Styrktartónleikar í kvöld

Í kvöld, fimmtudaginn 7. desember, kl. 20.00 verða haldnir styrktartónleika til styrktar BUGL (Barna og unglingageðdeild) í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.   Fram koma: Jamie’s Star Stuðbandið Endless Dark og fleiri og fleiri...   Aðgangseyrir er 500 kr.

Bæjarstjórnarfundur í dag

74. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í dag, fimmtudaginn 7. desember í Grunnskóla Grundarfjarðar. Fundurinn hefst kl. 17.00 og er öllum opinn. Sjá dagskrá og fundarboð með því að smella hér.     Bæjarstjóri

Sængurgjöf samfélagsins

Í dag, 6. desember, var nýfæddum Grundfirðingum færð sængurgjöf samfélagsins. Verkefnið er hluti af fjölskyldustefnu Grundfirðinga og er samstarf Grundarfjarðarbæjar og Heilsugæslustöðvar Grundarfjarðar. 13 börn eru fædd á árinu, 9 strákar og 4 stelpur, og er þetta í annað sinn sem gjafirnar eru veittar. 5 börn hafa fæðst síðan sængurgjafirnar voru afhentar síðast en ekki er von á fleirum það sem eftir er ársins. Gjöfin innihélt m.a. fatnað, handklæði, beisli, fræðslubækur og pollagalla sem nauðsynlegur er öllum grundfirksum börnum. Gjafirnar voru afhentar í safnaðarheimilinu í morgun, en Sr. Elínborg hafði boðað foreldra allra barna sem fædd eru 2006 þangað.   F.v. Eydís Lúðvíksdóttir með óskírðan dreng, Vigdís Gunnarsdóttir með Guðmar Hólm, Ísólfur Þórisson, Heiðar Þór Bjarnason, Erna Sigurðardóttir með Hörpu Dögg, Birgir Guðjónsson og Urszula Bielawska með Gabríel Leó. Fyrir framan er Eva Jódís Pétursdóttir með Anítu Ósk og Andreu Ósk en þær voru fæddar þegar gjafirnar voru afhentar fyrst.   Sjá fleiri myndir í myndabankanum með því að smella hér.

Íþróttamaður Grundarfjarðar 2006

Íþróttamaður Grundarfjarðar árið 2006 var kjörinn þann 2. desember sl. Brynjar Kristmundsson hlaut titilinn að þessu sinni fyrir árangur í knattspyrnu. Brynjari eru færðar innilegar hamingjuóskir með kjörið.   Brynjar Kristmundsson, íþróttamaður Grundarfjarðar 2006.  Mynd: Sverrir Karlsson     

Spurning vikunnar

Að þessu sinni svöruðu 97 manns spurningu vikunnar. Rétt svar er að litur aðventunnar er fjólublár. 72 eða 74,2% voru með rétt svar.

79. Stjórnarfundur

79. Stjórnarfundur Eyrbyggja 5. desember 2006 kl. 20:00 að Dalvegi í Kópavogi.   Viðstaddir: Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson og Ásthildur Kristjánsdóttir.   Dagsrká: 1. Útsending á bók 7. 2. Styrkir. 3. Ritnefnd Eyrbyggja. 4. Efnisöflun í bók 8. 5. Önnur mál.  

Jólatónleikar Jöklakórsins

Munið eftir jólatónleikum Jöklakórsins sem verða haldnir í kvöld, 5. desember, í Grundarfjarðarkirkju kl. 20.30

Jólastemming Norska hússins Stykkishólmi

Í Norska húsinu er jólastemmingin allsráðandi og húsið hefur verið skreytt með jólaskrauti sem tengist liðnum jólum og er sannkallað ævintýri fyrir börn á öllum aldri.   Í Krambúð safnsins er jólakrambúðarstemming og boðið er upp á heitan epladrykk og piparkökur. Og væna flís af feitum sauð má hugsanlega nálgast í eldhúsinu.   Heimsókn í Norska húsið á aðventunni er ógleymanleg upplifun.   Norska húsið er opið alla aðventuna þriðjudaga til sunnudaga kl.  14.00-18.00 og auk þess á fimmtudagskvöldum kl. 20.00-22.00  

Kærleikskúlan 2006 í Norska húsinu í Stykkishólmi

Kærleikskúlan 2006 er komin út og verður fáanleg í Norska húsinu 5. – 19. desember nk. Norska húsið tók Kærleikskúluna til sölu fyrir jólin í fyrra og mun leggja Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra lið með sama hætti í ár.  

Kveikt á jólatrénu í miðbænum

Laugardaginn 2. desember kl. 18.00 verður kveikt á jólatré Grundfirðinga í miðbænum, við heilsugæsluna. Mætum öll og upplifum stemminguna í upphafi aðventunnar.   Foreldrafélag leikskólans Sólvalla hvetur foreldra til að mæta með börnum sínum og taka þátt í fjöldasöng .   Tökum daginn frá fyrir samveru fjölskyldunnar!