Eins og bærinn hafi þvegið sér í framan....

 ...varð ungri konu að orði, þegar hún lýsti muninum á útliti bæjarins eftir að götusópurinn hafði farið um bæinn í liðinni viku.   Og það er mikið rétt, götusópun er mikil andlitslyfting. Nú þegar nálgast hátíðina „Á góðri stund“ er eins og bæjarbúar taki kipp, tíni fram málningarföturnar, kústa og kantskera, til að snyrta og snurfusa umhverfi sitt.    

4.fl kvenna spilaði í Garðabænum

4. fl kv spilaði við lið Stjörnunnar í gær. A lið UMFG tapaði sínum leik 0-5 en þrátt fyrir tapið voru stelpurnar að spila góðan bolta. B lið UMFG sigraði Stjörnuna 4-3 og áttu þær Silja Guðnadóttir, Silja Rán, Lilja Bjarnadóttir og Arndís stórleik.

„Á góðri stund“ - 2 dagar

Skapast hefur hefð fyrir því að bæði Hesteigendafélag Grundarfjarðar og Golfklúbburinn Vestarr bjóði gestum upp á skemmtun þessa hátíðarhelgi.

„Á góðri stund“ - 3 dagar

Veitingahúsin í Grundarfirði, þrjú talsins, hafa öll upp á eitthvað skemmtilegt að bjóða í tilefni hátíðarinnar.  

Sparkvöllur í Grundarfirði

Framkvæmdir standa nú sem hæst við gerð sparkvallar við Grunnskóla Grundarfjarðar. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í ágúst og að völlurinn verði svo opnaður í haust. Gerð sparkvalla víða um land er átaksverkefni á vegum KSÍ.      

Skemmtiferðaskip í höfninni

Skemmtiferðaskipið Hanseatic kom til hafnar í Grundarfirði kl. 08:00 í morgun. Farþegar skipsins eru flestir þýskir. Skipið verður hér til kl. 15:00 í dag.

"Á góðri stund" - 4 dagar

Það styttist í hátíðina "Á góðri stund í Grundarfirði". Undirbúningur er kominn í fullan gang og mikil spenna og tilhlökkun ríkir meðal íbúa! Kalli Bjarni, Idol stjarna Íslendinga og Grundfirðingur verður í Grundarfirði á hátíðinni

5.fl kvenna keppti á íslandsmótinu

 Þann 13.júní spiluðu stelpurnar í 5.flokki í riðlakeppni  íslandsmótsins. Mótið var hraðmót og var haldið á Fylkisvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem UMFG sendir lið í 5.fl kv á íslandsmótið og stóðu stelpurnar sig með ágætum,unnu einn leik en töpuðu tveimur. Mótið fór fram á gervigrasi en okkar stelpur höfðu aldrei áður spilað á þannig velli. Næsta mót hjá 5.fl kv verður pæjumótið á Siglufirði sem haldið er 5-8 ágúst.

Fréttir af starfi Fjölbrautaskólans og skólabyggingu

Rúmlega 100 nemendur hafa staðfest skólavist sína í Fjölbrautaskóla Snæfellinga á haustönn 2004. Undirbúningur gengur vel og gengið hefur verið frá ráðningu nær allra starfsmanna. Fastir starfsmenn verða í kringum 10 fyrsta skólaárið, 

Gatnagerð í Ölkeldudal

Vinna við gatnagerð í Ölkeldudal er í fullum gangi. Áætlað er að henni verði lokið í október. Búið er að tengja nýja veginn, Ölkelduveg við Hjaltalínsholtið. Það eru verktakarnir Dodds ehf. og Rávík ehf. sem sjá um  verkið.   Á myndinn eru þeir Diddi og Elvar, starfsmenn Dodds ehf., stoltir af framkvæmdunum!