Vatnslaust

Vatnslaust er í Sæbóli, viðgerð stendur yfir.  

Afmæli Grundarfjarðar

Þann 18. ágúst 1786 gaf Danakonungur út tilskipun um að sex verslunarstöðum væri veitt kaupstaðaréttindi. Kaupstaðirnir voru Grundarfjörður, Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar. Kaupstaðirnir sex áttu að verða miðstöðvar verslunar, útgerðar og iðnaðar hver í sínum landshluta. Auk þess áttu þeir að vera aðsetur ýmissa opinberra embættismann og stofnana.  

Breyttur opnunartími upplýsingamiðstöðvar

Upplýsingamiðstöðin sem starfrækt hefur verið í Sögumiðstöðinni í sumar lokar nú kl 16.00 í stað kl 18.00. Síðasti opnunardagur er föstudagurinn 30. ágúst. Þessi opnunartími á einnig við um Kaffi Emil.    

Félagsráðgjafi

Starfskraftur óskast í ræstingar

Heilbrigðisstofnun Vesturlands Grundarfirði leitar eftir starfskrafti í ræstingar, viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára,  vandvirkur og áreiðanlegur.  Vinnutími er eftir kl 16:00 og vinnuhlutfall 20%. Laun eru greidd samkvæmt launatöflu Starfsmannafélags Dala- og Snæfellssýslu. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst.   Umsóknir berist til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands Grundarfirði, fyrir föstudaginn 23 ágúst eða á netfangið asthildur.erlingsdottir@hve.is Nánari upplýsingar í síma 432-1354, Ásthildur.    

Augnlæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Grundarfirði fimmtudaginn 22 ágúst næstkomandi. Tímapantanir í síma 432 1350.  

Háls, nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Grundarfirði föstudaginn 16 ágúst næstkomandi. Tímapantanir í síma 432 1350.  

Haustlokun sundlaugar

Síðasti opnunardagur sundlaugar að sinni verður sunnudaginn 18. ágúst nk. Morgunsund hefst fimmtudaginn 22. ágúst, kl. 07:00-08:00.  

Hlutastöf í íþróttahúsi

  Grundarfjarðarbær auglýsir eftir starfskrafti í tvö hlutastörf, annars vegar baðvörð í kvennaklefa og hins vegar baðvörð í karlaklefa Íþróttahúss Grundarfjarðar.    Baðverðir hafa umsjón með baðvörslu í kvenna- og karlaklefum íþróttahúss ásamt þrifum.   Vinnutími er frá kl. 16:00 mánudaga til fimmtudaga, frá 2½ til 4 klst. á dag. Starfshlutfall er um 35%.   Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Jósepsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 430 8564 eða á netfangi steini@grundarfjordur.is   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).   Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2013. Ráðið er í störfin frá 2. september 2013. Umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is   Sækja um starf í íþróttahúsi  

6 til 8 tíma gönguferð sunnudaginn 11. ágúst

Gönguferð á vegum Ferðafélags Snæfellsness. Gengið að Hrafnafossi að Svartahnjúk, þar sem enn má finna leifar af flaki herflugvélar sem fórst þarna árið 1941.