Hátíðarfélag Grundarfjarðar auglýsir

Hátíðarfélag Grundarfjarðar auglýsir eftir framkvæmdarstjóra hátíðarinnar fyrir árið 2013. Starfið felst í að skipuleggja og stjórna hátíðinni Á góðri stund í Grundarfirði,öflun styrkja og umsjón með hátíðinni. Leitað er eftir hugmyndaríkum og duglegum einstaklingum.   Umsóknum skal skilað fyrir 20. apríl. Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á netfangið Grundargata86@bref.is.   Stjórnin.    

Bæjarstjórnarfundur

159. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 11. apríl 2013, kl. 16:30.   Dagskrá:   

Morgunsund vorið 2013

Meðan á skólasundi stendur verður sundlaugin opin almenningi milli kl. 7:00-8:00 á morgnana frá mánudeginum 8. apríl 2013.   

Ræstingastarf

Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða sem fyrst starfsmann til að sinna ræstingu á einni af húseignum bæjarins. Um er að ræða 26 klst. á mánuði og tímabundna ráðningu til haustsins. Vinnutími er sveigjanlegur.   Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500 eða á netfangi grundarfjordur@grundarfjordur.is   Umsóknarfrestur er til 8. apríl nk.   Sækja um ræstingastarf.  

Nýr opnunartími gámastöðvar

Frá mánaðamótum breytist opnunartími gámastöðvarinnar. Framvegis verður opið á mánudögum og fimmtudögum kl. 16:30 -18:00 og á laugardögum kl. 12:00-14:00.      

Sendiherra Bandaríkjanna í heimsókn

Nýlega kom í heimsókn til Grundarfjarðar, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hr. Luis E. Arreaga á samt eiginkonu sinni Mary.   Sendiherrahjónin skoðuðu fiskvinnslur G.Run og Soffaníasar Cecilssonar ásamt því að kynna sér starfsemi Fjölbrautaskóla Snæfellinga.   Sendiherrann er virkur bloggari og hefur sagt frá upplifun sinni frá heimsókninni á bloggsíðu sinni.    

Augnlæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni, fimmtudaginn  11. apríl n.k. Tekið er á móti  tímapöntunum á  Heilsugæslustöð Grundarfjarðar í síma: 432-1350.    

Endurauglýst deiliskipulag

1. Deiliskipulag frístundabyggðar að Hálsi, nýtt deiliskipulag íbúðar-         og frístundahúsa, auglýst skv. 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga.   2 .Deiliskipulag sjö lóða fyrir frístundahús að Hjarðarbóli, nýtt          deiliskipulag,  auglýst skv. 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga.   3. Deiliskipulagstillaga fyrir Berserkseyri

Bæjarstjórnarfundur

158. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 21. mars 2013, kl. 16:30.   Dagskrá fundarins:  

Bókasafn Grundarfjarðar

Bókasafnið verður lokað mánudaginn 18 mars og þriðjudaginn 19. mars vegna námskeiðs. Hægt er að leita eftir upplýsingaþjónustu með tölvupósti í bokasafn (hjá) grundarfjordur.is.