Laus störf á leikskólanum Sólvöllum

Leikskólinn Sólvellir leitar að starfsfólki til starfa fyrir skólaárið 2018-2019. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í byrjun september. Um 100% starfshlutfall er að ræða.

Kynning á vinnslutillögu aðalskipulags - opið hús

Mánudaginn 13. ágúst nk. verður opið hús í Samkomuhúsi Grundarfjarðar milli 18 og 21 þar sem kynnt verður vinnslutillaga að nýju aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar.

Starf skipulags- og byggingafulltrúa

Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 2018.

Umhverfisrölt 2018

Skipulags- og umhverfisnefnd bæjarins og bæjarstjórn buðu til umhverfisrölts um þéttbýli Grundarfjarðar. Gengið var um bæinn fjögur kvöld í síðustu viku.

FISK Seafood ehf. – Uppsögn starfsmanna

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar lýsir yfir miklum áhyggjum af lokun rækjuvinnslu FISK Seafood á staðnum, þar sem 21 starfsmanni var sagt upp.

Hreinsun bæjarins

Með von um góða þátttöku íbúa. Hreinn bær er okkur kær!

Björg Ágústsdóttir ráðin bæjarstjóri

Björg Ágústsdóttir verður nýr bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar.

Tilkynning um fundartíma bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur ákveðið að halda reglulega fundi sína annan fimmtudag í mánuði, kl. 16.30, í Ráðhúsi Grundarfjarðar.

Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2018

Við minnum á hina árlegu Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar en þema keppninnar í ár er fuglar og dýr. Samkvæmt reglum keppninnar verða myndirnar að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu janúar til nóvember 2018 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.

Hátíðahöld á 17. júní í Grundarfirði

Hátíðardagskráin fyrir 17. júní 2018 hefst á Grundar- og Kvernárhlaupi kl 10:30. Skrúðganga fer frá víkingasvæðinu kl 13:45 og hátíðardagskráin byrjar kl 14:00 á svæðinu milli íþróttavallar og íþróttahúss. Dagskráin endar á sundlaugarpartýi í Sundlaug Grundarfjarðar og er ókeypis aðgangur í laugina á meðan.