80. Stjórnarfundur

80. Stjórnarfundur Eyrbyggja 11. janúar 2007 kl. 20:00 að Dalvegi í Kópavogi.   viðstaddir: Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Benedikt Gunnar Ívarsson.   Dagskrá:   1. Ritnefnd Eyrbyggja 2. Sala á bókum 6 og 7 3. Efnisöflun í bók 8 4. Aðalfundur 2007 5. Önnur mál.    

Tilkynning frá Orkuveitunni.

Truflun verður á kalda vatninu vegna viðgerða við stofn, eftir kl. 16.00 og fram eftir kvöldi. 

Spurning vikunnar.

145 manns svöruðu spurningu vikunnar. Flestum, eða 73 (50,5%),  fannst áramótaskaupið ömurlegt. 28 (19,3%) fannst það frábært en 44 (30,3%) fannst skaupið sæmilegt. 

Opið hús í leikskólanum

Nú fagnar leikskólinn í Grundarfirði 30 ára afmæli sínu og í tilefni þess er opið hús í dag. Mikið af fólki var mætt, boðið var upp á glæsilegar veitingar og sungu leikskólanemendur fyrir gesti og munu krakkarnir syngja aftur kl. 15:45 í dag. Einnig var Matthildur Guðmundsdóttir heiðruð sérstaklega en hún hefur starfað við leikskólann frá stofnun hans eða í 30 ár.       Mynd

Leikskóli í Grundarfirði í 30 ár

Í tilefni að 30 ára afmæli Leikskólastarfs í Grundarfirði 4. janúar verður opið hús í Leikskólanum Sólvöllum fimmtudaginn 4. janúar frá 14:00 -16:30. Leikskólanemendur syngja fyrir gesti kl: 14:10 og aftur 15:45. Gestum er boðið upp á að skoða leikskólann og þiggja veitingar í starfsmannaálmu skólans. Verið velkomin Nemendur og starfsfólk Leikskólans Sólvalla

Húsaleigubætur fyrir árið 2007

Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka. Umsækjendur um húsaleigubætur í Grundarfjarðarbæ eru minntir á að skila umsókn fyrir árið 2007 til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Hellissandur, eða til bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, fyrir 19. janúar nk. Húsaleigubætur eru greiddar eftir á fyrir hvern mánuð eins og lög um húsaleigubætur gera ráð fyrir.

Árið 2006; ár breytinga, framkvæmda og framfara hjá Grundarfjarðarbæ

Óhætt er að segja, að nýliðið ár hafi verið viðburðaríkt í Grundarfjarðarbæ.  Hér á eftir verður minnst á nokkur eftirminnileg atriði úr bæjarlífinu á liðnu ári.  Ekki ber að líta á þessi skrif sem tæmandi annál, frekar sem hugleiðingar um áramót.   Skipulagsmál: Framan af ári og reyndar árið allt var annríki hjá starfsfólki og kjörnum fulltrúum í Grundarfjarðarbæ vegna skipulagsmála og mótunar „Fjölskyldustefnunnar“.  

Flugeldasala

Flugeldasalan er opin í dag frá 13 til 21 og á gamlársdag frá 10-16. Salan er í björgunarsveitarhúsinu. Flottar bombur og gott verð.   Björgunarsveitin Klakkur

Tilkynning frá bæjarskrifstofunni.

Bæjarskrifstofan verður lokuð,  þriðjudaginn  2. janúar 2007, vegna áramótatiltektar. Við óskum Grundfirðingum farsæls komandi árs.   Starfsfólk bæjarskrifstofu.

Ofsaveður og tryggingar

  Eðlilega hefur skapast mikil umræða í bænum um það hvernig tryggingar taka á málum sem upp koma í kjölfar ofsaveðurs eins og þess sem geisaði hér aðfararnótt og snemma morguns þ. 23. desember sl.  Hér á eftir verður minnst á nokkur atriði sem umræða hefur verið um: