Karlakaffi

Við viljum minna á karlakaffið í dag klukkan 14.  í húsi Verkalýðsfélagsins Borgarbraut 2.   Allir karlar velkomnir.   

Breski sendiherrann í heimsókn

Breski sendiherrann á Íslandi, Stuart Gill, kom í heimsókn til Grundarfjarðar í dag og kynnti sér starfsemi tveggja fyrirtækja, þ.e. Soffaníasar Cecilssonar og FISK; auk þess sem hann skoðaði Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Að þessu loknu fór hann í hvalaskoðun með Láka Tours.   Sendiherrann vildi kynna sér Grundarfjörð en fjöldi breskra ferðamanna hefur komið hingað í skipulögðum ferðum í vetur í hvalaskoðun. Þá hafði hann sérstakan áhuga á að sjá starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja.   Það er okkur Grundfirðingum mikill heiður að fyrirsvarsmenn erlendra ríkja á Íslandi hafi sérstakan áhuga á að kynna sér atvinnulíf og mannlíf í Grundarfirði.  

Bókasafnið lokað vegna veðurs

Miðvikudaginn 6. mars. Verð við tölvuna heima og svara bæði tölvupósti (bokasafn @ grundarfjordur.is) og í síma 438 6797 eða gsm 895 5582.  Kíkið á Facebook. Sunna.

Stuðningsfjölskyldur

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar eftir stuðningsfjölskyldum á Snæfellsnesi til samstarfs við stofnunina og félagsmálanefnd Snæfellinga.   Viðfangsefni:  Tímabundin viðtaka og umönnun skjólstæðinga FSS, sbr. lög og reglugerðir um málefni barnarverndar, þ.m.t. úrræði á vegum aðildarsveitarfélaga FSS.   Umsóknir berist undirrituðum sem jafnframt veitir allar frekari upplýsingar.   Sveinn Þór Elinbergsson, forstm. Klettsbúð 4,  360 Snæfellsbæ s. 430 7800.; sveinn@fssf.is    

Viðmiðunardagur kjörskrár vegna alþingiskosninga

Laugardagurinn 23. mars er viðmiðunardagur kjörskrár vegna alþingiskosninga sem hafa verið auglýstar þann þann 27. apríl n.k. http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28446 Á kjörskrá skal taka alla þá sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár fimm vikum fyrir kjördag, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. mgr. 1. gr. kosningalaga.   Þjóðskrá Íslands vill af þessu tilefni minna á nauðsyn þess að íbúaskráningin sé sem réttust. Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 23. mars 2013 mun ekki hafa áhrif á útgefinn kjörskrárstofn. Þetta þýðir að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast í síðasta lagi 22. mars eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.

Háhyrningar í Grundarfjarðarhöfn

Í Grundarfirði er ekki óalgeng sjón að sjá háhyrninga á sundi við höfnina. Hér eru myndir sem teknar voru af þessum glæsilegu skepnum við Grundarfjarðarhöfn í gær.    

Netkönnun Framkvæmdaráðs Snæfellsness

     

Bæjarstjórnarfundur

157. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 21. febrúar 2013, kl. 16:30 í Grunnskólanum.   Dagskrá fundarins: 

Laus staða leikskólakennara

Leikskólinn Sólvellir auglýsir eftir leikskólakennara til starfa sem fyrst. Ef ekki fæst leikskólakennari í stöðuna er heimild til að ráða í stöðu leiðbeinenda. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.    

Franski sendiherrann í heimsókn

Björn Steinar Pálmason, Marc Bouteiller og Þórður MagnússonÍ síðustu viku kom sendiherra Frakklands í heimsókn til Grundarfjarðar. Í heimsókninni kynnti hann sér sveitarfélagið og starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja og fjölbrautaskólans.   Vinabæjartengsl eru á milli Grundarfjarðar og Paimpol á Bretagne skaga í Frakklandi sem Frakkar hafa ávallt sýnt mikinn áhuga. Heimsókn sendiherrans var einkar ánægjuleg og styrkir enn frekar vaxandi tengsl við franska vini okkar.