúnað og gisti tjaldsvæði inni í ... 

Myndir af bæjarhátíðinni

Fjölmargar myndir frá bæjarhátíðinni um síðustu helgi eru nú komnar í myndabankann á vefnum. Ef einhver á góðar myndir frá hátíðinni, Megið þið endilega senda þær á netfangið andres@grundafjordur.is   Fara í myndabankann

Dósasöfnun

Dósasöfnun UMFG er í dag 31.júlí kl 18 mæting fyrir utan Ragnar og Ásgeir. Mætum öll !

Frí á æfingum !

Frí verður á æfingum hjá UMFG þar til eftir Pæju og Króksmót. Smá undantekning verður þó því það er samæfing í frjálsum þriðjudaginn 31. júlí og stelpurnar í 3. fl kv eiga að mæta á æfingu 7. ágúst. Við minnum einnig á dósasöfnun þriðjudaginn 31.ágúst en þá eiga allir að mæta og mamma og pabbi einnig velkomin. Mæting hjá Ragnari og Ásgeiri kl 18:00.

Grænar tunnur

Nú eru grænu tunnurnar komnar í bæinn og nokkrar lausar fyrir þá sem hafa áhuga á að fá eina slíka heim. Tunnurnar eru aðallega fyrir pappír en einnig plast og málmdósir. Áhugasamir vinsamlegast sendið póst á grundarfjordur@grundarfjordur.is

Golfklúbbuirnn Vestarr eignast Íslandsmeistara

Þór Geirsson varð um síðustu helgi fyrsti Íslandsmeistari Golfklúbbsins Vestars í Grundarfirði, þegar hann sigraði á landsmóti eldri kylfinga í flokki 55-69 ára með forgjöf. Þór lék á 224 höggum en 89 kylfingar luku keppni í þessum flokki. Mótið fór fram á Odfellowvellinum í Garðabæ. Þór vildi í samtali við Skessuhorn lítið gera úr þessu afreki sínu og lagði ríka áherslu á að hann hefði keppt í flokki með forgjöf. Hann hefur stundað golf í níu ár og er eins og fyrr segir fyrsti Íslandsmeistari GVG. „Nú verða strákarnir bara að herða sig og bæta titlum í safnið,“ sagði hann í samtali við Skessuhorn.   Þessi grein er tekin af www.skessuhorn.is

Bæjarhátíðin "Á góðri stund" fer vel af stað

Þó að formleg dagskrá hátíðarinnar "Á góðri stund" hefjist ekki fyrr en kl. 14 í dag er þegar kominn mikill fjöldi gesta í bæinn.  Hverfin voru skreytt í gærkvöldi og eru öll stórglæsileg yfir að líta.  Mikil stemming var í bænum og fjöldi fólks á ferli fram undir miðnætti.  Tjaldsvæðin í bænum eru þegar orðin þéttsetin og ástæða er til þess að benda á að tjaldsvæði eru einnig á Kverná rétt við þéttbýlið og á Setbergi í Framsveitinni.  Minnt er á útvarpið sem er á FM 104,7.  Góða skemmtun. 

Auka sorphreinsun vegna bæjarhátíðar

Aukahreinsun á sorpi frá heimilum vegna bæjarhátíðarinnar verður í dag fimmtudaginn 26. júlí.  Næsta hreinsun verður svo samkvæmt áætlun mánudaginn 30. júlí eða strax eftir hátíðina.