Heiðruð á Sjómannadeginum 2008

Mynd Sverrir Karlsson Þau Jakobína Elísabet Thomsen og Svanur Tryggvason voru heiðruð í tilefni af Sjómannadeginum 2008 í Grundarfirði.  Jakobína var gift sjómanninum Níels Friðfinnssyni en hann lést á síðasta ári. Svanur var til sjós í 40 ár og tveimur mánuðum betur.  Þeim báðum eru færðar innilegar hamingjuóskir í tilefni þessa heiðurs.    

Green Globe vottun: FYRST Í EVRÓPU – FJÓRÐU Í HEIMINUM

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi, Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær auk Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls, taka þann 8. júní formlega á móti vottun frá alþjóðlegu umhverfisvottunarsamtökunum Green Globe. Þetta er merkur áfangi í sjálfbærnisögu Íslands, því sveitarfélögin eru þau fyrstu í Evrópu til að hljóta vottun fyrir stefnu og framkvæmd í sjálfbærri þróun umhverfis- og samfélagsmála og fjórða svæðið í heiminum til að ná slíkum árangri. Eiginlegt vinnuferli hófst árið 2003, en frá þeim tíma hafa orðið geysilegar breytingar á umhverfisstjórnun sveitarfélaganna.  Allir leikskólar og fimm grunnskólar af sjö á Snæfellsnesi hafa fengið Grænfánann, hafnirnar í Stykkishólmi og á Arnarstapa eru komnar með Bláfánann en báðir fánarnir undirstrika aukna umhverfisstjórnun og sjálfbærni í rekstri viðkomandi staða.

Gróðurúrgangsgámur og moldarker

Búið er að flytja moldarkerin á lóðina við hliðina á gámastöðinni. Þar er hægt að ná sér í mold. Gróðurúrgangsgámurinn mun einnig verða fluttur þangað líka.

Elínborg fer úr Grundarfirði í Stafholt

Valnefnd fyrir Stafholtsprestakall hefur lokið störfum og var samdóma álit nefndarinnar að velja sr. Elínborgu Sturludóttur sóknarprest í Grundarfirði til starfa í Stafholt. Er hún fyrsti kvenpresturinn sem velst til starfa í Stafholtsprestakalli. Áður hafa kvenprestar þjónað í prófastsdæminu en samtals eru sjö prestaköll í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur sr. Brynjólfur Gíslason sóknarprestur þjónað Stafholtsprestakalli í nærri 40 ár og lætur hann af störfum í lok ágúst. Þrettán umsækjendur voru um prestakallið, átta konur og fimm karlar.   Frétt á heimasíðu Skessuhorns 3. júní 2008. 

Leikjanámskeið

 Fyrir 1-6 ára  (fyrir þau sem voru í leikskóla í vetur) Námskeiðið mun vera í 6 vikur frá 3 júní til 10 júlí. þriðjudaga og fimmtudaga kl 17-18 Hittumst uppá sparkvelli. 1-4 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum (12 ára eða eldri) Skráning ekki seinna en 3 júní uppá sparkvelli eða í síma 868-4474   Fyrir 6-10 ára (fyrir þau sem voru í 1 - 4 bekk í vetur) Námskeiðið verður í 5 vikur frá 9 júní til 10 júlí. mánud, þriðjud, miðvikud og fimmtud kl 12-14 Hittumst uppá sparkvelli. Skáning í síma 868-4474 fyrir 9 júní   Verð á námskeiðin. 4000 kr fyrir eitt barn 2000 kr fyrir tvö börn (systkini) Þriðja frítt.(systkini)   ATH – Nauðsynlegt er að skrá börnin á námskeiðin.   Kveðja Lára  

Steinþórsmót dagana 4. og 5. júní

Steinþórsmót fyrir 14 ára og yngri verður haldið miðvikudaginn 4. júní kl. 17.00 og Steinþórsmót  fyrir 15 ára og eldri verður haldið fimmtudaginn 5. júní kl. 18.00.  Við viljum vekja athygli á því að okkur vantar foreldra til starfa í frjálsíþróttaráð UMFG.

Útkrift grunnskólans

Útskriftarhópurinn frá Grunnskóla Grundarfjarðar vorið 2008   Síðatliðinn föstudag var útskrift nemenda grunnskólans haldin við hátíðlega athöfn. Var tekið vel á móti tilvonandi 1. bekkingum auk þess sem útskriftarárgangur 10. bekkjar var leystur út með rósum og gjöfum fyrir nemendur sem stóðu sig vel. Með hæstu einkunn var Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir. Fleiri gjafir voru afhentar en árgangur 1990 færði Félagsmiðstöðinni Eden tæpar 100.000 kr. til nota fyrir starfsemina þar.  Eigendur fyrirtækisins Guðmundar Runólfssonar hf.

Norska húsið í Stykkishólmi í bláu.

Laugardaginn 31. maí 2008, kl. 14.00 hefur Norska húsið í Stykkishólmi sumarstarf sitt með því að Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður Snæfellinga, dregur að húni endurgerð af fálkafána Sigurðar Guðmundssonar, málara. Í framhaldi þess mun Símon Sturluson opna tvær bláar þemasýningar: "Eitt sumar í Hólminum bláa" og listsýninguna "Í bláum skugga". Einnig mun karlakórinn Kári syngja nokkur lög.  Norska húsið er opið daglega í sumar kl. 11.00 - 17.00. 

KVENNAHLAUP ÍSÍ.

Af óviðráðanlegum orsökum er ekki búið að tímasetja kvennahlaupið í Grundarfirði, en að öllum líkindum verður það haldið sunnudagin 8 júní.  Þær sem vilja skrá sig í hlaupið geta haft samband við Kristínu H í S:899 3043.  Einnig geta þær sem vilja fá boli en sjá sér ekki fært að vera með haft samband.  Bolirnir í ár eru fallega lillafjólubláir með V-hálsmáli og úr polyester. KH.