Nýjar tölur af talningu

Búið er að telja 337 atkvæði, sem er 60,5% atkvæða. Atkvæði hafa fallið þannig: D listi 180 atkvæði L listi 157 atkvæði  

Nýjar tölur

Búið er að telja 224 atkvæði eða 40,2% atkvæða og hafa þau fallið þannig: D listi 124 atkvæði L listi 100 atkvæði

Fyrstu tölur

Búið er að telja 116 atkvæði (20,8%) og hafa þau fallið þannig: D listi 73 atkvæði L listi  43 atkvæði

Talning atkvæða hafin

Talning atkvæða var að hefjast og má búast við fyrstu tölum innan skamms.

Bein útsending á vefnum

Mikið álag varð á tölvukerfi þegar opnað var fyrir vefmyndavélina sem er í samkomuhúsinu. Aðeins er því unnt að hafa beina útsendingu á Kaffi 59 og á Krákunni.    Tölur verða birtar hér um leið og þær liggja fyrir.

Talning atkvæða

Talning atkvæða hefst innan skamms í samkomuhúsinu. Núna kl. 22:40 er kjörstjórn að setja utankjörfundaratkvæði í kjörkassa. Talning hefst að því loknu. 

Kjörsókn

Endanlegar tölur um kjörsókn Alls greiddu 557 atkvæði í kosningunum. Kjörsókn var 88,27%.   Kjörsókn kl. 18 Alls hafa 336 kosið á kjörstað eða 53,2% kjósenda. Auk þess hafa borist um 120 utankjörfundaratkvæði. Alls hafa því 456 kjósendur nýtt kosningarétt sinn eða 72,3%.   Kjörsókn kl. 15 Kl. 15 höfðu 210 kosið á kjörstað í Grundarfirði, eða nákvæmlega þriðjungur kjósenda, 33,3%.   Kjörsókn kl. 12 Kjörsókn fór vel af stað í morgun og höfðu 80 kosið kl. 12, eða 12,68% þeirra sem eru á kjörskrá. Á kjörskrá eru 631 og hefur kjósendum fjölgað um 50 frá síðustu sveitarstjórnarkosningum 2002.   Niðurstöður kosninganna munu að sjálfsögðu birtast hér á vefnum um leið og þær liggja fyrir. Einnig verður bein útsending á vefnum frá talningu í samkomuhúsinu.

Grundarfjarðarbær semur við Orkuveitu Reykjavíkur um raforkukaup

Í dag var undirritaður samningur milli Grundarfjarðarbæjar og Orkuveitu Reykjavíkur um kaup bæjarins á raforku af OR. Samningurinn tryggir bænum raforku á hagstæðara verði en áður hefur boðist.  Raforkan er m.a. notuð til húshitunar og götulýsingar, auk þess sem höfnin er stór notandi og selur rafmagn til viðskiptavina sinna. Það er einmitt Orkuveita Reykjavíkur sem  stendur nú að hitaveituframkvæmdum í Grundarfirði og er þess að vænta að á næstu misserum heyri það sögunni til að hús séu kynt með raforku. Orkuveitan rekur einnig Vatnsveitu Grundarfjarðar sem fyrirtækið keypti á síðasta ári.       Ingibjörg Valdimarsdóttir og Hafrún Þorvaldsdóttir frá OR og Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri handsala samninginn

Endurnýjun tryggingasamnings við VÍS

Mánudaginn 22. maí sl. var udirritaður tryggingasamningur til fimm ára við Vátryggingafélag Íslands. Grundarfjarðarbær hefur átt í áratuga löngum viðskiptum við VÍS og forvera félagsins. Mjög gott samstarf hefur verið við félagið alla tíð. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samningsins á Hótel Framnesi.  

Borgarafundur með frambjóðendum

Í gær, 23. maí, var haldinn borgarafundur í samkomuhúsinu með frambjóðendum við sveitarstjórnarkosningarnar.   Yfir 100 manns komu á fundinn. Frambjóðendur voru með framsögu og svöruðu spurningum fundarmanna.  Fundurinn tókst í alla staði vel og var ánægjulegt að sjá hve margir komu.