Breytingar á Grundarfjarðarvefnum

Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á útliti vefsins. Vefurinn er í stöðugri þróun og sífellt fleiri upplýsingar að bætast inn á hann. Þessar breytingar eru helstar:  

Landaður afli í apríl

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í apríl 2006 var 1.678 tonn. Í apríl 2005 var heildarafli 2.382 tonn og árið 2004 1.104 tonn. Í meðfylgjandi töflu má sjá aflann sundurliðaðan eftir tegundum.   Tegundir 2006 2005 2004 Þorskur 308.728 363.024 339.585 Kg. Ýsa 97.813 336.741 84.539 kg. Karfi 818.336 956.537 272.333 kg. Steinbítur 7.027 99.850 143.480 kg. Ufsi 86.426 172.204 56.073 kg. Beitukóngur 4.400     kg. Rækja 0 15.123 21.816 kg. Langa  11.691 4.957 4.440 kg. Keila 4.297 825 5.202 kg. Gámafiskur 300.270 396.570 130.204 kg. Aðrar tegundir  39.315 35.869 46.027 kg. Samtals 1.678.303 2.381.700 1.103.699  

Ársreikningur 2005

Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2005 var tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn fimmtudaginn 27. apríl sl. en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikning á tveimur fundum í bæjarstjórn.   Starfsemi sveitarfélagsins er skipt upp í tvo hluta, A-hluta og B-hluta. Í A-hluta er sú starfsemi sveitarfélagsins sem fjármögnuð er með skatttekjum en í B-hluta eru fyrirtæki sem eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar.  

Tillaga að aðalskipulagi fyrir dreifbýli Grundarfjarðarbæjar

Almennur kynningarfundur í Grunnskóla Grundarfjarðar    Grundarfjarðarbær boðar til almenns kynningarfundar um tillögu að aðalskipulagi fyrir dreifbýli Grundarfjarðarbæjar. Um er að ræða kynningu á drögum að nýju aðalskipulagi sem unnið hefur verið að undanfarið en gert er ráð fyrir að þetta nýja aðalskipulag gildi til ársins 2015. Fundurinn verður haldinn í Grunnskóla Grundarfjarðar þriðjudaginn 9. maí n.k. kl. 20:30.

Öldungamót að baki

Jæja þá er þessi frábæra helgi liðin sem við blakkonur vorum búnar að bíða svo spenntar eftir. Aldrei fyrir þessa helgi hefðum við trúað því að við myndum upplifa aðra eins stemningu og við upplifðum síðastliðið laugardagskvöld er við mættum Víkingi Ólafsvík í okkar eina heimaleik. Íþróttarhúsið var yfirfullt af fólki og hefðu alveg örugglega ekki fleiri komist inn þó þá hefði langað, þarna sat fólk með lúðra, trompet, trommur og ýmislegt fleira til að reyna að mynda sem mesta stemningu.   Lið UMFG í 1. sæti í 5. deild    

Frá kjörstjórn Grundarfjarðarbæjar

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara laugardaginn 27. maí n.k. rennur út kl. 12 á hádegi laugardaginn 6. maí n.k. Skila má framboðslistum til formanns kjörstjórnar, Þorvarðar M. Sigurðssonar, sími 860 4141. Kjörstjórn mun ennfremur taka á móti framboðslistum á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar laugardaginn 6. maí n.k. milli kl. 11.00 og 12.00.  Formaður kjörstjórnar 

1. maí skemmtun í Grundarfirði

Þann 1. maí sl., á alþjóðlegum frídegi verkafólks, héldu Verkalýðsfélagið Stjarnan og Starfsmanna félag Dala- og Snæfellsnessýslu sína árlegu skemmtun að þessu sinni á veitingahúsinu Kaffi 59. Ræðumaður dagsins var formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms. Idolstjarnan Alexander Aron söng nokkur lög og leikarinn Björgvin Frans Gíslason skemmti og söng. Að dagskrá lokinni var boðið upp á kaffiveitingar.   Alexander Aron   Sjá fleiri myndir í myndabanka síðunnar.

Opnun tilboða í „Ný litla bryggja - stálþil“

Í dag voru opnuð tilboð í verkið „Ný litla bryggja - stálþil“. Alls bárust þrjú tilboð í verkið. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 85.823.540 kr. Tilboðin sem bárust voru eftirfarandi: Hagtak hf., 94.489.600 kr. eða 110% af kostnaðaráætlun. Íslenska gámafélagið, 91.153.160 kr. eða 106% af kostnaðaráætlun. Berglín ehf., 83.769.900 kr. eða 97,6%.

Lögheimilisskráning – kjörskrá

Kosningarrétt í sveitarstjórnarkosningum á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili í sveitarfélaginu. Ennfremur eiga kosningarrétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag og hafa náð 18 ára aldri. Á kjörskrá skal taka þá sem uppfylla þessi skilyrði og skráðir voru með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag. (úr lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998)  

Rétt svar við spurningu vikunnar

Landnámsmennirnir þrír í Eyrarsveit hétu Herjólfur, Vestar og Kolur. Alls tóku 105 þátt þessa vikuna og voru 63 eða 60% með rétt svar.