Jæja þá er þessi frábæra helgi liðin sem við blakkonur vorum búnar að bíða svo spenntar eftir. Aldrei fyrir þessa helgi hefðum við trúað því að við myndum upplifa aðra eins stemningu og við upplifðum síðastliðið laugardagskvöld er við mættum Víkingi Ólafsvík í okkar eina heimaleik. Íþróttarhúsið var yfirfullt af fólki og hefðu alveg örugglega ekki fleiri komist inn þó þá hefði langað, þarna sat fólk með lúðra, trompet, trommur og ýmislegt fleira til að reyna að mynda sem mesta stemningu.
Lið UMFG í 1. sæti í 5. deild