Þakkir fyrir skjót viðbrögð

Bæjaryfirvöld hafa fylgst náið með og hvatt til viðbragða vegna síldardauðans í Kolgrafafirði. Á fundi bæjarráðs Grundarfjarðar þann 15. febrúar 2013 var líkt og áður farið yfir stöðu mála.   Bæjarráð þakkar ráðuneytum og stofnunum ríkisins fyrir skjót viðbrögð vegna hreinsunar sildar í fjörum Kolgrafafjarðar. Bæjarráð vonast eftir áframhaldandi góðu samstarfi vegna þessa máls.  

Félagsvist Felags eldri borgara

Félagsvist í Samkomuhúsinu föstudaginn 15. febrúar kl 16:00. Athugið breyttan tíma.   Félag Eldri borgara í Grundarfirði.  

Franskt kaffihúsakvöld

Grundapol, vinabæjarfélag Paimpol og Grundarfjarðar, býður ykkur velkomin á franskt kaffihúsakvöld.   Í fyrra vor fór kirkjukórinn í eftirminnilega ferð til Frakklands, meðal annars Paimpol.   Þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 20, eru allir Grundfirðingar og áhugamenn velkomnir að koma í samkomuhúsið, skoða myndir og heyra meira um ferð kirkjukórsins og um vinabæ okkar, Paimpol. Veitingar í boði.   Vonumst til að sjá sem flesta!   Stjórn Grundapol

Öskudagsball

Öskudagsball fyrir leikskóla og 1-7 bekk verður í samkomuhúsinu miðvikudaginn 13. febrúar frá klukkan 17:00-18:30.   Sjá nánari auglýsingur hér.    

Tvö einkastæði við flotbryggju laus

Tvö einkastæði eru laus við flotbryggju (fingur) áhugasamir hafi samband við hafnarstjóra.   Hafsteinn símar 438 6705 eða 863 1033.    

Myndir frá síldartínslu

Meðfylgjandi myndir tók Tómas Freyr Kristánsson af krökkum og kennurum í grunnskólanum við síldartínslu á þriðjudag.   Fram hefur komið að krakkarnir hafi tínt nákvæmlega 27.515 kg. Án efa verður þetta þeim eftirminnilegur dagur enda tókst þetta í alla staði frábærlega.   Þið stóðuð ykkur framúrskarandi vel. Bestu þakkir fyrir.   Í gær og í dag hafa svo fleiri komið og tínt upp síld. M.a. krakkar úr grunnskólanum í Stykkishólmi, frá UMFG og Víkingi. Á morgun koma svo krakkar úr grunnskólanum í Snæfellsbæ.

Rauði Kross Íslands Grundarfjarðardeild

Aðalfundur Rauða Kross Íslands verður haldinn þriðjudaginn 12. febrúar n.k. í Verkalýðsfélagshúsinu, Borgarbraut 2. kl.17:00. Venjuleg aðafundarstörf.   Stjórnin.  

Síldardauðinn í Kolgrafafirði

Eftirfarandi grein er tekin af vef Náttúrustofu Vesturlands www.nsv.is:   Mynd: Róbert A. Stefánsson Flestum er í fersku minni dauði 30.000 tonna af síld í Kolgrafafirði 13. desember síðastliðinn og hefur m.a. orðið vart við afleiðingar þess meðgrúti í fjörum og óþef í lofti.   Síðdegis síðastliðinn föstudag, 1. febrúar, varð aftur vart við mikinn síldardauða þegar ferska síld rak á land við vestanverðan fjörðinn. Á laugardeginum fór starfsfólk Náttúrustofu Vesturlands á staðinn til að meta aðstæður og gera tilraun til að meta magn síldar í fjörum. Dauða síld virtist aðallega vera að finna í fjörunni við vestanverðan fjörðinn frá brú inn að Eiðisstöpum, skammt suðaustan við bæinn Eiði, og var því ákveðið að ganga um 2,5 km langa leið eftir ströndinni frá eyrinni við brúna (frá sunnanverðum Hjarðarbólsodda) að Eiði.

Síldin og Internetleysi

  Er einhver í fjölskyldunni Internetlaus? Á bókasafninu fæst hjálp við að sækja efni á vefinn til að fara með heim. Dæmi um grein hjá Hafró um síldina: Hafrannsóknir nr. 163 

Háls-, nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði mánudaginn 11. febrúar  n.k.   Tekið er á móti tímapöntunum á  Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350.