Auglýsing vegna kattahalds í Grundarfjarðarbæ.

Kattahald er bannað í þéttbýli Grundarfjarðarbæjar nema með sérstöku leyfi bæjarstjórnar. Allir kettir skulu skráðir samkvæmt samþykkt um kattahald í Grundarfirði frá 25. apríl 2006. Hámarksfjöldi katta eru tveir á heimili. Þar sem mikil fjölgun katta er í Grundarfirði, ónæði mikið með tilheyrandi óþrifum sem af slíku verður og fáir kettir skráðir mun verða farið í aðgerðir gegn lausagöngu katta í bænum. Á næstu vikum munu allir lausir kettir sem ekki eru merktir og skráðir handsamaðir og þeim eytt. Ef íbúar hafa áhuga á því að vera með kött, þá þurfa þeir hið fyrsta að sækja um leyfi fyrir þeim og greiða af þeim tilskilin gjöld sem bæjarstjórn ákveður, samkvæmt 25. gr. laga nr. 7 / 1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Umsóknum skal komið til skrifstofu Grundarfjarðarbæjar sem sér um skráningu og eftirlit. Þeir íbúar sem halda ketti eru hvattir til að lesa og kynna sér vel samþykkt bæjarins um kattahald.   Hjörtur Hans Kolsöe Skipulags - og byggingarfulltrúi.    

Hetjur hafsins heiðraðar

  Í tilefni af Sjómannadeginum 2010 í Grundarfirði voru Rögnvaldur Guðlaugsson og hjónin Jón Eiður Snorrason og Selma Friðfinnsdóttir heiðruð.   Þeim eru færðar innilegar hamingjuóskir.

Matjurtagarðar.

Grundfirðingum stendur nú til boða að nýta sér matjurtagarða við veginn að Kvíabryggju. Garðarnir eru tilbúnir. Þeir sem hafa áhuga fyrir því að fá garð til matjurtaræktar er bent á að skrá sig á bæjarskrifstofunni eða í síma 430 - 8500. Grundarfjarðarbær. 

Illgresi á lóðarmörkum.

Nú er gróður farin vel af stað og þar með talið illgresið sem vex á ólíklegustu stöðum. Þar sem vinnuskólinn kemst ekki yfir að hreinsa illgresi í öllum götum bæjarins þá eru það  vinsamleg tilmæli til bæjarbúa að þeir hreinsi illgresi milli gangstéttar og lóðar hjá sér  því þannig vinna margar hendur létt verk. Hjálpumst að við að halda bænum okkar hreinum og fínum.   Með kveðju Vinnuskólinn  

Fitness æfinganámskeið

Í júní fer af stað 4 vikna fitness æfinganámskeið fyrir krakka og unglinga á aldrinum 12 - 18. Tímarnir eru mjög krefjandi og skemmtilegir með fjölbreyttum æfingum úti fyrir og inni. Sem dæmi má nefna fitness tíma, stöðvaþjálfun, fitnes box, sundæfingar, krefjandi leiki, útihlaup og fleira. Fyrsti tíminn er þriðjudaginn 15. júní.

Bæjarstjórnarfundur

121. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Grunnskóla Grundarfjarðar, miðvikudaginn 9. júní 2010, kl.16.15. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.

Duglegar stelpur héldu tombólu fyrir vatnsrennibraut

Vinkonurnar Alma Jenný og Nadezda héldu tombólu á dögunum til styrktar vatnsrennibraut í sundlauginni. Þær söfnuðu alls 4.606 kr. sem voru lagðar inn á söfnunarreikning. Þeim er kærlega þakkað fyrir dugnaðinn. 

Dagskrá Sjómannadagshelgarinnar 4-6 júní

Dagskrá helgarinnar er fjölbreytt og skemmtileg og alir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.  Góða skemmtun.   Til hamingju með daginn sjómenn.   Föstudag: Kl.17:30 Golfmót G.Run skráning á golf.is eða á staðnum. Keppt verður með Texas Greensome fyrirkomulagi vanur/óvanur. Sjá einnig upplýsingar á golf.is Kl.23:30 Ball í samkomuhúsinu hljómsveitin Í Svörtum Fötum leikur fyrir dansi.    

Góð heimsókn.

    Það er orðinn fastur liður að fulltrúar frá sjómannadagsráði mæti í Leikskólann Sólvelli og hiti upp fyrir helgina.  Í morgun í góðu  veðri mættu Gummi og Steinar.   

Sjómannadagurinn í Grundarfirði

Skessuhorn 4. júní 2010: Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Grundarfirði um helgina sem og annarsstaðar í sjávarplássum. Það eru nokkrir ungir Grundfirðingar sem sjá um dagskrána að þessu sinni, þar á meðal Jón Frímann Eiríksson sem Skessuhorn ræddi við. Hann segir að dagskráin hefjist á föstudeginum með hinu árlega golfmóti G.Run. Á laugardeginum verða farnar skemmtisiglingar í boði útgerða og síðan hefst hátíðardagskrá á bryggjunni kl. 13.30. Þar verður keppni milli áhafna, vinnustaða og saumaklúbba en keppt verður í brautinni frægu, bætningu og pokahnút. Seinni part dags, eða klukkan 16, verður knattspyrnuleikur á Grundarfjarðarvelli, en þar eigast við Grundarfjörður og KB. Þetta er jafnframt fyrsti heimaleikur hins nýskipaða Grundarfjarðarliðs.