Hreinsunarátak!

Nú fer í hönd árlegt hreinsunarátak í bænum. Bæjarbúar eru hvattir til þess að taka til á lóðum sínum, koma rusli fyrir í sorppokum og koma því út fyrir lóðamörk. Verkstjóri áhaldahússins verða á ferðinni um bæinn og hirðir upp rusl frá húseigendum sem sett hefur verið í poka útfyrir lóðamörk dagana 28. apríl – 2. maí.   Ef óskað er upplýsinga um hreinsunina má hafa samband við verkstjóra í s: 691-4343   Að gefnu tilefni er rétt að geta þess að moldarhaugar sem búið er að setja í og við Hönnugil verða sléttaðir út í næstu viku.   Stöndum saman og gerum bæinn okkar snyrtilegan fyrir sumarið!  

Garðaúrgangsgámur og mold

Gám fyrir gras og garðaúrganga hefur verið komið fyrir á gámastöðinni. Athugið að eingöngu má setja í hann garðaúrgang en ekki svarta ruslapoka eða annað þess háttar.   Mold í körum er nú einnig fáanleg. Bæjarbúum er bent á að hafa samband við verkstjóra áhaldahúss í s: 691-4343 um tilhögun við moldina. Moldin er afhend endurgjaldslaust á Gilóseyrum en íbúar verða sjálfir að sjá um flutning á körunum þaðan.    Verkstjóri