- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 tók [frétt uppfærð] bæjarstjórn til afgreiðslu vinnslutillögu að nýju Deiliskipulagi Grundarfjarðarhafnar. Um er að ræða svæði alls 24,9 hektara að stærð, sem nær yfir Suðurgarð, Miðgarð og Norðurgarð hafnarinnar, auk aðliggjandi landsvæðis, en einnig er gert ráð fyrir stækkun hafnarsvæðisins með landfyllingu og nýrri vegtengingu við þjóðveg 54. - Hér má sjá auglýsingu vinnslutillögunnar í heild sinni.
Á svæðinu er gert ráð fyrir nýjum viðlegukanti, á landfyllingu er gert ráð fyrir nýjum lóðum fyrir hafnsækna starfsemi og nýrri vegtengingu fyrir þungaumferð af Snæfellsnesvegi neðan Grafarbæja og að hafnarsvæði, á svæðinu verður betri aðstaða fyrir gangandi umferð og fyrir þjónustu við ferðamenn.
Skipulagslýsing fyrir gerð deiliskipulagsins var auglýst 14. til 31. október sl., sjá nánar hér, en tillagan sem lögð er fram núna er svokölluð "vinnslutillaga" og er unnin af hafnarstjórn og skipulags- og umhverfisnefnd, og síðan staðfest af bæjarstjórn.
Mánudaginn 17. nóvember 2025 er efnt til þriggja funda í samkomuhúsinu til kynningar og samráðs um gerð endanlegrar deiliskipulagstillögu:
Auk þess verður haldinn sérstakur fundur ætlaður íbúum í næsta nágrenni nýrrar landfyllingar og vegtengingar, en boðað er til hans með fundarboði beint til viðkomandi lóðarhafa.
Vinnslutillagan var afgreidd á 272. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 10. nóvember 2025 og er hægt að nálgast gögnin hér [auglýsing og gögn uppfærð] skv. afgreiðslu bæjarstjórnar 13. nóv. 2025:
Að lokinni afgreiðslu bæjarstjórnar 13. nóv. 2025 verður vinnslutillagan svo nánar auglýst á bæjarvefnum og í Skipulagsgátt og gefinn frestur til athugasemda við hana frá 14. nóv. til 1. des. nk.
Íbúar eru hvattir til að kynna sér deiliskipulagstillöguna á vinnslustigi og taka þátt í samtali um endanlega útfærslu hennar.
Grundarfirði, 11. nóvember 2025,
Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi