Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, í heimsókn í Grundarfirði og víðar á Snæfellsnesi

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra fór um Snæfellsnesið í dag og hélt fundi með sveitarstjórnarfóki og fleirum.  Ráðherrann vildi m.a. kynna sér frá fyrstu hendi stöðu mála í Green Globe verkefninu.  Mörg önnur umhverfismálefni voru einnig rædd og nefna má t.d.; úrbætur í frárennslismálum, lög um verndun Breiðafjarðar, frumvörp um skipulags- og mannvirkjamál, friðlýsingar, Þjóðgarðinn, upptöku votlendis Breiðafjarðar á Ramsar skrá o.fl. o.fl.  Eftir heimsókn til Stykkishólms kom ráðherrann til Grundarfjarðar þar sem haldinn var fundur með bæjarráði Grundarfjarðarbæjar og bæjarstjóra.  Að loknum fundi með fulltrúum bæjarstjórnarinnar hélt ráðherrann í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og síðan til Snæfellsbæjar. 

Niðurstöður úr rannsókn á notkun vímuefna meðal unglinga í 10. bekk

Fyrir um það bil ári tóku nemendur í 10. bekk grunnskóla á landinu öllu þátt í evrópskri rannsókn á áfengis - vímefna - og tóbaksnotkun (ESPAD). Um þessar mundir er unnið að fjölþjóðlegri skýrslu úr niðurstöðum rannsóknanna í þáttökulöndunum, sem væntanleg er á næstu misserum. Til að tryggja persónuvernd miðast niðurstöðurnar við hópa sem í eru að lágmarki 40 nemendur. Hér má sjá niðurstöður fyrir nemendur í sveitarfélögum á Snæfellsnesi. 

Starfsfólk óskast í sundlaug

Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða starfsfólk í sundlaug Grundarfjarðar í sumar.  Starfsfólk sundlaugar annast þrif, móttöku og afgreiðslu gesta og öryggisgæslu.  Unnið er á vöktum og eru launakjör skv. kjarasamningi Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Nánari upplýsingar og eyðublöð má nálgast á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, s. 430 8500 eða á heimasíðunni www.grundarfjordur.is.

Fundur um atvinnumál

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Snæfellsbær boða til fundar um atvinnumál í félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík, föstudaginn 18. apríl 2008. Húsið opnar kl. 12.30. Hér má sjá dagskrá fundarins.

Kallað eftir styrkumsóknum og tilnefningum vegna umhverfisviðurkenningar.

Umhverfissjóður Snæfellsness mun úthluta styrkjum úr sjóðnum á alþjóðlegum degi umhverfisins þann 5. júní 2008. Hér má sjá nánar um styrkveitinguna.

Gönguferð með Lions

Laugardaginn 19 apríl verður farið í gönguferð til að vekja athygli á þeirri vá sem sykursýki er. Farið verður frá Samkaupum kl. 14.00 og gengið í c.a. klukkutíma. Á sama tíma verða Samkaup og apótekið  með kynningu á nýjum  vörum fyrir sykursjúka. Að gönguferð lokinni verður farið á heilsugæsluna þar sem boðið verður upp á heilsusamlega hressingu í boði Samkaupa, einnig mun  Gunda, læknirinn okkar, mæla blóðsykurinn hjá þeim sem það vilja. Fjölmennum og njótum hollrar og skemmilegrar stundar saman.   Stjón Lions

Málþing í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Minnum á málþing í Fjölbrautaskóla Snæfellinga 14. apríl kl. 20.00 á vegum SAFT. Nemendur á aldrinum 11 - 16 ára eru sérstaklega boðnir velkomnir ásamt foreldrum. Rætt verður um örugga og jákvæða netnotkun barna og unglinga á netinu og tengdum miðlum.

Skólastjórar og kennarar í Leikskólanum Sólvöllum tilnefnd til "Foreldraverðlauna"

Þau ánægjulegur tíðindi hafa borist að skólastjórar og kennarar í Leikskólanum Sólvöllum hafi verið tilnefnd til "Foreldraverðlauna" Heimilis og Skóla.  Tilnefningin er vega verkefnisins um ferlimöppur til þess að efla samstarf og upplýsingaflæði á milli heimila og leikskólans.  Ástæða er til þess að óska skólastjórunum og kennurunum í leikskólanum innilega til hamingju með þessa tilnefningu.  Afar ánægjulegt er að sjá að gott starf í leikskólanum vekur athygli.   Hér er slóð á síðu Heimilis og Skóla þar sem allar tilnefningarnar eru birtar en þær eru alls 35.  Verðlaunin verða svo veitt þ. 15. maí n.k. http://www.heimiliogskoli.is/?pid=8533&news2stage=2&news_id=113729

Húsaleigubætur hækka frá og með 1. apríl 2008.

Félagsmálaráðherra hefur gefið út reglugerð um hækkun á húsaleigubótum.  Reglugerðin gildir frá og með 1. apríl sl.  Helstu breytingar eru:   Grunnupphæð húsaleigubóta hækkar úr 8.000 kr. í 13.500 kr. á mánuði. Bætur vegna 1. barns verða 14.000 kr. í stað 7.000 kr. á mánuði áður. Bætur vegna 2. barns verða 8.500 kr. í stað 6.000 kr. á mánuði áður. Hámarkshúsaleigubætur verða 46.000 kr. á mánuði í stað 31.000 kr. áður.   Breytingin tók gildi 1. apríl og koma nýjar fjárhæðir til greiðslu um næstu mánaðamót.

Meira um Green Globe vottunina

Stefán Gíslason hefur sett inn á heimasíðu sína skemmtilega frásögn af úttektarvinnunni vegna Green Globe vottunarinnar í síðustu viku.  Með fylgja nokkrar myndir úr ferð hópsins um Snæfellsnes.  Hér er slóð þessarar frásagnar:   http://www.environice.is/default.asp?sid_id=10217&tre_rod=001|002|&tId=2&fre_id=70637&meira=1