Biluð ljós á sparkvelli

Ljósin á sparkvellinum upp í grunnskóla eru biluð og verða það eitthvað áfram, unnið er að lagfæringu.

Dagskrá Rökkurdaga á miðvikudag

Opnunarviðburður Rökkurdaga 2010 eru glæsilegir tónleikar í samkomuhúsinu, miðvikudagskvöldið 3. nóvember kl. 20. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarskóla Grundarfjarðar og Leikklúbbur Grundarfjarðar aðstoðar við að veita gestum ánægjulega kvöldstund.

Auglýsing um skipulagsbreytingar í Grundarfjarðarbæ

Samkvæmt 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi og við tillögur að deiliskipulagi af fjórum svæðum í Grundarfjarðarbæ.Tillögurnar voru samþykktar á 120. fundi umhverfisnefndar þann 5. október 2010 og samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar þann 7. október 2010 að auglýsa eftir athugasemdum við tillögurnar sem bera heitið:

Er lögheimili rétt skráð?

Fyrir 1. desember þurfa allir að vera með lögheimili sitt skráð á þeim stað sem þeir hafa fasta búsetu.  Þetta er mikilvægt svo öll réttindi sem fylgja lögheimili séu tryggð.  Skorað er á þá sem eiga eftir að tilkynna um flutning og nýtt lögheimili að ljúka því sem allra fyrst og í síðasta lagi fyrir næstu mánaðamót.  

Kjörskrá vegna kosninga til stjórnlagaþings

Kosning til stjórnlagaþings verður laugardaginn 27. nóvember 2010. Á kjörskrá eru allir sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. laugardaginn 6. nóvember 2010 uppfylli þeir aö öðru leyti skilyrði 1. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.

Gerum góðverk 2010. Vilt þú vera með?

Fjöldi íslenskra kvenna hefur tekið sig saman um að prjóna fyrir íslensk börn. Hlutirnir verða afhendir í byrjun desember til Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar. Allt kemur til greina,sokkar, vettlingar, ennisbönd, treflar og húfur, þvíallt mun koma sér vel.