Nemendur frá Seattle heimsækja FSN

Síðustu daga hafa þrettán nemendur frá Washington háskóla í Seattle dvalið í Grundarfirði ásamt kennara sínum. Í heimsókninni var unnið að verkefni tengdu Svæðisgarðinum í samstarfi við nemendur SFN. Í verkefninu var leitast við að svara spurningunni: Hvaða þýðingu hefur Svæðisgarðurinn fyrir ungt fólk á svæðinu og hverjir eru framtíðarmöguleikarnir? Nemendum var skipt niður í fimm hópa samkvæmt þemakorti Svæðisgarðsins og var rýnt í eftirfarandi þemu: matarkistan, sagnaarfur, sjósókn, friðlýst hús og kirkjur og að síðustu, landslag og leiðir. Meðal þess sem nemendur tóku sér fyrir hendur var hringferð um Snæfellsnesið, heimsókn til bænda, viðtöl við eldri borgara og ýmislegt fleira. Að lokum voru niðurstöður svo kynntar fyrir kennurum, fulltrúum Svæðisgarðsins og ráðgjafafyrirtækinu Alta. Yfirumsjón verkefnisins var í höndum Margaret Willson, mannfræðings, sem er mörgum Grundfirðingum kunnug, Johönnu Van Schalkwyk kennara í FSN ásamt aðstoð frá Lofti Árna Björgvinssyni enskukennara við FSN.

Atvinnuráðgjafi SSV

  Atvinnuráðgjafar SSV eru með viðveru í Grundarfirði yfir vetrarmánuðina. Fyrsti tíminn er á morgun 17. október frá kl 13.00 - 15.00

Köttur í óskilum

Þessi köttur er í óskilum hjá Áhaldahúsinu. Hafa má samband við Valgeir í síma: 438-6423 eða 691-4343.          

Áríðandi tilkynning!

Fundi Heimilis og skóla, SAFT og Foreldrahúss, „Foreldrar og forvarnir“ er vera átti í Fsn í kvöld er frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs og veðurútlits.  

Fundur - Foreldrar og forvarnir -

Hringferð Heimilis og skóla, SAFT og Foreldrahúss.     Viltu vita hvað þú getur gert sem foreldri til að styðja barnið þitt í uppvextinum. Fjölmennum og finnum út hvernig við getum veitt styðjandi aðhald í uppeldi barna okkar.   Fundur fimmtudaginn 10. október í FSN kl 20.00    ATH að fundurinn er ætlaður foreldrum barna á öllum skólastigum; leik-, grunn- og framhaldsskóla.  

Skólastefna Grundarfjarðar

Hafin er vinna við gerð skólastefnu Grundarfjarðarbæjar. En hvað er skólastefna og til hvers er hún?   Í stuttu máli er skólastefna leiðarvísir um skólastarf í sveitarfélaginu. Í skólastefnu eru dregnar fram þær áherslur í skólamálum sem íbúar koma sér saman um. Skólastefna er grundvöllur fyrir ákvarðanatöku og skýrir hvaða leiðir á að fara til að ná áætluðum árangri.  

Bókasafnið

Bókasafnið er nú flutt í Sögumiðstöðina.   Opnum bókasafnið við Grundargötuna mánudaginn 7. október 2013.   Opið mánudaga-fimmtudaga kl. 14-18 fyrst um sinn.   Flutningum er ekki lokið en verið velkomin.  

Foreldrar og forráðamenn athugið

Aðalfundur foreldrafélags Grunnskóla Grundarfjarðar og Leikskólans Sólvalla verður haldinn í grunnskólanum 8. október n.k. kl. 20:00.Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf sem og kynnt verður vinna sem hafin er við skólastefnu Grundarfjarðarbæjar.Nánari dagskrá verður send út þegar nær dregur.Stjórnir foreldrafélaganna við grunn- og leikskóla Grundarfjarðarbæjar  

Ræstingastarf

Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða sem fyrst starfsmann til að sinna ræstingu á einni af húseignum bæjarins. Um er að ræða ca. 4 klst. á viku. Vinnutími er sveigjanlegur. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS). Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500 eða á netfangi grundarfjordur@grundarfjordur.is Umsóknarfrestur er til 7. október nk.   Sækja um ræstingastarf  

Kómedíuleikhúsið

Kómedíuleikhúsið verður á ferðinni í Grundarfirði, fimmtudaginn 3. október. Að þessu sinni verður boðið upp á tvær sýningar. Fyrri sýningin, Búkolla, hefst kl. 16:30. Seinni sýningin, Sigvaldi Kaldalóns, hefst kl. 20:00