Jólastund í Grundarfirði

Senn líður að jólum og verður aðventunni fagnað í Grundarfirði laugardaginn 28. nóvember. Klukkan 14:00 hefst hin árlega aðventuhátíð kvenfélagsins Gleym mér ei í Samkomuhúsinu, og þar verða á boðstólum vöfflur, kakó og piparkökur. Einnig er leikfangahappdrætti og sölubásar ýmissa aðila verða opnir. Klukkan 16:45 hefst dagskrá í miðbænum. Lúðrasveit tónlistarskólans hefur leikinn og heillar viðstadda með ljúfum tónum. Klukkan 17:00 verða ljósin tendruð á jólatrénu og nemendur og starfsfólk tónlistarskólans gefa tóninn. Heyrst hefur að einhverjir jólasveinar vilji vera viðstaddir. Spurning hvort að Grýla hleypi þeim út áður en að hefðbundnum útivistartíma kemur. Mætum öll og eigum góða stund saman.

Betrifatadagur

Betrifatadagur var haldinn síðastliðin miðvikudag. Þá áttu allir, bæði starfsmenn og nemendur að mæta í skólann í betri fötunum. Þetta vakti mikla lukku og voru margir í sínu fínast pússi.    

Eldvarnarátak slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Eldvarnarátak slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna hófst föstudaginn 20. nóvember. Að því tilefni komu nokkrir úr slökkviliði Grundarfjarðar í heimsókn í 3. bekk. Við fengum fræðslu um eldvarnir á heimilum og minnt á númerið 112.      

Árgangur 2005.

Krakkar úr árgangi 2005 á leikskólanum komu í heimsókn í Grunnskólann í dag. Þau voru að heimsækja nokkra foreldra sem vinna þar.    

Jólaföndur foreldrafélags grunnskólans

Jólaföndrið er í dag 26. nóvember frá klukkan 16:00-17:30 fyrir yngstastig og elstu leikskólabörnin og frá klukkan 18:00-19:30 fyrir miðstig.

Vinahúsið Grund

G –leði, R-eisn, U-mhyggja, N-ánd, D-ugur. Í húsi verkalýðsfélagsins, Borgarbraut 2.   Rauða kross deild Grundarfjarðar hefur ákveðið að feta í fótspor deildarinnar á Akranesi sem hefur starfrækt húsið HVER um nokkurt skeið. Aðalmarkmið húsins er að gefa þeim sem heima sitja stað til að hittast á, ég vil, get og skal verða leiðarljósin í starfinu. Samstarfsaðilar í þessu verkefni eru Verkalýðsfélagið og Grundarfjarðarbær.  

Stofnfundur Leikklúbbs Grundarfjarðar

Stofnfundur Leikklúbbs Grundarfjarðar verður í Sögumiðstöðinni í kvöld, þriðjudaginn 24. nóvember kl. 20:00. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir. 

Lumar þú á sparnaðarhugmynd eða góðri hugmynd til heilla fyrir sveitarfélagið okkar?

Nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.  Þetta verkefni er, sökum aðstæðna í efnahagslífinu, vandasamara en oft hefur verið.  Skrifstofa Grundarfjarðarbæjar hvetur fólk til að senda inn hugmyndir, ábendingar og tillögur um sparnað og/eða um leiðir til þess að bæta starfsemi sveitarfélagsins.  Allar hugmyndir eru vel þegnar og verða ræddar í þessari vinnu. 

Auglýsing um skipulagsbreytingar í Grundarfjarðarbæ.

Samkvæmt 18 og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997  m.s.b. er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi og við tillögur að deiliskipulagi af þrem svæðum í Grundarfjarðarbæ.   Tillögurnar voru samþykktar á 110 fundi umhverfisnefndar þann 20. október 2009 og samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar þann 12. nóvember 2009 að auglýsa eftir athugasemdum við  tillögurnar  sem bera heitið:    

Snæfellingar í sameiginlegu kennsluverkefni með Barðstrendingum

Frétt á vef Skessuhorns 20. nóvember 2009: Síðasta miðvikudag var skrifað undir í Vatnasafninu í Stykkishólmi nýjan samstarfssamning um kennsluverkefni milli þriggja sveitarfélaga og grunnskóla á Snæfellsnesi og tveggja í Vestur-Barðastandarsýslu. Þetta eru sveitarfélögin Stykkishólmur, Grundarfjörður, Snæfellsbær, Vesturbyggð og Tálknafjörður. Þau sameinast um verkefni sem kallast dreifmennt og njóta þar stuðnings menntamálaráðuneytis og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.  Að sögn Eyrúnar Sigþórsdóttur, oddvita Tálknafjarðarhrepps, hefur þetta verkefni verið við lýði milli nágrannasveitarfélaganna á Barðaströndinni síðustu árin og reynst vel. Nú er það fært yfir á Snæfellsnesið. Kennt er í gegnum fjarfundabúnað og tölvur til skólanna á svæðunum.