Hafnarframkvæmdir

Framkvæmd við stálþil í nýrri „litlu bryggju“ er að verða lokið. Aðeins er eftir að reka niður 13 plötur við suðurhlið bryggjunnar. Áætlað er að verkinu verði lokið öðru hvoru megin við áramótin. Að því loknu verða steyptir kantar, settir bryggjupollar og fríholt. Þá verður boðinn út þriðji verkhluti framkvæmdarinnar sem er að steypa þekju. Að síðustu verður boðinn út fjórði og síðasti verkhlutinn en í honum felst niðurrif gömlu „litlu bryggju“ og dýpkun.   Myndina tóku starfsmenn Hagtaks úr krana   Framkvæmdum við landfyllingu við Norðurgarð er að mestu lokið. Eftir er að keyra í burtu farg sem sett var á til að tryggja sig fyllingarinnar. Verið er að vinna við grjótvörn utan um landfyllinguna. Sjá fleiri myndir í myndabankanum með því að smella hér. Myndirnar tóku starfsmenn Hagtaks úr krana sem þeir nota við að koma stálþilinu fyrir.

Ræðukeppni – Dagur íslenskrar tungu

Í dag, mánudaginn 18. desember, kl. 17.00 verður dagskrá í íþróttahúsinu sem tengist Degi íslenskrar tungu ásamt ræðukeppni grunnskólans þar sem ræðumaður skólans verður valinn.  Vonumst til að sjá sem flesta foreldra og aðra gesti en allir eru hjartanlega velkomnir. Skólastjóri    

Leikskólastarf í desember

Það hefur verið mikið um að vera hjá nemendum leikskólans í desember. Leikskólanemendur sungu nokkur lög á fjölskyldu- og aðventudegi Kvenfélagisns Gleym mér ei fyrstu helgina í aðventu. Föstudaginn 8. desember var rauður dagur í leikskólanum. Þá mættu nemendur og kennarar í einhverju rauðu og voru ansi margir klæddir sem jólasveinar. Sama dag fóru nemndur Drekadeildar í heimsókn á Dvalarheimilið Fellaskjól til að syngja fyrir og spjalla við íbúa og starfsfólk heimilisins.   Myndarlegir ungir drengir í jólabakstri   Foreldrafélagið var með jólaföndur í leikskólanum mánudaginn 11. desember. Mæting var mjög góð og föndruðu nemendur og foreldrar saman og gæddu sér á kaffi, mjólk og smákökum.   Í gær, miðvikudaginn 13. desember, heimsóttu svo allir nemendur leikskólans Grundarfjarðarkirkju. Þar tóku hjónin sr. Elínborg Sturludóttir og Jón Ásgeir á móti þeim og sögðu þeim frá boðskap jólanna.   Auk þessara skipulögðu viðburða er allt á fullu við að undirbúa jólin, föndra jólagjafir, baka smákökur fyrir jólaballið og fleira og fleira. Sjá myndir í myndabankanum með því að smella hér.  

Bæjarstjórnarfundur

Í dag, fimmtudaginn 14. desember, verður 75. fundur bæjarstjórnar haldinn í samkomuhúsinu og hefst kl. 18:30. Sjá fundarboð og dagskrá með því að smella hér.

Svar við Spurningu vikunnar

Það voru flestir með það á hreinu hvaða jólasveinn kæmi fyrst til byggða, en það er að sjálfsögðu Stekkjastaur. 169 manns tóku þátt og voru 154 eða 91,1% með rétt svar.  Á eftir Stekkjastaur koma hinir í þessari röð: Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og síðastur er Kertasníkir.

Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Fimmtudaginn 14.desember kl:17:00 verða jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar í sal skólans (gengið inn í félagsmiðstöð).   Við hvetjum alla Grundfirðinga til að mæta, hlusta á tónlist við kertaljós og þiggja veitingar í boði skólans. Skólastjóri

Framkvæmdir við Ölkelduveg

Vegna lóðaframkvæmda við Ölkelduveg 9-15 eru gangandi vegfarendur vinsamlegast beðnir um að fara ekki Ölkelduveginn að gatnamótun Ölkelduvegs og Hrannarstígs til og frá skóla. Stórtækar vinnuvélar eru þarna við störf auk þess sem blautur jarðvegur liggur yfir veginn. Vegfarendum er bent á að ganga yfir bílaplan bókasafnsins og Smiðjustíginn.   Skipulags- og byggingarfulltrúi. 

Frá Orkuveitu Reykjavíkur

Vegna bilunar á aðalvatnsæð vatnsveitunnar verða vatnstruflanir fram eftir kvöldi. 

Á góðri stund í Grundarfirði

Heimildamyndirnar sem fjöllistamaðurinn Örn Ingi hefur unnið um bæjarhátíðirnar „Á góðri stund í Grundarfirði“ árin 2004-2006 er til sölu á bæjarskrifstofunni. Myndin kostar 3.500 kr. og er tilvalin jólagjöf!  

Landaður afli í nóvember

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í nóvember var 1.012 tonn. Landaður afli á sama tíma í fyrra var 1.324 tonn og 1.511 tonn árið 2004. Meðfylgjandi tafla sínir aflann sundurskiptan eftir tegundum öll árin.   Tegundir 2006 2005 2004 Þorskur 73.254    197.267 316.764  Kg Ýsa 144.612    249.301 336.226  kg Karfi 44.487    90.705 82.680  kg Steinbítur 27.012    147.169 26.248  kg Ufsi 21.983    57.997 51.829  kg Beitukóngur 6.170    60.206 38.065  kg Skötuselur 8.742    9.781 0  kg Langa  4.501    20.350 2.548  kg Keila 739    2.918 2.408  kg Gámafiskur 669.408    475.211 515.827  kg Aðrar tegundir  11.481    13.101 139.099  kg Samtals 1.012.389    1.324.006    1.511.694