Breyttur opnunartími upplýsingamiðstöðvar

Upplýsingamiðstöðin sem starfrækt hefur verið í Sögumiðstöðinni í sumar lokar nú kl 16.00 í stað kl 18.00. Síðasti opnunardagur er föstudagurinn 30. ágúst. Þessi opnunartími á einnig við um Kaffi Emil.    

Félagsráðgjafi

Starfskraftur óskast í ræstingar

Heilbrigðisstofnun Vesturlands Grundarfirði leitar eftir starfskrafti í ræstingar, viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára,  vandvirkur og áreiðanlegur.  Vinnutími er eftir kl 16:00 og vinnuhlutfall 20%. Laun eru greidd samkvæmt launatöflu Starfsmannafélags Dala- og Snæfellssýslu. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst.   Umsóknir berist til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands Grundarfirði, fyrir föstudaginn 23 ágúst eða á netfangið asthildur.erlingsdottir@hve.is Nánari upplýsingar í síma 432-1354, Ásthildur.    

Augnlæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Grundarfirði fimmtudaginn 22 ágúst næstkomandi. Tímapantanir í síma 432 1350.  

Háls, nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Grundarfirði föstudaginn 16 ágúst næstkomandi. Tímapantanir í síma 432 1350.  

Haustlokun sundlaugar

Síðasti opnunardagur sundlaugar að sinni verður sunnudaginn 18. ágúst nk. Morgunsund hefst fimmtudaginn 22. ágúst, kl. 07:00-08:00.  

Hlutastöf í íþróttahúsi

  Grundarfjarðarbær auglýsir eftir starfskrafti í tvö hlutastörf, annars vegar baðvörð í kvennaklefa og hins vegar baðvörð í karlaklefa Íþróttahúss Grundarfjarðar.    Baðverðir hafa umsjón með baðvörslu í kvenna- og karlaklefum íþróttahúss ásamt þrifum.   Vinnutími er frá kl. 16:00 mánudaga til fimmtudaga, frá 2½ til 4 klst. á dag. Starfshlutfall er um 35%.   Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Jósepsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 430 8564 eða á netfangi steini@grundarfjordur.is   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).   Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2013. Ráðið er í störfin frá 2. september 2013. Umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is   Sækja um starf í íþróttahúsi  

6 til 8 tíma gönguferð sunnudaginn 11. ágúst

Gönguferð á vegum Ferðafélags Snæfellsness. Gengið að Hrafnafossi að Svartahnjúk, þar sem enn má finna leifar af flaki herflugvélar sem fórst þarna árið 1941.    

Ávextir fyrir grunnskólanemendur í boði fyrirtækja í Grundarfirði

Undanfarin ár hafa grunnskólanemendurnir okkar verið svo heppnir að fyrirtæki og stofnanir hér í bæ, hafa boðið þeim upp á ávexti á morgnana.

Gönguferð í kvöldblíðunni

Gönguferð upp með Ytri-Búðá og upp Langahrygg undir Þröskuldadali. Göngufólk mun hittast við Sögumiðstöðina í Grundarfirði 6.ágúst kl. 19:30. Sjá Facebooksíðu Ferðafélags Snæfellsness.