Rauði kross Íslands Grundarfjarðardeild

Vinna við verkefnið „Föt sem framlag“ ungbarnapakkana 0 – 12 mánaða, til Hvíta- Rússlands heldur áfram fimmtudaginn 05.09.2013. kl 13:00, í salnum við bókasafnið á Borgarbraut.   Allir velkomnir að kíkja til okkar eða leggja hönd á plóg við þetta verkefni.      Okkur vantar sérstaklega efni í teppi, (gamla náttsloppa, stórar fleece peysur) eða annað sem breyta má, falleg sængurver og handklæði. Einnig eru vel þeginn öll föt á ungbörn, samfellur, peysur, húfur, buxur, þykka sokka.   Munið eftir verkefni Rauðakrossins „Föt sem framlag“  þegar hafist verður handa við vorhreingerningarnar, koma má með efnin/fötin á fimmtudaginn eða á Markaðinn til Steinunnar sem mun veita þeim viðtöku.    

Aðalfundur

Aðalfundur Dvalarheimilisins Fellaskjóls vegna ársins 2012 verður haldinn að Fellaskjóli 10. september nk. og hefst kl.20.30. í kaffistofu heimilisins.   Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf. Aðildarfélög eru hvött til að senda fulltrúa á fundinn, allir velkomnir.   Grundarfirði 2.sept. 2013 Stjórnin.    

Fjölbrautaskóli Snæfellinga boðar til foreldrafundar

Foreldrafundur verður haldinn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga þriðjudaginn 3. september kl. 20:00 – 21:30. Fundurinn er haldinn í húsnæði Fjölbrautaskólans og verður sendur í fjarfundi til framhaldssdeildar á Patreksfirði.  

Við minnum á ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2013

Grundarfjarðarbær efnir á ný til ljósmyndasamkeppni árið 2013. Þetta er í fjórða sinn sem bærinn blæs til ljósmyndasamkeppni og hefur þótt takast vel til. Á þennan hátt hefur bærinn fengið nýjar myndir til birtingar og þátttakendur sínar myndir birtar. 

Niðurskurður til löggæslu- og heilbrigðismála gagnrýndur

Að frumkvæði fulltrúa Grundarfjarðarbæjar í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi samþykkti stjórnin svohljóðandi bókun um heilbrigðismál á síðasta fundi sínum: "Stjórn SSV gagnrýnir viðvarandi niðurskurð á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og skorar á nýja ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra að standa vörð um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni , með sérstaka áherslu á heilsugæsluna."

Verð á skólamat lækkar

Verð á skólamat lækkar um mánaðamótin úr 410 kr. í 324 kr. Lækkunin nemur 21%. Verð á skólamat í Grundarfirði er nú eitt það lægsta á landinu.   Jafnhliða verðlækkun mun fyrirkomulag á innheimtu skólamálsverða breytast. Nú verður einungis hægt að skrá nemendur í fullt fæði og innheimt fast mánaðargjald mánuðina september - maí, 4.900 kr.  

Tónleikar Arnar Inga voru vel sóttir í Sögumiðstöðinni

    Það var góð stemming í Sögumiðstöðinni í gær þegar tónleikagestir nutu magnaðra jazztóna quartets Arnar Inga Unnsteinssonar.  

Aðstoð í eldhúsi

Leikskólinn Sólvellir auglýsir eftir starfskrafti til að sinna aðstoð í eldhúsi. Vinnutími er kl. 8:00 - 14:00.   Nánari upplýsingar veitir Matthildur S. Guðmundsdóttir í síma: 438-6645 eða á netfangi matthildur@gfb.is   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala - og Snæfellsness (SDS).   Umsóknarfrestur er til 29. ágúst nk.   Sækja um starf í eldhúsi   

Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Kennsla hefst í tónlistarskóla Grundarfjarðar mánudaginn 2. september nk. Umsóknum má skila á netfangið: tonskoli@gfb.is   Skólastjóri 

Tónleikar í Sögumiðstöðinni 22. ágúst kl 20.00

Í tilefni þess að Örn Ingi Unnsteinsson, Grundfirðingur, útskrifaðist úr tónlistarskóla FÍH í vor ætlar hann að koma til Grundarfjarðar og halda tónleika með hljómsveit.   Á efnisskránni verða jazzstandardar og frumsamið efni. Aðgangseyrir er 1000 kr. Frítt er fyrir 14 ára og yngri.