Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 25. maí  í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.   Allir velunnarar skólans eru velkomnir.    

Bæjarstjórnarfundur

214. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 12. apríl 2018, í Ráðhúsi Grundarfjarðar, kl. 16:30.   Dagskrá:  

Sumarstörf hjá Grundarfjarðarbæ 2018

      Grundarfjarðarbær leitar að sumarstarfsmönnum sem hafa ríka þjónustulund, eru stundvísir, áreiðanlegir og vinnufúsir.   Laus eru til umsóknar sumarstörf við eftirtaldar stofnanir:  

Tónleikar í Grundarfjarðarkirkju

Fimmtudaginn 12.apríl kl 17:30   Aron Hannes og hljómsveit - Bergur Einar Dagbjartsson á trommur, Reynir Snær Magnússon á gítar, Magnús Jóhann Ragnarsson á hljómborð, Snorri Örn Arnarsson á bassa.   Aðgangseyrir kr. 2000.- fyrir fullorðna, frítt fyrir börn 16 ára og yngri, enginn posi á staðnum.                                         Listvinafélag Grundarfjarðarkirkju    

Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss

    Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss, Grundarfjarðarbæ   Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti þann 4. apríl 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss ásamt umhverfismati hennar, skv. 41. gr. skipulagslaga.  

Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð

    Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð, Grundarfjarðarbæ   Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti þann 4. apríl 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafarfjörð ásamt umhverfismati hennar, skv. 41. gr. skipulagslaga.  

Aðgengi að sorptunnum

Svarta sorptunnan verður losuð í dag 3.apríl.   Íbúar Grundarfjarðarbæjar eru vinsamlegast hvattir til að moka vel frá sorptunnum til að auðvelda starfsmönnum aðgengi að þeim.        

Bæjarstjórnarfundur

213. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 4. apríl 2018, í Ráðhúsi Grundarfjarðar, kl. 16:30.   Dagskrá:  

Ræstingastörf – þrjú störf

Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða sem fyrst starfsmenn til að sinna ræstingu á þremur af húseignum bæjarins. Um er að ræða 26 klst. á mánuði í einni eigninni, 12 klst. á mánuði í annarri og 6 klst. á mánuði í þeirri þriðju. Vinnutími er sveigjanlegur. Sami einstaklingur getur sinnt öllum störfunum.   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).   Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500 eða á netfangi grundarfjordur@grundarfjordur.is   Umsóknarfrestur er til 10. apríl nk.   Sækja um ræstingastörf    

Grundarfjarðarbæ úthlutaður styrkur vegna Kirkjufellsfoss

    Í dag var tilkynnt um úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2018. Grundarfjarðarbær hlýtur styrk að upphæð kr. 61.966.140.- til að gera nýtt bílastæði auk nýrrar gönguleiðar og áningarstað við Kirkjufellsfoss.