Óvænt heimsókn

Það er ekki ofsögum sagt að íþróttáhugi er mikill hér í Grundarfirði þessa vordagana. Fólk á öllum aldri sést hlaupandi um víðan völl og gerir krefjandi æfingar inn á milli.  Auk þessa er ásóknin í íþróttahúsið og sundlaugina mikil.

Börn og umhverfi

  Börn og umhverfi er heiti á námskeiði sem haldið er árlega fyrir nemendur í 6. bekk.Námsefni og skipulag kemur frá Rauðakrossi Íslands. Námskeiðið fór fram í grunnskólanum 28.-30. apríl.

Húðumhirða

Farið verður yfir daglega húðumhirðu, val á snyrtivörum fyrir hverja húð, sólarvarnir og fl. Átthagastofu - Ólafsvík, þriðjudaginn 11 maí kl. 20:00 til 22:00 Leiðbeinandi: Rán Kristinsdóttir snyrtifræðingur Upplýsingar  og skráning: Í síma 4372390 tölvupóstur  skraning@simenntun.is www.simenntun.is  

G Run setur stefnuna á makrílveiðar og vinnslu

Skessuhorn 6. maí 2010: Forsvarsmenn Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði hafa ákveðið að veðja á makrílveiðar og vinnslu í sumar. Þeir bregðast þannig við því að veiðiheimildir fyrirtækisins duga nú eftir skerðingar á bolfiski einungis til níu og hálfs mánaðar vinnslu í stað 11 mánaða áður. Áform þeirra G. Run manna beinast að því að frysta makrílinn og beita við veiðarnar tveimur togskipum á tvíburatrolli, Hringi SH og Helga SH. Veiðar og vinnsla yrðu frá miðjum júlí til ágústloka þangað til nýtt kvótaár hefst. Af þessum ástæðum hefur sumarleyfum hjá starfsfólki G. Run verið flýtt um mánuð, fram í miðjan júní. 

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennurum fyrir haustönn 2010

Danska – 75% staðaStærðfræði – 75% afleysingastaðaÍslenska-25% staða                                             Jarðfræði – 25% staðaLandafræði– 25% staða Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans.  

Vinna við Grundarfjarðarhöfn

Grundarfjarðarhöfn leitar eftir starfsmanni til afleysinga við höfnina.   Starfið felst í móttöku og afgreiðslu skipa, vigtun og skráningu sjávarafla og almennri umhirðu hafnarsvæðis. Daglegur vinnutími er í samræmi við opnunartíma hafnarinnar.  Vegna komu og brottfarar skipa getur þurft að vinna utan opnunartíma. Laun eru samkvæmt launakerfi sveitarfélaga.  Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2010. Nánari upplýsingar gefur Hafsteinn Garðarson, hafnarvörður á staðnum eða í síma 438-6705. Grundarfjarðarhöfn  

Tilkynning frá Sýslumanni Snæfellinga

Fulltrúi sýslumanns verður til viðtals föstudaginn 7. maí 2010 frá kl:10:00 - 13:30. 

Frá kjörstjórn Grundarfjarðarbæjar

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara laugardaginn 29. maí n.k. rennur út kl. 12 á hádegi laugardaginn 8. maí n.k. Skila má framboðslistum til formanns kjörstjórnar, Mjallar Guðjónsdóttur, sími 898 2702. Kjörstjórn mun ennfremur taka á móti framboðslistum á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar laugardaginn 8. maí n.k. milli kl. 11.00 og 12.00.  Formaður kjörstjórnar Mjöll Guðjónsdóttir  

Vinnuskólinn sumarið 2010

Vinnuskólinn mun hefja starfsemi miðvikudaginn 2. júní 2010. Vinnuskólinn starfar í tveimur tímabilum, fyrra tímabilið verður frá 2. júní til 5. júlí að báðum dögunum meðtöldum. Seinna tímabilið verður frá 29. júní til 29. júlí að báðum dögum meðtöldum. Þátttakendum verður skipt niður á tímabil eftir skráningu lýkur. Unnið verður mánudaga til fimmtudaga kl. 8:30-12:00. Klæðnaður skal hæfa veðráttu og eðli vinnunnar. Helstu verkefni verða fegrun umhverfisins og vinna tengd gróðri.   Skráning fer fram á bæjarskriftofunni, Grundargötu 30 og lýkur þann 21. maí. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá umsjónarmanni í síma 695-2198 Vinnuskóli Grundarfjarðarbæjar.