Jólafrí í íþróttum

UMFG gefur jólafrí á sama tíma og Grunnskóli Grundarfjarðar er í fríi. Það verður því frí frá æfingum barna á vegum UMFG frá 18. desember til 5. janúar.   Þetta á við um allar íþróttir nema að þjálfarar taki annað fram.   Stjórn UMFG  

BLAK-BLAK-BLAK-BLAK

Íþróttahúsinu Grundarfirði. Heimaleikur UMFG karla. Mánudaginn 14.12 2009. kl: 20.30 (hálf níu) UMFG– Hamar   Styrktaraðilar UMFG Guðmundur Runólfsson hf. SC hf. Ragnar og Ásgeir ehf. Fiskmarkaður Íslands hf.   15 ára og yngri frítt. 16 ára og eldri 500.  

Brautargengiskonur úr Grundarfirði

Nú á fimmtudaginn lauk námskeiði sem kallast Brautargengi. Brautargengi er námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin rekstur og fyrir konur sem eru í atvinnurekstri en vilja auka rekstrarþekkingu sína. Að námskeiðinu stendur Impra með stuðningi  SSV og Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Námskeiðið stóð frá september til desember. 12 konur tóku þátt, þar á meðal þrjár héðan úr Grundarfirði; Alexandra S. Arnardóttir, Jenný Kolsöe og Kolbrún Grétarsdóttir. 

Vinnu við aðalskipulag Grundarfjarðar 2003 - 2015, dreifbýlishluta, lokið

  Í gær lauk afgreiðslu Grundarfjarðarbæjar á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015, dreifbýlishluta, með því að bæjarstjóri undirritaði uppdrætti og greinargerðir.  Bæjarstjórnin lauk umfjöllun sinni á fundi þ. 12. nóvember sl.  Með þessari undirritun lýkur ferli sem staðið hefur yfir með hléum frá árinu 1995.  Aðalskipulaginu var skipt í tvo áfanga og var byrjað á að skipulegggja þéttbýlishlutann og lauk þeim áfanga með staðfestingu ráðherra í desember 2003.  Vonast er til að umhverfisráðherra staðfesti aðalskipulagið á næstu vikum.  Á myndinni halda Hjörtur H. Kolsöe, skipulags- og byggingafulltrúi og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri, aðalskipulagsuppdrættinum á milli sín.

AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til rannsóknaverkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs og til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis.Styrkirnir eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum.   Nánari upplýsingar finnast hér.  

Grundfirskir landsliðsmenn

Úrtökumót fyrir U17 ára landsliðið í blaki var haldið í Kópavogi um helgina. Fjórir Grundfirðingar mættu til leiks og allir voru þeir valdir í liðið sem heldur til Danmerkur nú í lok desember til að keppa á Norðurlandamóti. Þetta eru Baldur Þór Sigurðsson, Friðfinnur Kristjánsson, Sigurður Helgi Ágústsson og Tómar Weyer. Við óskum þeim til hamingju með frábæran árangur.  

Unglingalandsmót UMFÍ verður ekki haldið í Grundarfirði 2010

Stjórn Ungmennafélags Íslands ákvað á fundi sínum laugardaginn 5. desember sl. að auglýsa á ný eftir mótshaldara fyrir Unglingalandsmótið 2010.  HSH hafði tekið að sér að halda mótið árið 2009 en því var síðan frestað um eitt ár til 2010 og haldið á Sauðárkróki á þessu ári.  Eftir að bæjarráð Grundarfjarðarbæjar ákvað að halda ekki áfram framkvæmdum við lagningu gerviefnis á hlaupa-, stökk- og kastbrautir íþróttavallarins á næsta vori, var staðan endurmetin.  Stjórn HSH bauð stjórn UMFÍ að mótið yrði að hluta haldið í Stykkishólmi og að hluta í Grundarfirði, en á það vildi sjtórn UMFÍ ekki fallast.  Það eru auðvitað viss vonbrigði að mótið skuli ekki verða haldið í Grundarfirði, en það var talið ófært að halda framkvæmdum áfram við þær efnahagslegu aðstæður sem nú eru.

Eldri borgarar

Breyting hefur orðið á dagskránni.  Jólabingóið færist fram til föstudagsins  11. desember  og félagsvistin sem þá átti að vera fellur niður. Bingóið hefst kl 20 í Samkomuhúsinu. Munið að taka með ykkur gesti. Veglegir vinningar Bestu kveðjur Stjórnin

Bæjarstjórnarfundur

112. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Samkomuhúsinu mánudaginn 7. desember 2009 kl.16.15. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.

Íbúð til leigu

Laus til leigu er íbúð á Sæbóli 33. Íbúðin er fimm herbergja, 131,6 m2. Leigan er um 107.000 kr. á mánuði. Íbúðin er laus til 31. maí. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar.