Móttökuhópur Grundarfjarðarhafnar heldur sýningu.

                                    Gestir skemmtiferðaskipsins MS Albatros voru boðnir velkomnir til Grundarfjarðar af nýstárlegri móttökunefnd Grundarfjarðarhafnar. Móttökunefndin er í raun fjöllistahópur undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur. Hópinn skipa Guðmundur Haraldsson, Heiðdís Björk Jónsdóttir, Helga Ingvarsdóttir, Ingólfur Örn Kristjánsson, Marínó Ingi Eyþórsson og Sigurborg Knarran Ólafsdóttir. Gestirnir voru mjög ánægðir með sýninguna sem innihélt dans, söng, leiðsöguferðir og önnur atriði. Hópurinn mun starfa í sumar þegar hingað koma skemmtiferðaskip.   Hér eru fleiri myndir.  

Þúsund gestir á Snæfellsnesi með einu skipi

Í morgun kom annað skemmtiferðaskip sumarsins til Grundarfjarðar. Var það MS Albatros sem er 205 metrar að lengd og 28.518 brúttótonn. Um borð voru 940 farþegar. Þessa stundina eru á milli 6 og 7 hundruð þeirra á ferð með rútum umhverfis Snæfellsjökul en hluti hópsins röltir um Grundarfjörð í einstakri veðurblíðu. Skipið fer frá Grundarfirði síðdegis í dag.   Frétt á heimasíðu Skessuhorns 20. júní 2008.

Kvennareið á kvennadaginn

Áð í sandvík   Hópur kvenna er nú á reiðnámskeiði að Bergi og njóta vel leiðsagnar bændanna þar auk þess að sjá Grundarfjörð með nýjum augum. Mynd: RKP

17. júní hátíðarhöld í Grundarfirði 2008

Lúðrasveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar lék nokkur lög við góðar undirtektir.   Þjóðhátíðardagur íslendinga, 17. júní, var haldinn hátíðlegur í Grundarfirði líkt og hefð er fyrir.  Hin venjubundna skrúðganga var gengin um Grundargötu og Borgarbraut inn í Þríhyrning þar sem boðið var upp á ýmis skemmtiatriði fyrir börnin ásamt ávarpi fjallkonu og hátíðarræðu sem bæjarstjórinn flutti að þessu sinni. Einnig voru nokkur ferðaþjónustufyrirtæki í Grundarfirði með kynningar á sinni starfsemi yfir daginn.  Hér má sjá myndir frá hátíðarhöldunum.

MS Albatros kemur til Grundarfjarðar

MS Albatros kemur til Grundarfjarðar föstudaginn 20. Júní. Skipið er 205 metrar á lengd, 28.518 tonn og tekur 940 farþega. Fyrstu siglinguna fór Albatros árið 1957 og geta má að þetta er í fyrsta skiptið sem viðkoma er höfð í Grundarfirði, en það mun gerast tvisvar núna í sumar. Skipið kemur frá Kiel í Þýskalandi og þegar haldið er héðan er förinni heitið til Jan Mayen og Noregs. Fyrirtækið Phoenix Reisen er með skipið á sínum snærum og mun annað skip á þeirra vegum, Alexander Von Humbolt, heimsækja okkur í Ágúst. Skipið kemur í höfn klukkan 8:00 og fer klukkan 17:00.

Landaður afli í maí 2008

Hér má sjá landaðan afla í maí 2008 í Grundarfirði og samanburðartölur síðustu ára.

Stuðningsfulltrúar

            Fjölbrautaskóli Snæfellinga óskar að ráða stuðningsfulltrúa í þrjár 100% stöður skólaárið 2008-2009. Störfin felast í stuðningi og aðstoð við nemendur á starfsbraut. Leitað er að starfsmönnum sem hafa góða samskiptahæfileika og hafa áhuga á að vinna með ungu fólki. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi. Laun greiðast eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið verður í stöðurnar frá 15. ágúst 2008.  

Árviss hlaup á 17. júní

  Þátttakendur í Grundarhlaupinu Grundar og Kvernár hlaupin hafa verið árvissir viðburðir á 17 júní í fjölda ára og hafa margir Grundfirðingar spreytt sig á þeim.  Kvernárhlaupið er fyrir 11 ára og yngri og gaman að sjá yngstu krakkana spreyta sig.  Grundarhlaupið er fyrir 12 ára og eldri og er c.a. 2,5-2,8 km.

Sundsýning og mót

Tveir elstu árgangarnir á leikskólanum Sólvöllum voru nýverið á sundnámskeiði og enduðu með því að sýna kunnáttu sína á 17 júní sundmóti UMFG.  Var greinilegt að þau höfðu æft sig af kappi og lært margt á stuttum tíma.  Greinilegt að þetta eru sundgarpar framtíðarinnar. Eftir að sundsýninguni var lokið var haldið létt mót fyrir þá sem vildu og voru þáttakendur 22 talsins og sáust þarna mörg góð tilþrif í laugini.  Veittur er afreksbikar til vil varðveislu í 1 ár fyrir bestu mætingu og mestu framfarir á æfingum, en þetta árið hlaut Sigþór Daði Kristinson 11 ára viðurkenninguna.  

Gæfuspor

  Ungmennafélag Íslands tekur fyrsta skrefið með verkefnið Gæfuspor, fimmtudaginn 19. júní nk.  Gæfuspor er verkefni þar sem fólk 60 ára og eldri er hvatt til að fara út og ganga sér til ánægju og heilsubótar.