Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Fimmtudaginn 13.maí verður opið hús í tónlistarskólanum frá kl:13:30 til 14:30. Ýmis tónlistaratriði verða í gangi á þessum tíma og boðið verður uppá léttar veitingar. Allir velkomnir ! Nemendur mæti kl.13 til að taka við prófskírteinum.  

Vígsla móttökusvæðis skemmtiferðaskipa

Skessuhorn 12. maí 2010: Þriðjudaginn 18. maí næstkomandi verður vígsla móttökusvæðis skemmtiferðaskipa í Grundarfirði. Að þessu tilefni er verið að mála og gera svæðið fínt á höfninni en á meðfylgjandi mynd má sjá hafnarvörðinn í Grundarfirði, Hafstein Garðarsson, mála vigtarskúrinn. Nú hafa 13 skemmtiferðaskip staðfest komu sína í Grundarfjörð í sumar.  

Skaut hvíta tófu

Skessuhorn 11. maí 2010: Laugardaginn síðasta náði Bjarni Sigurbjörnsson á Eiði hvítri tófu í hlíðinni fyrir ofan bæinn Hamra í Grundarfjarðarbæ. Þar stendur nú sauðburður sem hæst og því eins gott að verja svæðið.  

Garðyrkjufélag Snæfellsness stofnað

S.l. miðvikudag var haldinn stofnfundur Garðyrkjufélags Snæfellsness á Ráðhúsloftinu í Stykkishólmi.  Formaður var kosinn Anna Melsteð, meðstjórnendur Guðrún Hauksdóttir, Magðalena Hinriksdóttir, Kolbrún Jónsdóttir og Sesselja Pálsdóttir.  Vilhjálmur Lúðvíksson formaður Garðyrkjufélags Íslands kynnti félagið og að því loknu kom Jón Guðmundsson garðyrkjumaður og fræddi fundargesti ítarlega um það hvernig koma mætti ávaxtatrjám til að vaxa og bera ávexti utandyra.   

Framboðslisti L-listans

  Listi Bæjarmálafélagsins Samstöðu.- sem úthlutað hefur verið listabókstafnum L.  

Framboðslisti D-listans

  Listi Sjálfstæðisfélags Grundarfjarðar og óháðra – sem úthlutað hefur verið listabókstafnum D. 

Fréttir frá vatnsverksmiðjunni á Rifi

Búið er að reisa 70% af vatnsverksmiðjunni við Rifshöfn eða rúmlega 5 þús. fermetra. Áætlað er að búið verði að reisa sperrur og burðarvirki  fyrir lok maí. Hægt er að sjá framgang á www.arnijon.is eða á facebook „Vélsmiðja Árna Jóns ehf.“  

Óvænt heimsókn

Það er ekki ofsögum sagt að íþróttáhugi er mikill hér í Grundarfirði þessa vordagana. Fólk á öllum aldri sést hlaupandi um víðan völl og gerir krefjandi æfingar inn á milli.  Auk þessa er ásóknin í íþróttahúsið og sundlaugina mikil.

Börn og umhverfi

  Börn og umhverfi er heiti á námskeiði sem haldið er árlega fyrir nemendur í 6. bekk.Námsefni og skipulag kemur frá Rauðakrossi Íslands. Námskeiðið fór fram í grunnskólanum 28.-30. apríl.

Húðumhirða

Farið verður yfir daglega húðumhirðu, val á snyrtivörum fyrir hverja húð, sólarvarnir og fl. Átthagastofu - Ólafsvík, þriðjudaginn 11 maí kl. 20:00 til 22:00 Leiðbeinandi: Rán Kristinsdóttir snyrtifræðingur Upplýsingar  og skráning: Í síma 4372390 tölvupóstur  skraning@simenntun.is www.simenntun.is