Jólastemning í leikskólanum

  Glatt var á hjalla í leikskólanum í gær. Foreldrafélagið stóð fyrir samverustund og voru piparkökur málaðar af mikilli list. Heitt kakó var á könnunni og allir í jólaskapi.  

Refaveiði

Bæjarráð Grundarfjarðar hefur samþykkt að frá og með 1. desember 2009 verður ekki greitt fyrir veiddar tófur.

Fjölmargar ábendingar bárust

Fyrir stuttu voru Grundfirðingar hvattir til að senda inn ábendingar, sparnaðarhugmyndir og/eða tillögur um leiðir til að bæta starfsemi sveitarfélagsins. Nú þegar frestur til skila er runnin út hafa fjölmargar ábendingar borist.   Hér má finna samantekt yfir þær hugmyndir sem bárust. Þær eru athygliverðar og margar tiltölulega einfaldar í framkvæmd. Öllum sem þátt tóku eru færðar þakkir fyrir fyrirhöfnina og áhugann á málefnum bæjarfélagsins. Vert er að taka fram að það er aldrei of seint fyrir góðar hugmyndir. Ábendingum og tillögum verður áfram tekið fagnandi. 

Fótboltasamtarfið á Snæfellsnesi

Fótboltasamstarfið á Snæfellsnesi ætlar í samstafi við  strákana í hljómsveitinni Matti IDOL og Draugabanarnir að halda ,, jólaball“ fyrir fótboltakrakkana á Snæfellsnesi. Það kostar ekkert inn og vonumst við til þess að sjá sem flesta! Staður og stund: Fimmtudagur 3. desember 2009 Samkomuhúsið í Grundarfirði 5. flokkur og yngri  mæta kl 18:30 og verða til 20:00 4. 3. og 2. fl mæta kl 20:30 og verða til kl 22:00 Draugabanarnir taka ekkert fyrir að spila fyrir krakkana og þökkum við þeim kærlega fyrir framtakið.  

Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum 2010

Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2010. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni tengd sjálfbærri ferðaþjónustu fyrir alla sem hafa heildrænt skipulag og langtímamarkmið að leiðarljósi.   Nánari upplýsingar má finna á vef Ferðamálastofu