Nýjar reglur um niðurgreiðslur vegna dagvistunar barna.

Á bæjarstjórnarfundi, fimmtudaginn 8. maí 2008, voru samþykktar nýjar reglur um niðurgreiðslur á dagvistunargjöldum foreldra með börn í dagvistun hjá dagforeldrum. Hér má sjá nýju reglurnar. 

Sjávarrannsóknasetrið Vör er Frumkvöðull ársins

Vör - Sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð var útnefnt Frumkvöðull ársins á Vesturlandi fyrir árið 2007 við athöfn í Landnámssetrinu í Borgarnesi í dag. Þetta er í þriðja skipti sem útnefningin fer fram en valið var úr tilnefningum sem bárust. Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sem standa að henni. Sjávarrannsóknasetrið var stofnað þann 12. maí árið 2006 og er til húsa í Ólafsvík. Vör er sjálfseignarstofnun og standa 22 aðilar að baki stofnuninni. Eitt meginmarkmið hennar er að rannsaka lífríki Breiðafjarðar með það að leiðarljósi að auka þekkingu á vistkerfinu og nýtingamöguleikum auðlinda svæðisins. Það var Erla Björk Örnólfsdóttir sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Varar. Frétt á vef Skessuhorns

Bæjarstjórnarfundur

Fundur verður í bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar í samkomuhúsinu, fimmtudaginn 8. maí 2008, kl. 16.15. Hér má sjá fundarboð og dagskrá fundarins. 

Frítt í tvo mánuði.

Íslenska gámafélagið ætlar bjóða þeim sem panta sér grænu tunnuna núna, fyrstu tvo mánuðina fría. Upplýsingar og pantanir í síma:840 5728 

Opnunartími sundlaugarinnar

Sundlaugin er nú opin frá 7-8 á morgnana og frá 16 - 21 í eftirmiðdag. Frá og með 2. júní verður sundlaugin opin frá 7-21.  

Sundæfingar í sumar hjá UMFG.

Til að byrja með verða æfingar einu sinni í viku en um leið og sumardagskráin hefst verða æfingar 2 í viku.  Sundæfingar koma inn á þriðjudögum í staðinn fyrir krakkablakið sem er farið í sumarfrí.  5-6-7 bekkur verður kl 14:30 og 1 – 4 bekkur kl 15:20 á þriðjudögum,  en eldri hópurinn kemur beint úr skólanum í laugina og fer svo í frjálsar en yngri hópurinn kemur beint úr frjálsum á sundæfingu og allir búnir kl 16:00.  8-9-10 bekkur er kl 15:20 á föstudögum.  

Undirbúningur að unglingalandsmóti í fullum gangi

Framkvæmdanefnd Grundarfjarðarbæjar vegna undirbúnings að unglingalandsmótinu, sem haldið verður 2009, hefur verið önnun kafin.  Haldnir hafa verið sjö fundir síðan nefndin var skipuð i vetur.  Ráðinn hefur verið byggingafræðingur, Jón Pétur Pétursson, til þess að undirbúa og vinna að verkefnum sem framkvæmdanefndin mun standa fyrir.  Verið er að mæla upp svæði sem ætluð eru fyrir knattspyrnuvelli og fengin hefur verið sérfræðiráðgjöf  vegna lagningu gerviefna á hlaupa- og atrennubrautir á frjálsíþróttavellinum.  Jón Pétur hefur leitt þessa vinnu og samhliða unnið að hönnun vallanna, aðkomuleiða og fleira.  Mikil vinna er framundan hjá framkvæmdanefndinni við hinar ýmsu framkvæmdir sem fara þarf í á þessu ári.

Opið hús í leikskólanum

Þriðjudaginn   29. apríl var opið hús í Leikskólanum Sólvöllum   frá kl: 9:00 – 18:00.   Þar voru verk leikskólanemanda  til sýnis og  gestir gátu komið á skólatíma til að  fylgjast með og taka þátt í leik nemenda. Leikskólanemendur sungu fyrir gesti nokkur lög  nokkrum sinnum yfir daginn.  Foreldrafélagið var með sína árlegu kaffisölu frá kl:16:00 – 17:30 Mikil ánægja var með opna húsið og voru gestir að koma yfir allan daginn. Hér má sjá myndir frá opnu húsi.  

Hraðmót HSH í Frjálsum

Hraðmót HSH í frjálsum íþróttum fyrir 11 – 18 ára var haldið miðvikud 23 apríl í Stykkishólmi, keppt var í 4 greinum.  14 keppendur fóru frá UMFG á aldrinum 11 – 16 ára og stóðu sig vel.  Þar sem þetta var stutt mót voru ekki nein verðlaun veitt en að loknu móti fengu keppendur safa, bakkelsi og þáttökugjöf.  Þetta var síðasta innanhúsmótið á þessum vetri, en um leið og veður leyfir verður byrjað að æfa frjálsar úti.   KH.  

Söngæfing eldri borgara

Við minnum á síðustu söngæfingu vetrarins sem verður á miðvikudaginn 30 apríl kl.17.15.