17 dagar í hátíð!

Sálin hans Jóns míns með Stefán Hilmarsson í broddi fylkingar mun trylla lýðinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar föstudagskvöldið 22. júlí. Aldurstakmark á ballið er 18 ár.   Sálin hefur verið ein ástsælasta hljómsveit Íslendinga síðustu árin ef ekki síðustu áratugi og er því nokkuð ljóst að Sálin mun engan svíkja.

Yfir 53% aflaaukning fyrstu sex mánuðina!

Í Grundarfjarðarhöfn var slegið enn eitt aflametið í júní, en þá var landað 1402 tonnum, m.v. 1099 tonn í júní í fyrra, 538 tonn í júní 2003 og 1280 tonn í júní 2002. Fyrstu sex mánuði ársins hefur verið landað tæpum 12.954 tonnum í Grundarfjarðarhöfn. Á sama tíma í fyrra höfðu rúm 8.437 tonn borist á land. Aukningin milli ára (á sama tímabili) er því 53,5%.

Starfsfólk óskast í áhaldahús

Starfsfólk óskast í áhaldahús bæjarins sem fyrst. Um er að ræða störf fram í miðjan ágúst. Nánari upplýsingar fást á bæjarskrifstofunni.   Skrifstofustjóri

Klæðning lögð á Hrannarstíg

Hrannarstígur, frá Grundargötu að Fossahlíð, verður lokaður fram eftir degi á laugardag vegna lagningar bundins slitlags.  

Vatnslaust vegna tenginga

Vatnslaust verður á utanverðri Grundargötu, vestan Sæbóls, á morgun laugardag milli kl. 8-12 vegna tenginga.

Borgarnesmótið í fótbolta

Þá er hinu árlega Borgarnesmóti í fótbolta lokið. Grundfirðingar fóru með 4 lið: 2 kvennalið, annað í 5. flokki og hitt í 4. flokki. Og svo 1 lið í 6. flokki og 1 í 7. flokki.   Krakkarnir stóðu sig með mikilli prýði og sérstaklega á laugardeginum þegar veðrið var hreint ömurlegt, grenjandi rigning og rok. En þau létu það auðvitað ekki á sig fá og spiluðu leikina sína vel.