Grundarfjarðarbær í þriðja sæti sveitarfélaga með undir 1.000 íbúum á jafnréttisvoginni

Birt hefur verið skýrsla um stöðu sveitarfélaganna í jafnréttismálum.  Gerð var "jafnréttisvog" og var sveitarfélögunum raðað eftir því hversu vel þau standa á þeirri vog.  Margir þættir voru metnir svo sem þátttaka kvenna í sveitarstjórnarmálum, hversu hátt hlutfall kvenna er af stjórnendum í viðkomandi sveitarfélagi, hlutfall atvinnulausra kvenna og karla og hlutfall kvenna af formönnum og varaformönnum nefnda í stjórnsýslunni.  Grundarfjarðarbær er í þriðja sæti sveitarfélaga með undir 1.000 íbúa og í 13 sæti af 79 á landsvísu.   Hér má nálgast lista yfir röðun sveitarfélaganna.

Framlögum úthlutað til ferðaþjónustuverkefna úr sjóði sem tengist mótvægisaðgerðum ríkisins. Þrjú verkefni í Grundarfirði hlutu góða styrki.

Þrjú verkefn í Grundarfirðii sem tengjast ferðaþjónustu og varðveislu menningarverðmæta hlutu myndarlega styrki úr sjóði sem myndaður var til styrkveitinga til ferðaþjónustu.   Þeir sem hlutu styrkina eru; verkefni á vegum Eyrbyggju Sögumiðstöðvar varðandi "Sögugarð" á Grundarkampi sem hlaut 6 milljónir króna, verkefni hafnarinnar við markaðssetningu og móttöku farþega af skemmtiferðaskipum sem hlaut 2 milljónir króna og Kamski ehf. (Hótel Framnes) vegna "Skemmtisiglinga og sjóstangar" sem hlaut 2 milljónir króna. 

Grundarfjarðarbær auglýsir stöðu umsjónarmanns íþróttamiðstöðvar

Leitað er að einstaklingi sem gengur vaktir og hefur umsjón með daglegum rekstri íþróttahúss og sundlaugar.  Umsjónarmaður er verkstóri á vinnustaðnum, sér um að vaktir séu mannaðar og fylgist með og stýrir umgengni um íþróttahúsið og sundlaugina.  Umsjónarmaður er ábyrgur fyrir því að fyllsta hreinlætis sé ætíð gætt og hefur umsjón með því að heilbrigðis- og öryggiskröfur séu uppfylltar.   Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri Grundarfjarðarbæjar, en mikið samráð og samstarf er við skólastjóra Grunnskóla Grundarfjarðar, ráðsmann Grundarfjarðarbæjar og forystu UMFG.  

Á góðri stundu

Nú styttist hægt og rólega í bæjarhátíðina Á góðri stundu. Aðeins nokkrir mánuðir til stefnu, ef einhver vill koma einhverju á framfæri varðandi hátíðina þá er hægt að koma með fyrirspurn á agodristund@grundarfjordur.is .

Bæjarstjórnarfundur

91. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Grunnskóla Grundarfjarðar, fimmtudaginn 10. apríl 2008, kl. 16.15. Hér má sjá fundarboð og dagskrá.

Green Globe úttekt á Snæfellsnesi

Dagana 7. - 9. apríl fer fram úttekt á stöðu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi með tilliti til vottunar í Green Globe verkefninu.  Úttektarmaður er kominn um langan veg til þess að fara yfir stöðu mála hjá okkur.  Allir umhverfisþættir í viðkomandi sveitarfélögum eru skoðaðir ásamt ýmsum öryggisatriðum t.d. við hafnir.  Þetta á við um starfsemi sveitarfélaganna sjálfra og þjóðgarðsins.  Ennþá hafa fyrirtæki almennt ekki hafið þátttöku í Green Globe en vonast er til þess að það gerist á næstu árum.  Eitt fyrirtæki hefur þó þegar fengið vottun en það er Hótel Hellnar.  Forsvarsmenn Hótel Hellna voru frumkvöðlar að því að innleiða Green Globe verkefnið á Snæfellsnes. 

Þú ert það sem þú gerir á netinu.

SAFT málþing verður haldið á 10 stöðum á landsbyggðinni og er markmiðið að ræða örugga og jákvæða netnotkun barna og unglinga á netinu og tengdum miðlum. Haldið verður málþing í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði 14. apríl nk. kl. 20.00 Hér má sjá auglýsingu. 

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn

Hér má sjá landaðan afla í mars ásamt samanburðartölum.

Áheitahlaup knattspyrnukrakka

Áheitahlaup í samstarfi. Ljósm. Gunnar K. Í  knattspyrnunni meðal iðkenda í frá 7. flokki og upp í 3 flokk, bæði í stráka og stelpnaflokkum,  er í gangi á Snæfellsnesi samstarf um þjálfun. Samstarfið nær til krakka sem búa í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ. Samstarf þetta hófst á síðasta ári og þótti ganga það vel að ákveðið var að halda því áfram. Þjálfun liða fer fram á hverjum stað en einnig sameiginlega. fréttatilkynning á vef Stykkishólmspóstsins

Leikskólabörn í vettvangsferð

  Þriðjudaginn 1. apríl bauð Sigurður Heiðar Valgeirsson, nemandi í leikskólanum,  elstu börnunum  úr leikskólanum í heimsókn  út í hesthús til að skoða þrjú nýfædd lömb. Heimsóknin gekk mjög vel. Börnin sýndu mikinn áhuga á kindunum og afkvæmum þeirra. Krakkarnir fengu að gefa hey og leika sér í hlöðunni. Einnig  sáu þau hund og kött sem þeim fannst gaman að leika við.