Þorrablót á leikskólanum

      miðvikudaginn 13. febrúar var þorrablót leikskólans Sólvalla haldið. Þá buðu leikskólanemendur upp á skemmtun í samkomuhúsinu. Elstu nemendurnir léku öskubusku, árgangar 2003 og 2005 sungu og voru búin að útbúa leikmuni og hljóðfæri af því tilefni. Árgangur 2004 var með vellukkaða tískusýningu. 1. bekkur kom í heimsókn og sungu þau tvö lög. Að skemmtun lokinni var boðið upp á þorramat í leikskólanum. Tókst þorrablótið mjög vel.  Hér má sjá fleiri myndir frá þorrablótinu.

Landshlutakeppni Samfés

Landshlutakeppni Samfés í söng verður haldin í Klifi Snæfellsbæ í kvöld klukkan 18.00. Frá okkur í Eden fara 9 söngdívur með eitt atriði og eru þær búnar að æfa mjög stíft undanfarið. Það kostar 500 kr. inn. Allir velkomnir sem áhuga hafa. Rúta verður fyrir unglingana og fer kl. 17.30 frá sjoppunni. Munið leyfisbréfin og pening. Sjoppa verður á staðnum. Nemið í Eden

Styttist í kvikmyndahátíð

Nú styttist í kvikmyndahátíðina Northern Waves sem haldin verður í FSN og víðar í Grundarfirði en dagskáin hefst kl. 17 á nk. föstudag. Aðstandandi hátíðarinnar hafur lagt á sig mikla vinnu og er dagskráin glæsileg en fyrir utan sjálfar bíómyndirnar verða

Bæjarstjórnarfundur

89. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn mánudaginn 18. febrúar kl. 16.15 í samkomuhúsinu. Hér má sjá dagskrá fundarins.

Snæbjörg endurvakin

Miðvikudaginn 5. febrúar var slysavarnardeildin Snæbjörg endurvakin. Fram kom á fundinum að síðasti formlegi fundur hafi verið árið 1992 og að samkvæmt félagatali Landsbjargar þá eru 82 félagar skráðir í deildina. Ákveðið var að halda aðalfund miðvikudaginn 5.mars og undirbúningsfund í kvöld 18. febrúar kl 20:30 Björgunarsveitarhúsinu. Fyrsta verk deildarinnar eftir endurvakninguna var að gefa leik-og grunnskólanemum endurskinsmerki. Var þeim vel tekið enda ekki alltaf hægt að velja sér endurskinsmerki með hauskúpum, kórónum, bílum eða draugum.   Við viljum hvetja sem flesta til að mæta á fundinn í kvöld. Ef einhver er með gögn frá fyrri starfsárum deildarinnar er alveg kjörið að mæta með þau á fundinn í kvöld.  

Sorphirða í hálkunni

Sorpið verður hirt í dag og er fólk beðið að sýna tillitsemi og salta hjá sér.

Slysatrygging fyrir börn að 18 ára aldri

Vátryggingafélag Íslands hf. hefur tekið að sér að slysatryggja öll börn að 18. ára aldri (0 - 17 ára) sem taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi eða annarri skipulagðri starfsemi í Grundarfjarðarbæ.  Vátryggingin tekur til skipulagðrar starfsemi, t.d. íþróttaæfinga og keppni ásamt tilheyrandi ferðum innanlands á vegum viðkomandi félaga.  Tryggingin nær yfir margvíslega skipulagða starfsemi svo sem æfinga og keppni á vegum UMFG  og Snæfellings, æskulýðsstarfsemi kirkjunnar, starfs unglingadeildar björgunarsveitarinnar, mótórkrossæfinga, unglingastarfs Hesteigendafélagsins og fleira.  VÍS hf. mun veita þessa tryggingavernd án endurgjalds fyrir Grundarfjarðarbæ á samningstímanum.  Fulltrúar VÍS hf. munu í vor kynna þennan tryggingasamning og skilmála hans sérstaklega fyrir forsvarsmönnum þeirra félaga sem um ræðir.

Breyttur tími á kóræfingu eldri borgara

Kóræfing eldri borgara sem hefur verið á miðvikudögum kl.17:30 hefur verið breytt og verður framvegis kl.17:15. 

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Snæfellsness

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Snæfellsness verður haldinn mánudaginn 18. febrúar n.k. kl. 14.00 að Gistihúsinu Langaholti, Görðum.   Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni www.snaefellsnes.net

Landaður afli í janúar 2008

Hér getur þú séð aflatölur um landaðan afla í janúar 2008