Grundfirðingar heppnir í bikardrættinum

Frétt á vef Skessuhorns 18. nóvember 2009: Í gær var dregið í riðla í Bikarkeppni Blaksambands Íslands, Bridgestone bikarinn. Grundarfjörður dróst í riðil með Þrótti R, Hrunamönnum og Hamri. Þróttur er eina liðið af þessum liðum sem leikur í efstu deild. Tveir riðlar eru í keppninni. Í hinum riðlinum eru KA, HK, Stjarnan og Þróttur Nes. Síðastnefnda liðið er eina liðið sem ekki leikur í efstu deild og er þetta því mun sterkari riðillinn. Segja má því að Grundfirðingar hafi verið heppnir í drættinum í gær. Fyrsta umferð Bridgestone bikarkeppninar fer fram í Fylkishöllinni 28. og 29. nóvember. Efsta liðið í hvorum riðli fer beint í undanúrslit.

Ræðukeppni grunnskólans

Á degi íslenskrar tungu 16. nóvember var haldin hin árlega ræðukeppni skólans.   Innan hvers bekkjar á mið- og unglingastigi höfðu farið fram bekkjarkeppnir þar sem tveir hlutskörpustu úr hverjum bekk tóku síðan þátt í lokakeppninni. Ræðuefnið að þessu sinni var: Ég og lífið eftir 20 ár. Dómarar í keppninni voru Ragnheiður Kristjánsdóttir skólaliði og Sunna Njálsdóttir bókasafnsvörður.

Líkamsrækt í Grundarfirði

  Síðustu helgi var hátíðaropnun á nýrri líkamsræktarstöð hér í Grundarfirði. Hún ber heitið Líkamsræktin og er staðsett í kjallara íþróttahússins. Um 200 manns mættu á opnunina og nú þegar hafa rúmlega 40 manns skráð sig í þjálfun. Það eru hjónin Ásgeir Ragnarsson og Þórey Jónsdóttir sem eiga og reka Líkamsræktina, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í Grundarfirði. Grundfirðingar eru semsagt komnir með nýtt vopn í baráttunni við aukakílóin, baráttu sem nær yfirleitt hámarki á næstu tveimur mánuðum.

Dagur íslenskrar tungu í leikskólanum

  Haldið var upp á Dag íslenskrar tungu þann 16. nóvember í Leikskólanum Sólvöllum með skemmtun kl.10:00. Foreldrum og öðrum áhugasömum var boðið í heimsókn og var vel mætt. Nemendur fæddir 2004 fluttu vísuna 1 og 2, inn komu þeir, sem brúðuleikrit.  Árgangar 2006 og 2007 fluttu tvær krummavísur og nemendur í árgangi 2005 fluttu frumsamda sögu. Síðan sungu allir nemendur skólans nokkur lög og enduðu á að syngja afmælissöng fyrir Leikskólann Sólvelli en þann 15. nóvember voru liðin 30 ár frá því að skólinn flutti í húsnæðið að Sólvöllum 1. Þá var öllum boðið í kökuveislu og bleikt og blátt vatn. Nemendur, starfsfólk og gestir voru að vonum ánægðir með veisluna.  

Bókun um refaveiðar

Á 111. fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar fimmtudaginn 12. nóvember var lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun. Í bréfi þessu var vakin athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir endurgreiðslu vegna refaveiða í fjárlagafrumvarpi 2010. Í tilefni að þessu bréfi var gerð eftirfarandi bókun: „Bæjarstjórn Grundarfjarðar mun að öllu óbreyttu ekki standa fyrir skipulögðum refaveiðum á næsta ári og ekki verða greidd verðlaun fyrir veidd dýr.“  

Pub Quiz nr 6 í kvöld

Í kvöld heldur hið geysivinsæla pub quiz áfram og nú er þemað Ísland og Íslenskt. Við hvetjum alla til að mæta því þetta er svakalega gaman. Verð er aðeins kr. 500 á mann og rennur allur ágóði í starf Meistaraflokks Grundarfjarðar.   Allir að mæta á Kaffi 59 kl 21:00 í kvöld með góðaskapið og uppfull af kráarvisku.   Meistaraflokksráð. 

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Appollo 11 Afmælishátíð – þemadagur/þekkingarmaraþon í FSN Morfís – keppni Fimmtudagur 19.11.09 Dagskrá:  

Myndir af Rökkurdögum 2009

Nú er menningarhátíðinni Rökkurdögum lokið í Grundarfirði. Fyrir þá sem misstu af herlegheitunum má nálgast myndir hér.

FSN tekur þátt í fjarfundi með NASA

Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur verið valinn til þátttöku í APPOLLO 11 afmælishátíð NASA í Bandaríkjunum, sem um þessar mundir heldur upp á að 40 ár eru liðin síðan maður setti fyrst fót á tunglið. FSN er einn af fimm alþjóðlegum framhaldsskólum sem taka þátt í undirbúningi hátíðarinnar, með fræðslu um geimvísindi, samkeppni um myndverk og göngukeppni. Fróðleikur um geimferðir og stjarnvísindi eru ofarlega á dagskrá í aðdraganda afmælisins og kynningarefni verður til reiðu í náms- og kennslukerfi skólans.

Ályktun bæjarstjórnar um mögulegan skatt á farþega skemmtiferðaskipa og tvöföldun vitagjalds á fundi 12. nóvember

„Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar tekur undir ályktun stjórnar Hafnasambands Íslands frá 2. nóvember 2009, þar sem mótmælt er harðlega hugmyndum um upptöku skatts á farþega skemmtiferðaskipa og tvöföldun vitagjalds.