Gott gengi í frjálsum á HSH móti

Keppendur, 8. ára og yngri   Héraðsmót HSH í frjálsum var haldið í Ólafsvík laugardagin 8 nóv.  Alls voru 32 keppendur frá UMFG á aldrinum 6 – 16 ára.  Mótið gekk vel fyrir sig og voru keppendur 8 ára og yngri búnir með sína keppni á klukkutíma og gátu þá sest  niður og borðað nestið sitt, því svona hörkukeppni útheimtir mikla orku.  Keppendurnir stóðu sig öll með afbrigðum vel og voru flestir í 11 ára og eldri sem fóru klifjaðir heim af verðlaunapeningum.  Að vanda vöktu krakkarnir okkar athygli fyrir að vera öll í eins keppnisbolum og hvað þau stóðu sig vel. KH.  

Forvarnardagurinn í Grunnskóla Grundarfjarðar

Forvarnardagurinn var haldinn í þriðja sinn þann 6. nóvember.  Nemendur í 9. bekk um allt land eru þátttakendur í forvarnardeginum.  Nemendur í 9. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar létu ekki sitt eftir liggja og dagskráin byrjaði á því að Tómas Freyr Kristjánsson, fulltrúi Ungmennafélagsins, kom í heimsókn.  Hann afhenti nemendum upplýsingar um net-ratleik og gaf þeim penna.  Tómas Freyr spjallaði síðan við nemendur um það sem Ungmennafélagið hefur upp á að bjóða og nemendur spurðu hann spurninga.  Þar kom m.a. fram að mikill áhugi er meðal nemenda á að æfa handbolta.

Héraðsmót í frjálsum

Héraðsmót HSH í frjálsum verður haldið í Ólafsvík, laugardaginn 8. nóvember kl. 10.00. Keppt er í hefðbundnum greinum og er mótið fyrir alla aldursflokka. Hér má sjá nánari upplýsingar.

Ástin til Norðurlandanna

Næsti viðburður bókasafnsins er Norræna bókasafnavikan sem hefst 10. nóvember með upplestri við kertaljós og er þemað ástin til Norðurlandanna. Dagskráin hefst kl. sex, kl. 18:00. Bangsadagurinn. Fjölmörg börn og bangsar heimsóttu bókasafnið föstudaginn 24. okt. 

Nýtt þjónustu- og upplýsinganet félags- og tryggingamálaráðuneytis.

Sett hefur verið á fót nýtt samræmt þjónustu- og upplýsinganet vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði sem felur í sér nýtt vefsvæði, upplýsingamiðstöð fyrir almenning, fyrirtæki og fjölmiðla og netspjall. Á hinu nýja þjónustuneti er að finna tengingar og helstu upplýsingar um stöðu mála og margvíslega upplýsingaþjónustu og ráðgjöf sem í boði er á vettvangi ráðuneyta og stofnana.  

Stormur í aðsigi

Vakin er athygli á slæmri veðurspá fyrir kvöldið og næstu nótt.  Fólk er hvatt til þess að huga að lausum munum og öðru sem öruggara er að koma í skjól.

Forvarnardagurinn 2008

Forvarnardagurinn verður haldinn í þriðja sinn næstkomandi, fimmtudag, 6. nóvember, um land allt. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samstarfi við  Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Ungmennafélag Íslands, ÍSÍ, auk Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Actavis er aðalstyrktaraðili dagsins.