Bæjarstjórnarfundur

129. fundur bæjarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 11. nóvember 2010, kl. 16:30 í samkomuhúsinu. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og er öllum velkomið að koma og hlýða á það sem fram fer.  

Leikprufur fyrir jólaþátt 2010

Langar þig til að taka þátt í uppsetningu á jólaþættinum okkar í ár? Fyrirhugað er að setja upp jólaþáttinn "Jóladagatalið". Fyrstu áheyrnarprufur verða í dag, þriðjudaginn 9. nóvember kl. 18 í Samkomuhúsinu. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Fyrir þetta verk vantar okkur allan aldurshóp Hlökkum til að sjá ykkur.   Leikklúbbur Grundarfjarðar

Íbúafundur næsta mánudag

Mánudagskvöldið 15. nóvember býður bæjarstjórn Grundarfjarðar til íbúafundar í Samkomuhúsinu kl.20:00.  Fundurinn er upplýsinga- og samræðufundur.  Fjallað verður um fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, horfur og mögulegar aðgerðir. Í framhaldi af því verða umræður, þar sem m.a. verður kallað eftir skilaboðum til bæjarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar. Boðið verður upp á kaffi og létt meðlæti.  

Aukið samstarf stofnana

Nú í haust hefur verið lögð áhersla á aukna samvinnu stofnana bæjarins og liður í því eru reglulegir fundir forstöðumanna og umsjónarmanna, sem stefnt er að því að hafa í hverjum mánuði.  Á fyrsta fundinum, sem haldinn var í september var umræða um hvernig hægt væri að ná frábærum árangri í rekstri og starfsemi bæjarins, með virkri þátttöku starfsmanna. 

Rökkurdagar í dag, sunnudag

Land elda og ísa Kl. 11-16 í Fjölbrautaskólanum. Jón Páll Vilhelmsson sýnir landslagsljósmyndir. Þetta eru stórar ljósmyndir af mikilfenglegu landslagi stækkaðar í takmörkuðu upplagi á striga.   Fjölskylduleikir Kl. 13-14 í íþróttahúsinu. UMFG stendur fyrir skemmtilegum fjölskylduleikjum. Kjörið tækifæri fyrir unga sem aldna að hreyfa sig aðeins.   Gunni Þórðar Kl. 16-18 í Grundarfjarðarkirkju. Til að binda endahnútinn á Rökkurdaga 2010 duga engin vettlingatök. Því var ráðist í að fá meistarann sjálfan, Gunnar Þórðarson, til að mæta á svæðið. Hann slóð að sjálfsögðu til og mun troða upp í Grundarfjarðarkirkju í dag. Gunnar verður einn með kassagítarinn og flytur úrval sinna bestu laga. Einnig mun hann fræða gesti um söguna bakvið lögin. Miðaverð er 1.000 kr. og 500 kr. fyrir börn.

Ljósmyndir frá Rökkurdögum óskast

Menningarhátíðin Rökkurdagar hefur gengið afskaplega vel það sem af er og viðburðir almennt vel sóttir. Oft sáust myndavélar á lofti og förum við nú þess á leit við ykkur sem eigið góðar myndir frá viðburðum síðustu daga að senda vel valdar myndir sem færu í myndabanka á heimasíðu bæjarins. Senda má myndir á netfangið grundarfjordur[hjá]grundarfjordur.is.

Dagskrá Rökkurdaga í dag

Listsýning grunnskólanema Kl. 12 við Sögumiðstöðina.  Sýning 1.-3. bekkja grunnskólans á verkum sínum en þeir hafa undanfarið verið að vinna mörg skemmtileg verkefni með fiska.   Barnabíó Kl. 16:30-18. Barnabíó í Sögumiðstöðinni.   Salsaveisla Kl. 20. Salsaveisla á Hótel Framnesi í samvinnu við kennara Tónlistarskólans. 1.000 kr./frítt fyrir matargesti.   Gæðablóð Kl. 20:30-23 á Kaffi 59. Hljómsveitin Gæðablóð varð til fyrir um þremur árum síðan á bar í miðbæ Reykjavíkur þar sem nokkrir vinir komu saman. Þetta voru þeir Tómas Tómasson úr Stuðmönnum, Kormákur Bragason úr Sout River Band og Magnús einarsson úr Brimkló. Síðar bættust í hópinn þeir Eðvald Lárusson, Jón Indriðason og Hallgrímur Guðsteinsson sem allir kunna sitthvað fyrir sér í tónlist. Þá mun Heiðrún Hallgrímsdóttir, starfsmaður á Kaffi 59, stíga á svið með hljómsveitinni.

Troðfullt hús við opnun Rökkurdaga

Húsfyllir var í gær á opnunarviðburði Rökkurdaga í Samkomuhúsi Grundarfjarðarbæjar. Tónlistarskólinn hélt glæsilega veislu þar sem ljúfir tónar voru í boði ásamt leiksýningu og veglegu kaffihlaðborði. Flutt var fjölbreytt dagskrá með söng og hljóðfæraleik. Einnig er kröftugur hópur að endurvekja Leikklúbb Grundarfjarðar, sem sýndi leikþátt um Hans klaufa við góðar undirtektir. Gestir skemmtu sér konunglega og héldu mettir og sælir heim að loknum tónleikum.     

Fjölbreytt dagskrá Rökkurdaga í dag, fimmtudag

Töfraheimar Norðursins Kl. 15-18 eru Töfraheimar Norðursins sem er sögustund á bókasafninu. Þar er boðið upp á sögur og myndir í dimmum helli sem lesa má við vasaljós. Samkeppni um bestu myndina og söguna stendur til 11. óvember. Þessi viðburður er þjófstart á Norrænu bókasafnavikunni sem stendur dagana 8. til 11. nóvember. Nánari upplýsingar eru á vef bóksasafnsins.   Bingó foreldrafélags Grunnskólans Kl. 16:30-18. 7. bekkur Grunnskólans verður með bingó í samkomuhúsinu. Veglegir vinningar í boði og spjaldið kostar aðeins 500 kr.   Spilakvöld Kl. 20-22. Félag eldri borgara býður til félagsvistar í samkomuhúsinu. Þetta er opið kvöld og öllum velkomð að mæta. Þátttökugjald er 600 kr. og rennur það óskipt í vinninga fyrir slyngustu spilarana.   Kráarviska Kl. 20-21:30. Meistaraflokksráð UMFG hefur haldið úti skemmtilegum spurningaleik á Kaffi 59 undanfarin misseri. Mikil og skemmtileg stemmning myndast þegar gáfnaljós og mannvitsbrekkur Grundarfjarðar og nærsveita berjast við miserfiðar og misgáfulegar spurningar. Að þessu sinni er þemað kvikmyndir. Keppt er í liðum og geta verið allt að fjórir í hverju liði. Skráning á staðnum. Þátttökugjald er 500 kr. á mann.   Kveldúlfur Kl. 21:30-23:30. Kvikmyndaklúbburinn Kveldúlfur var stofnaður árið 2006 en starfsemin hefur legið niðri í nokkurn tíma. Nú verður félagsskapurinn endurvakinn á Kaffi 59.

Norræna bókasafnavikan

Töfraheimar norðursins. 8. - 11. nóv. 2010. Veggspjald