Umsækjendur um starf menningar- og markaðsfulltrúa

Umsóknarfrestur um starf menningar- og markaðsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar er liðinn. 10 sóttu um starfið og er verið að vinna úr umsóknum.  

Aðalfundur Skotfélagsins

Aðalfundur Skotgrundar verður haldinn miðvikudaginn 8. maí kl. 20:00 í félagshúsnæði félagsins.  Dagskrá fundarins og aðrar upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins www.skotgrund.123.is  

Dagur eldri borgara

Dagur eldri borgara verður á fimmtudaginn 9. maí, uppstigningardag. Dagskrá dagsins er eftirfarandi:   1. Messa í Grundarfjarðarkirkju kl. 11:oo.     Kór eldri borgara sér um sönginn     Ritningarlestur og ræða í höndum eldri borgara   2. Opið hús verður kl. 15:00 í Samkomuhúsinu.      Kaffisala með góðu meðlæti.      Kór eldri borgara syngur.      Starfsemi félagsins verður kynnt i máli og myndum.   Allir velkomnir Stjórn Félags eldri borgara    

Bæjargátt Grundarfjarðar á island.is

Alla útsenda reikninga frá Grundarfjarðarbæ er nú hægt að nálgast í bæjargátt gegnum island.is. Notendur skrá sig inn með veflykli ríkisskattstjóra. Linkur á bæjargáttina er hér á forsíðu heimasíðu  Grundarfjarðar undir "Gott að vita".  

Viðsnúningur í rekstri Grundarfjarðarbæjar

Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2012 var staðfestur við síðari umræðu í bæjarstjórn 30. aprí sl.   Mikil umskipti hafa orðið í rekstri sveitarfélagsins á síðustu árum en unnið hefur verið markvisst að því að snúa langvinnum hallarekstri við, lækka skuldahlutfall og bæta lausafjárstöðu sveitarfélagsins.  

Hvernig gerðu Norðmenn?

Mánudaginn 6. maí 2013 kl. 17.00 verður opinn fundur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Grundarfirði, um reynslu Norðmanna af stofnun svæðisgarða þar í landi.    Nú er staddur hér á Snæfellsnesi Norðmaðurinn Eivind Brenna sem er reyndur sveitarstjórnarmaður og einn af þeim sem stóðu að stofnun fyrsta norska svæðisgarðsins, í Valdres. Eivind er líka stjórnarformaður Samtaka norskra svæðisgarða og hefur frá mörgu að segja.  Snæfellingar eru hvattir til að nýta tækifærið og hlusta á Eivind segja frá því hvernig Norðmenn sáu leið til að efla atvinnulíf og samfélag á afmörkuðum svæðum, með samstarfi á grunni svæðisgarða.   Eivind flytur erindi sitt á ensku en möguleiki er á að þýtt verði á íslensku.    Nánari upplýsingar um fundinn er að finna á vef svæðisgarðsins    Allir velkomnir! Stýrihópur svæðisgarðs    

Tónleikar

Tónleikar kirkjukórsins verða í Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 2. maí kl. 20:00. Fjölbreytt lagaval. Enginn aðgangseyrir. Allir velkomnir og fögnum sumri með söng.   Kirkjukórinn    

Vorhreinsun í Grundarfirði

Helgina 11.-12. maí 2013 verður hreinsunardagur í Grundarfirði. Allir eru hvattir til hreinsunar á sinni lóð og nánasta umhverfi. Gámastöðin verður opin lengur laugardaginn 11. maí eða frá kl. 12:00-16:00. Götur verða svo sópaðar mánudaginn 13. maí.   Tökum höndum saman og gerum bæinn okkar snyrtilegan fyrir sumarið.   Grundarfjarðarbær    

Sumarstörf í menningarmiðstöð

Laus eru til umsóknar sumarstörf í upplýsingamiðstöð ferðamanna sem starfrækt verður í Menningarmiðstöð Grundarfjarðar. Viðkomandi starfsmenn munu jafnframt sinna veitingasölu. Góð tungumálakunnátta og góð þekking á staðháttum æskileg.   Vinnutími er breytilegur á opnunartíma menningarhúss frá byrjun júní til ágústloka.   Sækja um sumarstarf í menningarmiðstöð.   Umsóknarfrestur er til og með 8. maí nk.   Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofunni í síma 430 8500. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á grundarfjordur@grundarfjordur.is   

Bæjarstjórnarfundur

160. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, þriðjudaginn 30. apríl 2013, kl. 16:30.   Dagskrá: